Hjörvar efstur á KORNAX mótinuHjörvar Steinn Grétarsson (2358) leiðir KORNAX mótið – Skákþing Reykjavíkur með 5,5 vinning þegar sex umferðum er lokið.  Hjörvar sigraði alþjóðlega meistarann, Braga Þorfinnsson (2398) í fimmtu umferð og gerði jafntefli við Sigurbjörn Björnsson (2317) í þeirri sjöttu.

Jafnir í 2.-3. sæti með 5 vinninga eru alþjóðlegi meistarinn, Björn Þorfinnsson (2383) og Ingvar Þór Jóhannesson (2330).  Fjórir skákmenn koma næstir með 4,5 vinning; Bragi, stórmeistari kvenna Lenka Ptacnikova (2315), Sigurbjörn og Halldór Grétar Einarsson (2260).

Sjöunda umferð fer fram á morgun, sunnudag og hefst kl. 14.

  • Heimasíða mótsins