Allar helstu fréttir frá starfi TR:
Guðmundur teflir í Andorra
Alþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson sigraði í fyrstu umferð í opnu alþjóðlegu móti sem fer fram í Andorra 20.-28. júlí. Andstæðingur Guðmundar var fremur stigalár með tæplega 2000 stig en í dag mætir hann frönskum skákmanni með 2157 stig. 178 keppendur frá tuttugu löndum taka þátt í mótinu, þeirra á meðal 16 stórmeistarar og 13 alþjóðlegir meistarar. Tefldar eru níu umferðir. ...
Lesa meira »