Skákæfingar falla niður 2. marsLaugardaginn 2. mars falla allar skákæfingar niður vegna þátttöku T.R. á Íslandsmóti skákfélaga í Hörpunni um helgina.

 

Taflfélag Reykjavíkur er með flest lið allra skákfélaga í keppninni: 6 lið í öllum fjórum deildunum.

 

Í fyrstu deild er A-lið TR í baráttunni um sigurinn í keppninni.

Í annarri deild er B-lið TR í baráttunni um sigurinn í deildinni.

Í þriðju deild keppir C-lið TR.

Í fjórðu deild keppir D-lið TR, svo og TR – Unglingalið A og TR – Unglingalið B.

 

Hvetjum alla TR-inga að koma í Hörpuna og sýna liðsmönnum sínum stuðning og fylgjast með æsispennandi viðureignum!

 

Umferðirnar fara fram sem hér segir:

 

Í kvöld, föstudaginn 1. mars kl. 20.

Laugardaginn 2. mars. kl. 11 og kl. 17.

 

Áfram TR!