Vignir Vatnar tekur þátt í Heimsmeistaramóti áhugamannaHinn tíu ára gamli Vignir Vatnar Stefánsson hefur farið mikinn að undanförnu og tekur nú þátt í Heimsmeistaramóti skákmanna með 2000 Elo stig eða minna.  Mótið, sem hefst á morgun, fer að þessu sinni fram í fjórðu stærstu borg Rúmeníu, Iasi.  Rúmlega 200 keppendur af 37 þjóðernum taka þátt og er Vignir Vatnar númer 132 í stigaröðinni.

 

Fyrsta umferð hefst í hádeginu á morgun kl. 12.30 að íslenskum tíma en pörun liggur ekki fyrir en gera má ráð fyrir að Vignir mæti andstæðingi með u.þ.b. 1950 Elo haldist keppendalisti að mestu óbreyttur. Alls verða tefldar níu umferðir sem allar hefjast kl. 12.30 og er enginn frídagur.  Það er til mikils að vinna því sigurvegarinn í mótinu fær úthlutað Fide meistaratitli ásamt því að vera færður upp í 2200 Elo stig.

 

Það verður spennandi að fylgjast með Vigni Vatnari halda áfram á þeirri siglingu sem hann hefur verið að undanförnu og sendir Taflfélag Reykjavíkur honum baráttukveðjur til Rúmeníu.

  • Chess-Results
  • Heimasíða mótsins