Fréttir

Allar helstu fréttir frá starfi TR:

Skákmót öðlinga hefst 13. mars

Skákmót öðlinga 40 ára og eldri hefst miðvikudaginn 13. mars kl. 19.30 í félagsheimili T.R. að Faxafeni 12. Tefldar verða 7 umferðir eftir svissneska-kerfinu og er umhugsunartíminn 90 mínútur á alla skákina + 30 sekúndna viðbótartími á hvern leik. Skákmót öðlinga verður nú haldið í 22. sinn. Sigurvegari á Skákmóti öðlinga 2012 var Þorvarður F. Ólafssonn. Dagskrá: 1. umferð miðvikudag ...

Lesa meira »

Skákæfingar falla niður 2. mars

Laugardaginn 2. mars falla allar skákæfingar niður vegna þátttöku T.R. á Íslandsmóti skákfélaga í Hörpunni um helgina.   Taflfélag Reykjavíkur er með flest lið allra skákfélaga í keppninni: 6 lið í öllum fjórum deildunum.   Í fyrstu deild er A-lið TR í baráttunni um sigurinn í keppninni. Í annarri deild er B-lið TR í baráttunni um sigurinn í deildinni. Í þriðju ...

Lesa meira »

19 TR-ingar meðal þátttakenda á Reykjavík Open

Það hefur varla farið framhjá nokkrum skákáhugamanni að þessa dagana fer fram í Hörpu 28. Opna Reykjavíkurskákmótið.  Þátttaka hefur aldrei verið meiri og að venju láta liðsmenn Taflfélags Reykjavíkur sig ekki vanta en það fer nærri að tíundi hver keppandi sé TR-ingur.  Alls eru þátttakendur rúmlega 220 og á meðal þeirra spreyta sig 19 skákmenn úr TR í glæsilegu móti ...

Lesa meira »

Vignir Unglingameistari Rvk 2013 – Nansý Stúlknameistari

Umfjöllun um Barna- unglinga- og stúlknameistaramót Reykjavíkur sem fór fram um helgina má lesa hér.  Það var Sigurlaug R. Friðþjófsdóttir sem tók pistilinn saman ásamt því að taka myndir.

Lesa meira »

Undanrásir fyrir Barnablitz á Laugardagsæfingu

Á skákæfingunni í Taflfélagi Reykjavíkur í dag var keppt um tvö sæti í úrslitum Barnablitz sem fram fer í Hörpunni um næstu helgi, sem hliðarviðburður við Alþjóðlega Reykjavíkurskákmótið, Reykjavík Open.    25 krakkar mættu á æfinguna og tefldar voru 6 umferðir með 7. mín. umhugsunartíma og af keppendalistanum var ljóst að um mikla keppni yrði að ræða!    Það voru ...

Lesa meira »

Guðmundur Kjartansson: Hastings, Sevilla og Gíbraltar

Alþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson hefur tekið þátt í mörgum mótum að undanförnu og hefur skrifað skemmtilega pistla meðfram taflmennskunni.  Hér er sá nýjasti: Hastings, Sevilla og Gíbraltar   Eftir Suður-Ameríku túrinn minn í fyrra kom ég heim um jólin í 3 daga en fór svo strax aftur út til að taka þátt í Hastings á Englandi. Í Hastings hitti ég ...

Lesa meira »

A-sveit Rimaskóla Reykjavíkurmeistarar

Reykjavíkurmót grunnskólasveita fór fram á mánudag í húsnæði TR og var fjölmennt að vanda. A-sveit Rimaskóli sem skipuð var þeim Degi Ragnarssyni, Oliver Aroni Jóhannessyni, Jóni Trausta Harðarsyni og Kriistófer Jóel Jóhannessyni, sigraði með yfirburðum; hlaut 27 vinninga af 28 mögulegum en mun meiri spenna var um 2. og 3. sætið. Þar urðu hlutskarpastar A-sveit Ölduselsskóla sem hlaut silfuverðlaun með ...

Lesa meira »

Barna-og unglingameistaramót/Stúlknameistaramót Reykjavíkur

Barna- og unglingameistaramót Reykjavíkur, sem og Stúlknameistaramót Reykjavíkur, fer fram sunnudaginn 17. febrúar í félagsheimili T.R. Faxafeni 12. Taflið hefst kl.14 og stendur til ca. kl. 18. Tefldar verða 7 umferðir eftir Monrad-kerfi með umhugsunartímanum 15 mín. á skák. Teflt verður í einum flokki. Verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sætin í mótinu og þar fyrir utan hlýtur sigurvegarinn titilinn Unglingameistari Reykjavíkur 2013, sé hann búsettur í Reykjavík eða ...

Lesa meira »

Vignir Vatnar Norðurlandameistari

Vignir Vatnar Stefánsson varð rétt í þessu Norðurlandameistari í skólaskák í flokki 11 ára og yngri. Vignir sigraði Danann Aleksander Flaesen í lokaumferðinni og hlaut 5,5 vinning í sex viðureignum. Glæsilegur tvöfaldur íslenskur sigur vannst í flokki Vignis því Nansý Davíðsdóttir hafnaði í öðru sæti með 4,5 vinning en yfirburðir þeirra voru nokkrir í flokknum.  Sigur Vignis í lokaumferðinni var öruggur og ...

Lesa meira »

NM í skólaskák: Sigur hjá Vigni í fimmtu umferð

Það er óhætt að segja að skák Vignis Vatnars Stefánssonar í morgun hafi verið honum lærdómsrík.  Andstæðingur hans, Svíinn Sixten Rosager, er tæpum 200 stigum lægri en okkar maður og því mátti búast við sigri Vignis sem stýrði svörtu mönnunum.  Tefld var Sikileyjarvörn og var Vignir Vatnar fljótur að jafna taflið eftir passífa taflmennsku þess sænska í byrjuninni.  Eftir 16. ...

Lesa meira »

NM í skólaskák: Vignir í góðum málum

  Það er stíft teflt á Norðurlandamótinu í skólaskák sem fer fram að Bifröst yfir helgina; tvær skákir á dag föstudag til sunnudags.  Vignir Vatnar Stefánsson sigraði næststigahæsta keppanda flokksins, Danann Filip Boe Olsen, í þriðju umferð sem fór fram í morgun.  Skákin, sem lengi vel var jafnteflisleg í lokaðri stöðu í miðtaflinu, taldi að lokum 118 leiki þar sem ...

Lesa meira »

NM ungmenna: Sigur og jafntefli hjá Vigni í 1. og 2. umferð

Hinn ungi og efnilegi TR-ingur, Vignir Vatnar Stefánsson, heldur ótrauður áfram baráttu sinni á reitunum 64.  Vignir, sem átti tíu ára afmæli í gær fimmtudag, er meðal þátttakenda á Norðurlandamótinu í skólaskák sem fer fram á Bifröst.  Þetta er í þriðja sinn sem Vignir tekur þátt í Norðurlandamótinu en hann var aðeins átta ára gamall þegar mótið fór fram í ...

Lesa meira »

Veronika Steinunn Íslandsmeistari

Veronika Steinunn Magnúsdóttir varð um helgina Íslandsmeistari stúlkna í eldri flokki (8.-10. bekkur) í skólaskák.  Fimm umferðir voru tefldar og hlaut Veronika 3 vinninga líkt og liðsfélagi hennar í T.R., Donika Kolica.  Veronika vann svo 2-0 sigur í einvígi þeirra og er því vel að sigrinum komin.   Stjórn Taflfélags Reykjavíkur óskar Veroniku til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn en þess má ...

Lesa meira »

Skákakademían sigraði í Skákkeppni vinnustaða

Skákkeppni vinnustaða fór  fram í gærkvöldi, 1. febrúar, annað árið í röð. Í fyrra komu sex sveitir til leiks og nú ári síðar tóku sjö sveitir þátt. Það ríkti góð stemning meðal þátttakenda, en keppnisandinn var ekki langt undan!   Þrjár af þeim sveitum sem voru með í fyrra mættu einnig að þessu sinni, en það var Skákakademían, Actavis og ...

Lesa meira »

Friðrik Ólafsson heimsótti börnin í T.R.

Formaður T.R., Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir, hefur ritað pistil um skemmtilega heimsókn okkar fyrsta stórmeistara í T.R. síðastliðinn laugardag.  Pistilinn má lesa í heild sinni hér að neðan. Friðrik Ólafsson á Laugardagsæfingu TR   Skákdagur Íslands sem haldinn er um allt land í tilefni af afmælisdegi Friðriks Ólafssonar stórmeistara, var sérstaklega skemmtilegur og hátíðlegur í Taflfélagi Reykjavíkur sl. laugardag.    Afmælisbarnið, ...

Lesa meira »

Nýjungar á laugardagsæfingum

Taflfélag Reykjavíkur kynnir til leiks breytingar á fyrirkomulagi hinna rótgrónu laugardagsæfinga sem ætlaðar eru börnum og unglingum.  Með breytingunum er stuðlað að aukinni framþróun skákæfinganna og þær gerðar enn betri og markvissari en áður hefur þekkst.  Meðal nýjunga er veglegt nýútgefið námsefni sem stuðst verður við í þjálfun og kennslu og þá fá meðlimir T.R. aukið vægi á æfingunum.  Ítarlegri ...

Lesa meira »

Oliver Aron hraðskákmeistari Reykjavíkur

Oliver Aron Jóhannesson  varð í dag Hraðskákmeistari Reykjavíkur eftir spennandi keppni þar sem hann varð efstur með 11 vinninga ásamt Birni Frey Björnssyni og Ögmundi Kristinssyni.  Eftir stigaútreikning var Oliver efstur, Björn annar og Ögmundur þriðji.  Omar Salama varð fjórði með 10,5 vinning og dagur Ragnarsson fimmti með 10 vinninga. Mótið fór fram í félagsheimili T.R. og tóku 26 keppendur ...

Lesa meira »

Skákkeppni vinnustaða 2013

Taflfélag Reykjavíkur býður öllum vinnustöðum að taka þátt í Skákkeppni vinnustaða 2013 sem fram fer í félagsheimili T.R, Skákhöllinni Faxafeni 12, föstudaginn 1. febrúar 2013 og hefst kl. 19.30.   Upplýsingar og keppnisfyrirkomulag: Dagsetning: Föstudagur 1. febrúar kl. 19.30 Staður: Taflfélag Reykjavíkur, Faxafeni 12 (Skeifunni) Sveitakeppni: Þetta er liðakeppni/sveitakeppni og tefla 3 í hverju liði. Vinnustaðirnir geta sent fleira ein ...

Lesa meira »

Davíð Kjartansson Skákmeistari Reykjavíkur 2013

KORNAX mótinu – Skákþingi Reykjavíkur lauk í gærkvöldi þegar spennandi lokaumferð fór fram í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur.  Fyrir umferðina höfðu Fide meistarinn Davíð Kjartansson og Omar Salama 1,5 vinnings forskot á næstu keppendur en báðir höfðu þeir unnið allar sínar viðureignir utan innbyrðis viðureignarinnar sem lauk með skiptum hlut.  Þeir höfðu því 7,5 vinning eftir að hafa verið í nokkrum ...

Lesa meira »