Guðmundur efstur í UngverjalandiAlþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson varð efstur í sínum flokki í First Saturday mótinu sem fór fram í Búdapest dagana 6. – 16. apríl.  Guðmundur tefldi í AM flokki sem er næststerkasti flokkurinn og var næststigahæstur keppenda með 2443 elo stig.  Tefldar voru ellefu umferðir og hlaut Guðmundur 8 vinninga, hálfum vinningi meira en Ungverjinn Florian Hujbert sem var stigahæstur í flokknum.

 

Árangur Guðmundar samsvarar 2461 stigi og hækkar hann lítillega á stigum en samtals hefur hann hækkað um tæp 140 stig á tveimur árum.