Oliver Kovacik sigurvegari Bikarsyrpu III 2021-2022Helgina 25-27 febrúar fór fram þriðja Bikarsyrpa Taflfélags Reykjavíkur. Mættir voru 20 krakkar sem þyrsti í að tefla nokkra kappskákir.

Ólíkt fyrri Bikarsyrpum á þessu tímabili sáust strax nokkur óvænt úrslit í fyrstu umferð. Á fyrsta borði var það Einar Helgi sem vann Guðrúnu Fanney stigahæsta keppanda mótsins í hörku skák. Einnig vann Níels Ingólfsson hinn unga Oliver Kovacik sem átti eftir koma mikið við sögu seinna í mótinu.

275175017_7803333506358742_8805642552772285674_n

Við miðbik mótsins voru það Markús Orri og Birkir sem leiddu mótið. Fyrir 5 umferð var Birkir einn efstur með fullt hús og Markús aðeins hálfum vinningi á eftir. Mættust þeir í fimmtu umferð og hafði Markús hvítt í þeirri skák. Eftir að hafa náð mikilli pressu á g-línunni náði Markús að yfirfæra það í skiptamun sér í vil og vann síðan skákina nokkuð sannfærandi.

275207955_7803334493025310_128557599032194866_n

Allt leit þess vegna út fyrir að Markús væri á nokkuð öruggri siglingu með að sigra sitt annað mót í mótaröðinni.

Það var hins vegar í 6.umferð sem vindar snérust. Þá mættust Markús og Oliver og tefld var sikileyjarvörn.

275177984_7803340479691378_6716719654491830815_n

Eftir nokkuð mikil uppskipti í miðtaflinu náði Markús að vinna peð en í staðinn fékk Oliver virka stöðu fyrir mennina sína.

Stuttu seinna kom eftirfarandi staða.

Johannsson Markus Orri - Kovacik Oliver (36.g4)

Síðasti leikur var 36.g4 sem valdar f5-riddarann og hótar óverjandi máti á g7-reitnum. Hvítur er hins vegar einu tempói of seinn og  það er svartur sem mátar með 36…♖e2#

 

Fyrir sjöundu og jafnframt síðustu umferð var það Oliver sem leiddi mótið með 5.0 vinningum. Í humátt á eftir honum komu Markús Orri, Guðrún Fanney, Örvar og Birkir öll með 4.5 vinning. Úrslit í mótinu voru þess vegna ennþá alveg opin.

Í sjöundu umferð mættust:

  1. borð:   Örvar og Oliver
  2. borð:   Birkir og Guðrún
  3. borð:   Kjartan – Markús Orri

275127417_7803338969691529_5797318440356983175_n

Fyrsta skákin til að ljúka var hjá Markúsi sem vann nokkuð fljótt. Markús var þá kominn í góða stöðu þar sem hann var mun hærri á stigum heldur en aðrir í toppbaráttunni. Guðrún vann einnig sína skák stuttu seinna og var þá jöfn Markúsi með 5.5 vinning. Það var hins vegar Oliver sem hafði tækifæri á að verða einn eftstur ef hann myndi sigra skák sína við Örvar.

Skákin hjá þeim félögum byrjaði nokkuð rólega. Eftir mikil uppskipti náði Oliver að vinna skiptamun og síðan mann í kjölfarið sem tryggði honum sigurinn.

Oliver endaði þess vegna einn efstur með 6 vinninga af 7. Frábær sigur hjá Oliver sem er aðeins 9 ára gamall.

275091232_7803333763025383_7915076452715622249_n

Markús og Guðrún enduðu bæði með 5.5 vinninga en Markús var hærri á stigum.

  1. Oliver Kovacik 0/7
  2. Markús Orri Jóhannsson 5.5/7
  3. Guðrún Fanney Briem 5.5/7

 

Eins og venjulega voru einnig veitt stúlkna verðlaun.

Efst að þessu sinni var Guðrún Fanney með 5.5 vinning.

275116181_7803339236358169_8808392067497554271_n

  1. Guðrún Fanney Briem – 5.5/7
  2. Halldóra Jónsdóttir – 2.0/7
  3. Sóley una Guðmundsdóttir 1.5/7

 

Efstur T.R-inga var Arnar Daði Pálsson með 4.5 vinning sem var að taka þátt á sínu öðru kappskákmóti.

275188590_7803337446358348_8341010054473361482_n

274996273_7803336326358460_2912364901000207123_n

Næsta Bikarsyrpa (IV) verður haldin 1-3 apríl 2022

Hlökkum til að sjá ykkur!

Úrslit úr mótinu:

Fleiri myndir eru á facebook síðu Taflfélags Reykjavíkur – Skákforeldrar

Síðasta Bikarsyrpa (10-12 desember)

 About Daði Ómarsson

Skák kennari og dómari hjá Taflfélagi Reykjavíkur.