Sex keppendur með fullt hús á Skákmóti öðlingaAlþjóðlegi meistarinn Sævar Bjarnason sigraði Ólaf Gísla Jónsson á efsta borði í annarri umferð Skákmóts öðlinga sem fór fram í gærkvöldi.  Sævar hefur því fullt hús vinninga ásamt fimm öðrum keppendum; Ögmundi Kristinssyni sem vann Einar Valdimarsson, Sigurði Kristjánssyni sem lagði Guðmund Aronsson, Sigurjóni Haraldssyni sem hafði betur gegn Vigfúsi Vigfússyni, Árna H. Kristjánssyni sem sigraði Kjartan Másson og Siguringa Sigurjónssyni sem lagði Bjarnstein Þórsson að velli.

Sigrar Sigurðar og Sigurjóns voru góðir en báðir eru þeir um 150 Elo stigum lægri en andstæðingar sínir.  Þá gerðu Halldór Garðarsson og Magnús Kristinsson jafntefli sem og Sigurlaug R. Friðþjófsdóttir og Vignir Bjarnason en stigamunur þar er einnig í báðum tilfellum u.þ.b. 150 stig.

Í þriðju umferð sem fer fram nk miðvikudagskvöld og hefst kl. 19.30 mætast m.a. Siguringi og Sævar, Ögmundur og Sigurjón sem og Sigurður og Árni.

  • Úrslit, staða og pörun
  • Skákir: 1  2  3  4  5  6  7
  • Myndir
  • Mótstöflur
  • Öðlingameistara