Vignir Vatnar með jafntefli í þriðju umferðVignir Vatnar Stefánsson gerði jafntefli við skákmann frá Brunei, Kamarunsalehin Kamis, í þriðju umferð Heimsmeistaramóts áhugamanna og hefur því 1,5 vinning þegar þriðjungi móts er lokið.  Andstæðingar Vignis hafa allir verið mun stigahærri en okkar maður og úrslitin hingað til því vel ásættanleg og er Vignir með stigagróða upp á 13 stig sem stendur.  Fjórða umferð hefst á morgun klukkan 12.30 og þá hefur Vignir svart gegn rúmenskum skákmanni með 1835 stig og yrði sterkt hjá Vigni að vinna sigur í þeirri viðureign.

 

Tólf keppendur hafa fullt hús vinninga en Vignir er í miðjum hópi ásamt fjölda keppenda.

  • Skákir Vignis
  • Chess-Results
  • Heimasíða mótsins