Fréttir

Allar helstu fréttir frá starfi TR:

Þrír efstir á Vetrarmóti öðlinga – Sverrir Örn meistari

Eftir sviptingar á toppnum í síðustu umferðunum stóð Sverrir Örn Björnsson uppi sem sigurvegari að lokinni sjöundu og síðustu umferð sem fór fram í gær.  Sverrir vann Jóhann H. Ragnarsson en á sama tíma tapaði Sævar Bjarnason fyrir Halldóri Pálssyni en Gylfi Þórhallsson lagði Júlíus L. Friðjónsson.  Þetta þýddi að Sverrir varð hlutskarpastur eftir stigaútreikning en hann hlaut 5,5 vinning ...

Lesa meira »

Sævar tekur forystuna á Vetrarmótinu

Alþjóðlegi meistarinn, Sævar Bjarnason, hefur hálfs vinnings forskot fyrir lokaumferð Vetrarmóts öðlinga sem fer fram næstkomandi miðvikudagskvöld.  Sævar sigraði Júlíus L. Friðjónsson í toppbaráttunni í sjöttu umferð sem fram fór í gærkvöldi.  Á sama tíma gerðu Sverrir Örn Björnsson og Þór Valtýsson jafntefli og hafa þeir nú báðir gert þrjú jafntefli í röð   Önnur úrslit í skákum efstu manna ...

Lesa meira »

Jólamót SFS og TR – Tvöfaldur sigur Rimaskóla í yngri flokki

Þann 2. desember fór hið árvissa Jólaskákmót Skóla-og frístundasviðs og Taflfélags Reykjavíkur fram. Þetta skákmót var nú haldið í 30. sinn. Ólafur H. Ólafsson, ötull félagsmaður í Taflfélagi Reykjavíkur, fyrrum skákþjálfari og fyrrverandi formaður í T.R., hefur verið skákstjóri á þessum mótum frá upphafi og var því í dag skákstjóri á Jólaskákmótinu í 30. sinn!   Frá árinu 1983 – ...

Lesa meira »

Júlíus efstur á Vetrarmóti öðlinga

Þegar tvær umferðir lifa af Vetrarmótinu er TR-ingurinn, Júlíus L. Friðjónsson, efstur með 4,5 vinning.  Júlíus gerði stutt jafntefli við Sverri Örn Björnsson í fjórðu umferð og vann Þorvarð F. Ólafsson í þeirri fimmtu eftir að Þorvarður fór í banvæna skógarferð með drottningu sína.   Sverrir Örn og alþjóðlegi meistarinn, Sævar Bjarnason, eru jafnir í 2.-3. sæti með 4 vinninga ...

Lesa meira »

CCP færði T.R. veglega gjöf

Tölvuleikjafyrirtækið CCP sem framleiðir og rekur fjölspilunarleikinn Eve online færði Taflfélagi Reykjavíkur í gær að gjöf öflugan skjávarpa, fartölvu af nýjustu gerð auk peningastyrks. Það var Eldar Ástþórsson frá CCP sem afhenti búnaðinn á fjölmennri barna- og unglingaæfingu félagsins og mun hann nýtast einkar vel við þjálfun og kennslu í öflugu barnastarfi félagsins.  Vignir Vatnar Stefánsson Unglingameistari T.R. 2012, sem ...

Lesa meira »

Jólamót T.R. og Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur

Keppnisstaður:  Taflfélag Reykjavíkur, Faxafeni 12. Yngri flokkur (1. – 7. bekkur). Keppt verður í stúlkna og drengja flokkum (opnum flokkum). Heimilt er að senda A, B, C o.s.frv. stúlknasveitir og A, B, C o.s.frv. drengjasveitir.  Í hverri sveit eru 4 keppendur og 0-2 til vara. Keppni í yngri flokki verður sunnudaginn  2. desember kl. 14:00. Tefldar verða 6 umferðir (hraðmót) ...

Lesa meira »

Glæsilegur hópur TR-krakka á Íslandsmóti unglingasveita.

Laugardaginn 24. nóvember fór fram Íslandsmót unglingasveita í Garðaskóla.  Taflfélag Reykjavíkur leggur metnað í að gefa sínum krökkum tækifæri á að taka þátt og sendi að þessu sinni 3 sveitir til leiks.  Hefði félagið raunar sent 1-2 fleiri sveitir ef ekki hefðu komið til forföll á síðustu stundu.   Fyrir krakkana er þetta mót mikil reynsla, en hér fá þau ...

Lesa meira »

Góður árangur Vignis Vatnars á Heimsmeistaramóti ungmenna

Lokaumferðin á Heimsmeistaramóti ungmenna í Maribor, Slóveníu, fór fram í gær og lauk Vignir Vatnar Stefánsson þátttöku sinni í flokki tíu ára og yngri með sigri á stigalausum heimamanni og tryggði sér þannig sæti í efri hluta töflunnar.  Hann hlaut 6 vinninga í ellefu skákum og hafnaði í 61.-83. sæti af tæplega 200 keppendum.  Vignir var númer 91 í stigaröðinni ...

Lesa meira »

Sverrir og Júlíus efstir á Vetrarmóti öðlinga

Á meðan börnin og unglingarnir sitja að tafli á Heimsmeistaramóti ungmenna í Slóveníu eru það öllu reynslumeiri skákmenn sem taka þátt í Vetrarmóti öðlinga hjá Taflfélagi Reykjavíkur þessar vikurnar.  Góður tími er tekinn í mótið, sem telur sjö umferðir, og er teflt einu sinni í viku.  Síðastliðið miðvikudagskvöld fór fram þriðja umferð og að henni lokinni eru tveir keppendur með ...

Lesa meira »

Vignir Vatnar tapaði í tíundu umferð

Fulltrúi Íslands á Heimsmeistaramóti ungmenna, hinn níu ára gamli Vignir Vatnar Stefánsson, tapaði í tíundu og næstsíðustu umferðinni fyrir Frakkanum, Albert Tomasi.  Vignir, sem hefur átt mjög gott mót, er í 58.-82. sæti með 5 vinninga fyrir lokaumferðina sem hefst kl. 9 í fyrramálið.  Þá mætir hann Slóvenanum, Peter Krzan, en sá er stigalaus og hefur enn engar skákir skráðar ...

Lesa meira »

Tap hjá Vigni Vatnari í dag

Vignir Vatnar Stefánsson hefur verið á mjög góðu flugi á Heimsmeistaramóti ungmenna en varð þó að játa sig sigraðan í dag gegn Rússanum, Nikita Samsonov.  Að loknum níu umferðum hefur Vignir 5 vinninga og er í 54.-85. sæti sem telst mjög gott enda hefur hann teflt upp fyrir sig allt mótið.  Þegar tvær umferðir eru eftir af mótinu hefur Vignir ...

Lesa meira »

Vignir með jafntefli í 8. umferð – mætir enn Rússa

Vignir Vatnar heldur áfram að ná hagstæðum úrslitum gegn stigahærri andstæðingum því í áttundu umferð sem fór fram í dag gerði hann jafntefli við Rússann, Egor Sedykh, en hann er rúmlega 200 skákstigum hærri en Vignir.  Þegar þrjár umferðir eru eftir er Vignir í 31.-52. sæti með 5 vinninga.  Athygli vekur að Víetnaminn sem er efstur er með fullt hús ...

Lesa meira »

Vignir Vatnar og Rússarnir – sigur í 7. umferð

Fulltrúi Íslendinga á Heimsmeistaramóti ungmenna í Maribor, Slóveníu, Vignir Vatnar Stefánsson, sigraði enn einn Rússann í dag.  Vignir hafði svart og kemur sér aftur í efri hlutann með þessum góða sigri en andstæðingur hans hafði byrjað mjög vel í mótinu.  Það þarf vart að taka fram að enn eina ferðina var Vignir Vatnar að tefla upp fyrir sig en að ...

Lesa meira »

Tap hjá Vigni í sjöttu umferð

Vignir Vatnar tapaði fyrir Rússanum Vitaly Gurvich í sjöttu umferð HM ungmenna sem fór fram í dag.  Vignir hefur engu að síður byrjað mjög vel og þegar keppni er hálfnuð situr hann í 48.-81. sæti með 3,5 vinning en allir andstæðingar hans hafa verið töluvert hærri á stigum að undanskilinni fyrstu umferð.  Árangur Vignis hingað til í mótinu jafngildir 1801 ...

Lesa meira »

Vignir á flugi – sigraði í fimmtu umferð

Hinn níu ára TR-ingur, Vignir Vatnar Stefánsson, er heldur betur að finna sig á HM ungmenna sem fer fram í Slóveníu þessa dagana.  Vignir hefur teflt langt upp fyrir sig allt mótið ef frá er skilin fyrsta umferð og í fimmtu umferð, sem fór fram í morgun, lagði hann Rússann Ivan Kharitonov með svörtu.  Andstæðingur Vignis var að þessu sinni ...

Lesa meira »

Sigur hjá Vigni í fjórðu umferð

Fjórða umferð á Heimsmeistaramóti ungmenna fór fram í dag og okkar maður, Vignir Vatnar Stefánsson, gerði sér lítið fyrir og vann Rússann, Anton Sidorov, í hörkuskák sem taldi 70 leiki.  Flottur sigur hjá Vigni en rússneski strákurinn er um 250 stigum hærri.  Vignir er núna með 2,5 vinning, hefur byrjað mótið vel og er með ágætis stigagróða sem stendur.  Pörun ...

Lesa meira »