Frábær árangur T.R. á Íslandsmóti unglingasveita! 

Á laugardaginn var, 19. nóvember, fór fram Íslandsmót unglingasveita í Garðaskóla í Garðabæ. 16 sveitir komu til leiks og var T.R. með flestar sveitir, A,B, C, D, og E. Fjölnir var með fjórar sveitir, Hellir tvær, TG tvær, SA eina, SFÍ eina og Haukar eina sveit.

 

Árangur skákkrakkanna úr T.R. var í einu orði sagt frábær! Árangurinn sýnir mikla breidd í barna-og unglingastarfsemi T.R. Sannkölluð breiðfylking að verki!

 • A-liðið lenti í 3. sæti!
 • T.R. varð Íslandsmeistari C-, D-, og E – sveita, þar sem sú síðastnefnda var sú eina og þar með besta E-sveitin, sem einnig lenti í 10. sæti af 16!
 • T.R. átti besta 1.-borðs manninn: Vignir Vatnar Stefánsson, sem fékk 6. vinninga af 7 mögulegum og tapaði einungis fyrir eigin liðsmanni úr B-sveit T.R. hinum efnilega Rafnari Friðrikssyni!

 

Árangur A-liðsins er mjög góður og mikil framtíð í þessu liði, sem hefur í dag meðalaldurinn tæp 11 ár! Þessir krakkar eru einstaklega iðnir að sækja skákæfingar og tefla á því sem næst öllum skákmótum sem í boði eru, hvort sem það eru kappskákir eða styttri skákir.

 

T.R. – A. Árangur einstakra liðsmanna:

 

 • Vignir Vatnar Stefánsson 6v. af 7
 • Veronika Steinunn Magnúsdóttir 4v af 7
 • Hilmir Freyr Heimisson 4v af 7
 • Gauti Páll Jónsson 5v af 7

 

Samtals 19 v. af 28.

 

B-sveitin tefldi við allar sterkustu sveitirnar og þar á meðal A-sveit T.R. í síðustu umferð og varð liðið í 9. sæti. Athyglisverð úrslit voru m.a. sigur á A-liði Hellis 3-1. Þau sem tefldu í þessari sveit eru öll í unglingahóp T.R., öll 13 ára gömul.

 

T.R. – B. Árangur einstakra liðsmanna:

 • Rafnar Friðriksson 4v af 7
 • Garðar Sigurðarson 2v af 7
 • Leifur Þorsteinsson 4v af 7
 • Tara Sóley Mobee 3v. af 7

Samtals 13 v. af 28.

C-sveitin lenti í 6. sæti og varð þar með ofar en B-sveit T.R. svo og A-sveit Hellis, A-sveit TG og B-sveit Fjölnis. Glæsilegur árangur, enda besta C-sveitin! Einnig hér voru athyglisverð úrslit eins og 2-2 á móti A-sveit Hellis og 4-0 sigrar gegn Haukum og C-sveit Fjölnis. Þau sem tefldu í C-sveit T.R. eru bæði úr barnahópnum og unglingahópnum.

 

 

 

 

 

T.R. – C. Árangur einstakra liðsmanna:

 • Guðmundur Agnar Bragason 2v af 6
 • Donika Kolica 4v af 6
 • Atli Snær Andrésson 4v af 6
 • Símon Þórhallsson 3v af 5
 • Gabríel Orri Duret 3 af 5

 

Samtals 15 v af 28.

 

D-sveitin varð í 12. sæti og varð besta D-sveitin! Athyglisverð úrslit voru m.a  jafntefli við A-sveit Hellis og 3-1 sigur á Haukum. Einnig átti sveitin góða möguleika í síðustu umferð á móti SA. Reyndar tapaðist sú viðureign 4-0 en á tímabili leit út fyrir að úrslitin yrðu 2-2. Ekki amaleg D-sveit það! Þau sem tefldu í þessari sveit eru öll úr barnahópi T.R., þ,e. þau elstu eru 12 ára.

T.R. – D. Árangur einstakra liðsmanna:

 • Jakob Alexander Petersen 2v af 6
 • Andri Már Hannesson 2v af 6
 • Axel Bergsson 4 af 6
 • Ólafur Örn Olafsson 1 af 5
 • Svava Þorsteinsdóttir 3,5v af 5

 

Samtals 11,5 v. af 28.

E-sveitin var sú eina í sínum flokki og var algjörlega óþekkt stærð. Í þessu liði voru krakkar hafa ekki teflt á Íslandsmóti unglingasveita áður. Í stuttu máli stóð sveitin sig frábærlega vel og var ekki einungis eina og besta E-sveitin, heldur varð í 10.sæti af 16! Sveitin fékk jafn marga vinninga og A-lið Hellis!

T.R. – E. Árangur einstakra liðsmanna:

 • Bárður Örn Birkisson 2v af 6
 • Björn Hólm Birkisson 3v af 6
 • Þorsteinn Magnússon 1v af 5
 • Ellert Kristján Georgsson 3,5 af 6
 • Benedikt Ernir Magnússon 2v af 3
 • Matthías Ævar Magnússon 1v af 2

 

Samtals 12,5 v. af 28.

 

Fyrir hönd T.R. vil ég þakka öllum krökkunum sem tefldu fyrir T.R. á þessu skákmóti!

 

Margir af krökkunum voru í nýjum T.R.-peysum og myndaði það skemmtilega liðsheild hjá T.R.-sveitunum! Elfa Björt Gylfadóttir í stjórn T.R. fær bestu þakkir fyrir alla skipulagningu og vinnu vegna þessa nýja T.R.-búnings!

 

Einnig fá foreldrar T.R. krakkanna bestu þakkir fyrir frábæra samvinnu!

 

Liðsstjórar voru Eiríkur K. Björnsson og Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir.

 

Skipulagning mótsins og skákstjórn var í höndum Taflfélags Garðabæjar og formanns þess Páls Sigurðssonar.

Myndir frá mótinu

 

Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir skrifaði pistilinn.