Guðmundur með 2 af 3 í Sabadell



Alþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson tapaði fyrir venezúelska alþjóðlega meistaranum Jose Rafael Gascon (2268) í annari umferð alþjóðlegs móts sem fer fram í Sabadell á Spáni en vann síðan stigalágan (2092) keppanda, einnig frá Venezuela, í þriðju umferð sem fram fór í dag. 

Guðmundur hefur því 2 vinninga að loknum þremur umferðum en tveir keppendur hafa fullt hús vinninga, armenski stórmeistarinn og stigahæsti keppandi mótsins, Karen Movsziszian (2508), og spænski stórmeistarinn Pantoja Miguel Munoz (2468).  Í fjórðu umferð sem fer fram á morgun hefur Guðmundur svart gegn Fide meistaranum Arian Gonzalez Perez (2466).

32 keppendur taka þátt í flokki Guðmundar, þar á meðal tveir stórmeistarar og níu alþjóðlegir meistarar.  Stigahæstur keppenda er armenski stórmeistarinn Karen Movsziszian (2524) en Guðmundur er sjötti í stigaröðinni.  Tefldar eru níu umferðir sem allar hefjast kl. 15 að íslenskum tíma.

  • Chess-Results
  • Heimasíða mótsins