Skákæfingar TR hefjast mánudaginn 4. maíMánudaginn 4. maí hefjast að nýju skákæfingar TR fyrir börn og unglinga í húsnæði félagsins og standa fram yfir mánaðarmótin maí/júní. Æfingatímar verða hinir sömu og áður en þá má finna hér.

Vegna takmarkana sem eru í gildi af hálfu stjórnvalda biðjum við forráðamenn að skilja við börn sín og sækja við inngang húsnæðisins eins og nokkur kostur er. Að öðru leyti minnum við á tveggja metra regluna og að hugað sé vel að hreinlæti.

Við hlökkum svo sannarlega til að hitta börnin aftur!