Fréttir

Allar helstu fréttir frá starfi TR:

Vignir efstur á Þriðjudagsmóti

IMG_0047

Fide-meistarinn ungi Vignir Vatnar Stefánsson sigraði á Þriðjudagsmótinu þann 17. september, með 3.5 vinning af fjórum. Vignir hefur sýnt styrk sinn á mótunum og unnið hvert mótið á fætur öðru, en nú leyfði hann aðeins jafntefli gegn Magnúsi Pálma Örnólfssyni. Annar varð Björgvin Víglundsson með þrjá vinninga og Magnús Örn hlaut 2.5 vinning. Sjö skákmenn mættu til leiks en heldur ...

Lesa meira »

Guðmundur og Hjörvar efstir að fjórum umferðum loknum í Haustmótinu

mynd.haustmot.1

Eftir fjórar umferðir eru þeir Guðmundur Kjartansson og Hjörvar Steinn Grétarsson enn með fullt hús. Hjörvar vann Baldur Kristinsson og Guðmundur vann Stefán Bergsson. Bragi Þorfinsson vann Vigni Vatnar en æskan átti þó góðan sigur í umferðinni því Alexander Oliver Mai lagði Daða Ómarsson. Alexander er með tvo vinninga af fjórum þrátt fyrir að vera langstigalægstur í flokknum, en hann ...

Lesa meira »

Þriðjudagsmót í kvöld

20180909_150243

Þriðjudagsmót hjá TR í kvöld. Tefldar eru fjórar skákir og tímamörkin eru 15 mínútur á skákina að viðbættum 5 sekúndum á hvern leik. Mæti 20 skákmenn til leiks eða fleiri, er mótinu skipt fyrir miðju í tvo flokka en annars er teflt í einum flokki. Mótin eru öllum opin og reiknuð til alþjóðlegra atskákstiga. Teflt er í félagsheimili TR, Faxafeni ...

Lesa meira »

Helgi Áss Grétarsson genginn í TR

20190502_195805

Nú á dögunum gekk stórmeistarinn Helgi Áss Grétarsson í Taflfélag Reykjavíkur, úr Skákfélaginu Hugin. Er hann mikill fengur fyrir félagið, enda einn virkasti stórmeistari þjóðarinnar um þessar mundir. Hann mun vera mikill liðsstyrkur fyrir komandi átök á Íslandsmóti skákfélaga. Fleiri gengu til liðs við TR, en þar má nefna Hilmar Garðars Þorsteinsson (1805), Daða Ómarsson (2279) og Júlíus Friðjónsson (2115). ...

Lesa meira »

Hjörvar, Guðmundur og Arnar Ingi með fullt hús eftir þrjár umferðir í Haustmótinu

gummi1

Nú styttist óðum í að línur fari kannski að skýrast í haustmótinu. Ekki alveg strax – en það styttist! Hjörvar og Gummi halda áfram á beinu brautinni og eru með fullt hús í A-flokknum. Hjörvar vann Braga í stórmeistaraslagnum og Gummi vann Daða í flóknu byrjunarafbrigði. Önnur úrslit urðu þau að Vignir Vatnar vann Alexander Oliver og Baldur Kristinsson vann ...

Lesa meira »

Allt að gerast í opna flokknum í annarri umferð Haustmótsins

20180909_150243

Í annarri umferð Haustmótsins unnu þeir stigahærri þá stigalægri í A-floknum að undanskildum sigri Baldurs Kristinssonar (2249) gegn Daða Ómarssyni (2279) og reyndar eru ekki mörg stig sem skilja þá að. Daði vann hins vegar Braga Þorfinsson (2449) í frestaðri skák sem tefld var síðastliðinn fimmtudag. Önnur úrslit urðu þau að Hjörvar vann Vigni, Bragi vann Stefán Bergsson og Guðmundur Kjartansson ...

Lesa meira »

Þriðjudagsmót í gær: Vignir Vatnar sigrar enn

IMG_9661

Það var með rólegra móti yfirbragðið á Þriðjudagsmóti gærdagsins sem var það 14. í röðinni; þátttakendur sjö sem er umtalsvert færra en hefur verið undanfarið. Við því var að búast; vel skipað Haustmót TR nýhafið en þar taka þátt margir af þeim sem hafa verið ötulir á þriðjudögum hingað til. Og svo var það landsleikurinn Albanía-Ísland. Illu heilli var ákveðið ...

Lesa meira »

Þriðjudagsmót í kvöld

20180909_150243

Þriðjudagsmót hjá TR í kvöld. Tefldar eru fjórar skákir og tímamörkin eru 15 mínútur á skákina að viðbættum 5 sekúndum á hvern leik. Mæti 20 skákmenn til leiks eða fleiri, er mótinu skipt fyrir miðju í tvo flokka en annars er teflt í einum flokki. Mótin eru öllum opin og reiknuð til alþjóðlegra atskákstiga. Teflt er í félagsheimili TR, Faxafeni ...

Lesa meira »

Lítið um jafntefli í fyrstu umferð Haustmótsins

IMG_9661

Sunnudaginn 8. september hófst Haustmót TR 2019. Mótið er vel skipað í ár, en nú eru þrír lokaðir flokkar og einn opinn. Í A-flokki eru meðal annars tveir stórmeistarar, einn alþjóðlegur meistari og einn Fide meistari meðal þátttakenda. Nokkuð var um frestanir í fyrstu umferð vegna þátttöku Hörðuvallaskóla í Norðurlandamóti grunnskólasveita. Þannig voru aðeins tefldar tvær skákir í A-flokki í ...

Lesa meira »

Haustmót Taflfélags Reykjavíkur hefst næstkomandi sunnudag kl. 13 – skráningu í lokaða flokka lýkur á laugardagskvöld

20180909_150243

Haustmót Taflfélags Reykjavíkur 2019 hefst sunnudaginn 8. september kl. 13:00. Mótið, sem var fyrst haldið árið 1934, er eitt af aðalmótum vetrarins í reykvísku skáklífi og er jafnframt meistaramót Taflfélags Reykjavíkur. Mótið er flokkaskipt, öllum opið og verður reiknað til alþjóðlegra skákstiga. Haustmótið fer fram í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12. Núverandi skákmeistari Taflfélags Reykjavíkur er Þorvarður F. Ólafsson. Sigurvegari Haustmótsins ...

Lesa meira »

Stefán Bergsson með fullt hús á Þriðjudagsmóti

IMG_9806

Stefán Bergsson lét engan stoppa sig og vann með fullu húsi á Þriðjudagsmóti TR þann 3. september. Fyrir árangurinn græddi Stefán heil 25 atskákstig. Skari manna hlutu 3 vinninga af 4; Vignir Vatnar Stefánsson, sigurvegari síðasta þriðjudagsmóts, Halldór Brynjar Halldórsson, Gauti Páll Jónsson, Aasef Alashtar og Jón Eggert Hallsson. 18 manns mættu og teflt var í einum flokki. Öll úrslit ...

Lesa meira »

Þriðjudagsmót í kvöld

20180909_150243

Þriðjudagsmót hjá TR í kvöld. Tefldar eru fjórar skákir og tímamörkin eru 15 mínútur á skákina að viðbættum 5 sekúndum á hvern leik. Mæti 20 skákmenn til leiks eða fleiri, er mótinu skipt fyrir miðju í tvo flokka en annars er teflt í einum flokki. Mótin eru öllum opin og reiknuð til alþjóðlegra atskákstiga. Teflt er í félagsheimili TR, Faxafeni ...

Lesa meira »

Adam sigraði á fyrsta móti Bikarsyrpunnar

IMG_20190901_131440

Adam Omarsson varð efstur á fyrsta móti Bikarsyrpu TR sem fór fram nú um helgina. Sigur Adams var nokkuð öruggur en hann hlaut 6,5 vinning úr skákunum sjö en í öðru sæti með 6 vinninga varð Rayan Sharifa sem tapaði aðeins gegn Adam. Adam og Rayan koma báðir úr TR en sá síðarnefndi gekk til liðs við félagið á vordögum. Þriðji ...

Lesa meira »

Bikarsyrpa TR hefst í dag

BikarsyrpanBanner_generic

Bikarsyrpa Taflfélags Reykjavíkur hefur fest sig í sessi undanfarin misseri og fer nú af stað sjötta árið í röð. Líkt og síðastliðinn vetur verða mót syrpunnar fimm talsins og verða tefldar sjö umferðir í hverju móti. Mótin fara fram í Skákhöll TR að Faxafeni 12. Fyrir börn sem vilja taka framförum í skák þá er gott að byrja sem fyrst að ...

Lesa meira »

Fyrsta Þriðjudagsmót haustsins: Vignir Vatnar öruggur sigurvegari

IMG_0047

Vignir Vatnar Stefánsson gaf engin grið á fyrsta Þriðjudagsmóti TR þetta haust sem fram fór í fyrradag, frekar en á öðrum mótum undanfarið. Þátttakendur voru á annan tug en Vignir tryggði sér sigur með fullu húsi í síðustu umferð þegar andstæðingur hans, Aasef Alashtar, féll á tíma í vænlegri en vandtefldri stöðu. Aasef náði samt sem áður öðru sætinu, aðeins ...

Lesa meira »

Dagskrá TR í september

20190512_125441

Senn líður að lokum ágúst mánaðar og því er ekki úr vegi að fara yfir dagskrána hjá TR í september. Bikarsyrpa vetrarins hefst föstudaginn 30. ágúst og stendur til sunnudagsins 1. september. Er þetta sjötta árið í röð sem mótaröðin fer fram. Þriðjudagsmótin sem hófu göngu sína á vordögum halda áfram öll þriðjudagskvöld í september. Mótin, sem eru hugsuð til að ...

Lesa meira »

Þriðjudagsmót TR hefjast á ný þann 27. ágúst

20190319_194135

Þriðjudagsmót TR byrja þetta haustið þann 27. ágúst næstkomandi. Atskákmótin hófu göngu sína síðastliðið vor, og tvö mót voru að auki haldin í sumar, sem tókust vel til. Tefldar eru fjórar skákir og tímamörkin eru 15 mínútur á skákina að viðbættum 5 sekúndum á hvern leik. Mæti 20 skákmenn til leiks eða fleiri, er mótinu skipt fyrir miðju í tvo ...

Lesa meira »

Haustmót Taflfélags Reykjavíkur hefst sunnudaginn 8. september

20180909_150243

Haustmót Taflfélags Reykjavíkur 2019 hefst sunnudaginn 8. september kl. 13:00. Mótið, sem var fyrst haldið árið 1934, er eitt af aðalmótum vetrarins í reykvísku skáklífi og er jafnframt meistaramót Taflfélags Reykjavíkur. Mótið er flokkaskipt, öllum opið og verður reiknað til alþjóðlegra skákstiga. Haustmótið fer fram í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12. Núverandi skákmeistari Taflfélags Reykjavíkur er Þorvarður F. Ólafsson. Sigurvegari Haustmótsins ...

Lesa meira »

Vignir Vatnar og Ólafur B. sigurvegarar Borgarskákmótsins

Verðlaunahafar Borgarskákmótsins 2019. Hannes Hlífar varð að drífa sig eftir mót og baðst því undan myndatöku.

Vignir Vatnar Stefánsson (Olís) og Ólafur B. Þórsson (Grillhúsið) komu fyrstir í mark á 34. Borgarskákmóti Reykjavíkur sem fór fram í Ráðhúsi borgarinnar í gær miðvikudag. Báðir fengu þeir 6 vinninga úr skákunum sjö og hlýtur Vignir fyrsta sætið eftir útreikning mótsstiga (tiebreaks). Jafnir í 3.-4. sæti með 5,5 vinnig urðu Daði Ómarsson (Kaupfélag Skagfirðinga) og stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson ...

Lesa meira »

Borgarskákmótið haldið miðvikudaginn 21.ágúst kl.16

20170814_162417

Borgarskákmótið fer fram miðvikudaginn 21. ágúst, og hefst það kl. 16:00. Líkt og undanfarin ár fer mótið fram í Ráðhúsi Reykjavíkur og standa Taflfélag Reykjavíkur og Skákfélagið Huginn að mótinu. Tefldar verða 7 umferðir með umhugsunartímanum 4 mínútur + 2 sekúndur á leik (4+2). Mótið verður reiknað til hraðskákstiga og er öllum opið. Þátttaka er ókeypis en skráning fer fram á Skák.is (guli kassinn). Skákmenn ...

Lesa meira »