Vignir tapaði í dagVignir Vatnar Stefánsson tapaði í annarri umferð Heimsmeistaramóts áhugamanna sem fór fram í dag.  Vignir hafði svart gegn keppanda frá Mongólíu og lenti í vandræðum í miðtaflinu sem leiddi til liðstaps og varð hann að játa sig sigraðan eftir 43 leiki.  Vignir mætir án efa sterkur til leiks í þriðju umferð sem hefst á morgun kl. 12.30 en þá mætir hann keppanda frá Brunei.  Sá hefur 1884 Elo stig en Vignir stýrir hvítu mönnunum.

  • Skákir Vignis
  • Chess-Results
  • Heimasíða mótsins