Laugalækjaskóli Norðurlandameistari



Af www.skak.is

Skáksveit Laugalækjaskóla, sem skipuð er TR-ingum, vann öruggan sigur á Norðurlandamóti grunnskólasveita, sem lauk í morgun í Lavia í Finnlandi.   Í lokaumferðinni vannst öruggur 4-0 á danskri sveit.  Sveitin fékk 16,5 vinning eða heilum 5 vinningum meira en næsta sveit!   Glæsilegur árangur hjá piltunum og liðsstjóra þeirra Torfa Leóssyni, sem hefur náð mjög góðum árangri með sveitina.    Árangur Matthíasar var eftirtektarverður en hann vann allar sínar skákir! 

Úrslit Laugalækjaskóla í 4. umferð:

  1. Jacob Brorsen 0-1 Dadi Omarsson
  2. Jon Capion 0-1 Vilhjalmur Palmason
  3. He He 0-1 Matthias Petursson
  4. Mads-Holger Jacobsen 0-1 Einar Sigurdsson

Staðan:

  1. Laugalækjasóli 16,5 v. af 20
  2. Svíþjóð 11,5 v.
  3. Noregur 10,5 v.
  4. Finnland I 8,5 v.
  5. Finnland II 8
  6. Danmörk 5 v.

Skáksveit Lauglækjaskóla:

  1. Daði Ómarsson (1951) 3 v. af 5
  2. Vilhjálmur Pálmason (1904) 3,5 v. af 5
  3. Matthías Pétursson (1919) 5 v. af 5
  4. Einar Sigurðsson (1784) 3 v. af 3
  5. Aron Ellert Þorsteinsson (1847) 2 v. af 2

Liðsstjórar: Torfi Leósson og Sigríður Ström