Adam Omarsson sigurvegari Bikarsyrpa II 2021-2022



 

IMG_1746

Helgina 10-12 desember fór fram II Bikarsyrpa Taflfélags Reykjavíkur á tímabilinu 2021-22. Skráningin í mótið fór frekar hægt af stað en tók síðan við sér og var keppendalistinn að taka á sig mynd allt fram á síðustu mínútu. Mikil endurnýjun var á keppendalistanum frá síðasta móti og voru margir að taka sýn fyrstu skref við skák skriftirnar. Fyrir þó nokkra tók það nokkuð á en þegar leið á mótið voru flestir orðnir nokkuð lunknir við það.  Ánægjulegt var að Bikarsyrpan var fjölmennari heldur en sú fyrri en hins vegar vantaði mikið upp á að fleiri stelpur létu sjá sig.

20211210_175709

Mótið fór rólega af stað og ekki var mikið um óvænt úrslit til að byrja með. Mótið var jafnt og það var ekki fyrr en í síðustu tveimur umferðum þar sem úrslitin réðust.

Fyrir sjöttu og næst síðustu umferð var það Þorsteinn Jakob sem leiddi mótið með 4.5 vinning.

IMG_1702

Þorsteinn sem hafði lent í þriðja sæti á síðustu Bikarsyrpu ætlaði sér meira í þetta sinn en átti eftir að mæta Adam Omarssyni sem var stigahæsti keppandinn í mótinu. Í sjöttu umferð mættust Adam og Þorsteinn. Eftir að Þorsteinn hafði leikið nokkrum ónákvæmum leikjum í Grünfeld byrjuninni var Adam kominn með hartnær unna stöðu. Í kjölfarið kom grófur stöðulegur afleikur frá Adam sem svarað var með hreinum afleik sem kostaði Þorstein mann og skákina á staðnum.

Fyrir seinustu umferð voru það Adam og Engilbert sem leiddu báðir mótið með 5.0 vinninga. Eftir að hafa tapað á móti Adam í fyrstu umferð fór Engilbert á flug og var búinn að sigra allar fimm skákir sínar. Mun þess árangur koma honum beint inn á næsta skákstigalista í janúar.

IMG_1725

Í lokaumferðinni mætti Adam Jóeli Frey sem hafði átt góða spretti í mótinu en varð að lúta fyrir Adam.

Það kom síðan í hlut Sigurðar Páls að enda sigurgöngu Engilberts. Eftir að hafa náð að festa hrók hjá Engilbert á þriðju-reita röðinni var Sigurður Páll allt í einu orðinn heilum hróki yfir og fylgdi sigurinn fljótlega í kjölfarið. Tryggði þessi sigur Sigurði Páli annað sæti í mótinu.

 

IMG_1719

Síðasta skákin til að ljúka í mótinu var hins vegar skák félaganna Ingimundar og Nam. Eftir miklar sviptingar þar sem báðir voru með unnið á víxl endaði borðið að lokum tómt og jafntefli var þess vegna niðurstaðan. Reyndi skákin mikið á þessa ungu keppendur og ekki síður dómara mótsins.

 

Sigurvegari að  þessu sinni var Adam Ómarsson.  Leyfði hann aðeins eitt jafntefli gegn Sigurði Páli og eina yfirsetu sem hann tók í fimmtu umferð. Adam sem var á mörkum þess að mega vera með vegna stigahámarksins (1600) græddi 3,6 stig á mótinu 1595 (+3,6) sem gerir hann áfram gjaldgengan á næsta móti. Við bjóðum þess vegna Adam velkomin áfram í næstu Bikarsyrpu 😊

IMG_1748

  1. Adam Ómarsson 6.0/7.0
  2. Þorsteinn Jakob Freyr Þorsteinsson 5.5/7.0
  3. Sigurður Páll Guðnýjarson 5.5/7.0

 

Eina stúlkna mótsins var Katrín María sem fékk upp nokkuð góðar stöður en náði ekki að nýta sér það í þetta skipti.

IMG_1741

  1. Katrín María Jónsdóttir 3.0/7.0

 

Næsta Bikarsyrpa (III) verður haldin 25-27 mars 2022

Hlökkum til að sjá ykkur!

Úrslit úr mótinu:

Fleiri myndir eru á facebook síðu Taflfélags Reykjavíkur – Skákforeldrar og google photos

Síðasta Bikarsyrpa (20-22 október)