Fréttir

Allar helstu fréttir frá starfi TR:

Þorvarður efstur í Öðlingamótinu

Fimmta umferð Öðlingamótsins fór fram í gærkvöldi þar sem sigurvegari síðasta árs, Þorvarður F. Ólafsson, sigraði Hrafn Loftsson á meðan alþjóðlegi meistarinn Sævar Bjarnason og Sigurður Daði Sigfússon gerðu jafntefli.  Þorvarður er því einn efstur með 4,5 vinning en Sævar kemur næstur með 4 vinninga og mætast þeir í sjöttu og næstsíðustu umferð sem fer fram á miðvikudagskvöld.

Lesa meira »

Guðmundur efstur í Ungverjalandi

Alþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson varð efstur í sínum flokki í First Saturday mótinu sem fór fram í Búdapest dagana 6. – 16. apríl.  Guðmundur tefldi í AM flokki sem er næststerkasti flokkurinn og var næststigahæstur keppenda með 2443 elo stig.  Tefldar voru ellefu umferðir og hlaut Guðmundur 8 vinninga, hálfum vinningi meira en Ungverjinn Florian Hujbert sem var stigahæstur í ...

Lesa meira »

Þrír efstir og jafnir í Öðlingamótinu

Að loknum fjórum umferðum í Öðlingamótinu eru alþjóðlegi meistarinn Sævar Bjarnason, sigurvegari síðasta árs Þorvarður Ólafsson og Hrafn Loftsson efstir og jafnir með 3,5 vinning.  Sævar sigraði Magnús Kristinsson í þriðju umferð og Vigfús Vigfússon í þeirri fjórðu á meðan Þorvarður lagði Jóhann Ragnarsson og gerði jafntefli við Sigurð Daða Sigfússon en Hrafn hafði betur gegn Ólafi Gísla Jónssyni og ...

Lesa meira »

Á fimmta tug skákkrakka á páskaskákæfingum TR!

Á fimmta tug skákkrakka tóku þátt í páskaskákæfingum TR 23. mars bæði á stelpu/kvenna skákæfingunni svo og á laugardagsæfingunni. Með fáum undantekningum voru þetta allt krakkar sem eru félagsmenn í Taflfélagi Reykjavíkur, en ásókn í félagið hefur aukist mikið í vetur. Krakkarnir sem sækja skákæfingarnar í TR koma úr öllum hverfum borgarinnar og er skákþjálfunin og allt námsefni þeim að ...

Lesa meira »

Fjórir með fullt hús í Öðlingamótinu

Önnur umferð í Skámóti Öðlinga fór fram á miðvikudagskvöld og var nokkuð um að stigalægri keppendur næðu að stríða hinum stigahærri.  Á tveimur efstu borðunum voru úrslit þó eftir bókinni góðu þar sem Fide meistarinn Sigurður Daði Sigfússon lagði TR-inginn Eirík K. Björnsson og núverandi Öðlingameistari, Þorvarður F. Ólafsson, sigraði hinn reynda Halldór Garðarsson sem gekk á dögunum í TR ...

Lesa meira »

Úrslit eftir bókinni í 1. umferð Öðlingamótsins

Skákmót Öðlinga hófst í gærkvöldi en mótið telur að þessu sinni 30 keppendur.  Stigahæstur með 2324 Elo stig er Fide meistarinn Sigurður Daði Sigfússon en næstur honum með 2225 stig kemur núverandi Öðlingameistari, Þorvarður F. Ólafsson.  Þá má nefna að alþjóðlegi meistarinn Sævar Bjarnason er á meðal þátttakenda en Sævar missir varla úr mót þessi misserin. Í fyrstu umferðinni vann ...

Lesa meira »

Taflfélagi Reykjavíkur dæmdur sigur gegn Fjölnismönnum

Meirihluti Mótsstjórnar Íslandsmóts skákfélaga hefur úrskurðað að fyrsta borðs maður Skákdeildar Fjölnis, Robert Ris, hafi verið ólöglegur með félaginu í viðureigninni gegn B-liði Taflfélags Reykjavíkur en liðsstjóri T.R. lagði fram kæru á þeim forsendum að keppandann væri ekki að finna í keppendaskrá Skáksambands Íslands.  Taflfélagi Reykjavíkur er því dæmdur sigur í viðureigninni og lýkur þá keppni í efsta sæti og ...

Lesa meira »

Taflfélag Reykjavíkur í 2. sæti í Íslandsmóti skákfélaga

Það gekk á miklu í Íslandsmóti skákfélaga sem lauk um síðustu helgi.  Sex lið, þar af tvö barna- og unglingalið, skipuð yfir 50 liðsmönnum kepptu fyrir hönd félagsins.  A-liðið hafnaði í 2. sæti í fyrstu deild en B-liðið sigraði í annari deild en kærumál settu strik í reikninginn.  Miklu meira í meðfylgjandi pistli: TR í Íslandsmóti skákfélaga 2012-2013

Lesa meira »

Skákmót öðlinga hefst 13. mars

Skákmót öðlinga 40 ára og eldri hefst miðvikudaginn 13. mars kl. 19.30 í félagsheimili T.R. að Faxafeni 12. Tefldar verða 7 umferðir eftir svissneska-kerfinu og er umhugsunartíminn 90 mínútur á alla skákina + 30 sekúndna viðbótartími á hvern leik. Skákmót öðlinga verður nú haldið í 22. sinn. Sigurvegari á Skákmóti öðlinga 2012 var Þorvarður F. Ólafssonn. Dagskrá: 1. umferð miðvikudag ...

Lesa meira »

Skákæfingar falla niður 2. mars

Laugardaginn 2. mars falla allar skákæfingar niður vegna þátttöku T.R. á Íslandsmóti skákfélaga í Hörpunni um helgina.   Taflfélag Reykjavíkur er með flest lið allra skákfélaga í keppninni: 6 lið í öllum fjórum deildunum.   Í fyrstu deild er A-lið TR í baráttunni um sigurinn í keppninni. Í annarri deild er B-lið TR í baráttunni um sigurinn í deildinni. Í þriðju ...

Lesa meira »

19 TR-ingar meðal þátttakenda á Reykjavík Open

Það hefur varla farið framhjá nokkrum skákáhugamanni að þessa dagana fer fram í Hörpu 28. Opna Reykjavíkurskákmótið.  Þátttaka hefur aldrei verið meiri og að venju láta liðsmenn Taflfélags Reykjavíkur sig ekki vanta en það fer nærri að tíundi hver keppandi sé TR-ingur.  Alls eru þátttakendur rúmlega 220 og á meðal þeirra spreyta sig 19 skákmenn úr TR í glæsilegu móti ...

Lesa meira »

Vignir Unglingameistari Rvk 2013 – Nansý Stúlknameistari

Umfjöllun um Barna- unglinga- og stúlknameistaramót Reykjavíkur sem fór fram um helgina má lesa hér.  Það var Sigurlaug R. Friðþjófsdóttir sem tók pistilinn saman ásamt því að taka myndir.

Lesa meira »

Undanrásir fyrir Barnablitz á Laugardagsæfingu

Á skákæfingunni í Taflfélagi Reykjavíkur í dag var keppt um tvö sæti í úrslitum Barnablitz sem fram fer í Hörpunni um næstu helgi, sem hliðarviðburður við Alþjóðlega Reykjavíkurskákmótið, Reykjavík Open.    25 krakkar mættu á æfinguna og tefldar voru 6 umferðir með 7. mín. umhugsunartíma og af keppendalistanum var ljóst að um mikla keppni yrði að ræða!    Það voru ...

Lesa meira »

Guðmundur Kjartansson: Hastings, Sevilla og Gíbraltar

Alþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson hefur tekið þátt í mörgum mótum að undanförnu og hefur skrifað skemmtilega pistla meðfram taflmennskunni.  Hér er sá nýjasti: Hastings, Sevilla og Gíbraltar   Eftir Suður-Ameríku túrinn minn í fyrra kom ég heim um jólin í 3 daga en fór svo strax aftur út til að taka þátt í Hastings á Englandi. Í Hastings hitti ég ...

Lesa meira »

A-sveit Rimaskóla Reykjavíkurmeistarar

Reykjavíkurmót grunnskólasveita fór fram á mánudag í húsnæði TR og var fjölmennt að vanda. A-sveit Rimaskóli sem skipuð var þeim Degi Ragnarssyni, Oliver Aroni Jóhannessyni, Jóni Trausta Harðarsyni og Kriistófer Jóel Jóhannessyni, sigraði með yfirburðum; hlaut 27 vinninga af 28 mögulegum en mun meiri spenna var um 2. og 3. sætið. Þar urðu hlutskarpastar A-sveit Ölduselsskóla sem hlaut silfuverðlaun með ...

Lesa meira »

Barna-og unglingameistaramót/Stúlknameistaramót Reykjavíkur

Barna- og unglingameistaramót Reykjavíkur, sem og Stúlknameistaramót Reykjavíkur, fer fram sunnudaginn 17. febrúar í félagsheimili T.R. Faxafeni 12. Taflið hefst kl.14 og stendur til ca. kl. 18. Tefldar verða 7 umferðir eftir Monrad-kerfi með umhugsunartímanum 15 mín. á skák. Teflt verður í einum flokki. Verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sætin í mótinu og þar fyrir utan hlýtur sigurvegarinn titilinn Unglingameistari Reykjavíkur 2013, sé hann búsettur í Reykjavík eða ...

Lesa meira »

Vignir Vatnar Norðurlandameistari

Vignir Vatnar Stefánsson varð rétt í þessu Norðurlandameistari í skólaskák í flokki 11 ára og yngri. Vignir sigraði Danann Aleksander Flaesen í lokaumferðinni og hlaut 5,5 vinning í sex viðureignum. Glæsilegur tvöfaldur íslenskur sigur vannst í flokki Vignis því Nansý Davíðsdóttir hafnaði í öðru sæti með 4,5 vinning en yfirburðir þeirra voru nokkrir í flokknum.  Sigur Vignis í lokaumferðinni var öruggur og ...

Lesa meira »

NM í skólaskák: Sigur hjá Vigni í fimmtu umferð

Það er óhætt að segja að skák Vignis Vatnars Stefánssonar í morgun hafi verið honum lærdómsrík.  Andstæðingur hans, Svíinn Sixten Rosager, er tæpum 200 stigum lægri en okkar maður og því mátti búast við sigri Vignis sem stýrði svörtu mönnunum.  Tefld var Sikileyjarvörn og var Vignir Vatnar fljótur að jafna taflið eftir passífa taflmennsku þess sænska í byrjuninni.  Eftir 16. ...

Lesa meira »

NM í skólaskák: Vignir í góðum málum

  Það er stíft teflt á Norðurlandamótinu í skólaskák sem fer fram að Bifröst yfir helgina; tvær skákir á dag föstudag til sunnudags.  Vignir Vatnar Stefánsson sigraði næststigahæsta keppanda flokksins, Danann Filip Boe Olsen, í þriðju umferð sem fór fram í morgun.  Skákin, sem lengi vel var jafnteflisleg í lokaðri stöðu í miðtaflinu, taldi að lokum 118 leiki þar sem ...

Lesa meira »

NM ungmenna: Sigur og jafntefli hjá Vigni í 1. og 2. umferð

Hinn ungi og efnilegi TR-ingur, Vignir Vatnar Stefánsson, heldur ótrauður áfram baráttu sinni á reitunum 64.  Vignir, sem átti tíu ára afmæli í gær fimmtudag, er meðal þátttakenda á Norðurlandamótinu í skólaskák sem fer fram á Bifröst.  Þetta er í þriðja sinn sem Vignir tekur þátt í Norðurlandamótinu en hann var aðeins átta ára gamall þegar mótið fór fram í ...

Lesa meira »