Taflfélagi Reykjavíkur dæmdur sigur gegn Fjölnismönnum



Meirihluti Mótsstjórnar Íslandsmóts skákfélaga hefur úrskurðað að fyrsta borðs maður Skákdeildar Fjölnis, Robert Ris, hafi verið ólöglegur með félaginu í viðureigninni gegn B-liði Taflfélags Reykjavíkur en liðsstjóri T.R. lagði fram kæru á þeim forsendum að keppandann væri ekki að finna í keppendaskrá Skáksambands Íslands.  Taflfélagi Reykjavíkur er því dæmdur sigur í viðureigninni og lýkur þá keppni í efsta sæti og keppir í fyrstu deild að ári.