Guðmundur meðal efstu í SabadellAlþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson gerði jafntefli við Fide meistarann Arian Gonzalez Perez (2466) og sigraði spænska alþjóðlega meistarann Alfonso Jerez Perez (2376) í fjórðu og fimmtu umferð alþjóðlegs móts sem fer fram í Sabadell á Spáni.  Guðmundur hefur 3,5 vinning og er í 4.-8. sæti.  Þrír keppendur eru efstir og jafnir með 4 vinninga.  Sjötta umferð hefst í dag kl. 15 og þá hefur Guðmundur svart gegn alþjóðlegum meistara frá Chile, Luis Rojas Keim (2408).

  • Chess-Results
  • Heimasíða mótsins