Góður lokasprettur hjá Guðmundi í Barcelona



Alþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson (2434) sigraði í síðustu tveimur umferðunum í opnu alþjóðlegu móti sem var að ljúka í Barcelona.  Í níundu umferð vann hann heimamann með 2234 stig og í þeirri síðustu Bandaríkjamann með 2310 stig.  Guðmundur hlaut 7 vinninga og hafnaði í 14.-26. sæti.  Árangur hans samsvarar 2406 stigum og lækkar hann um 2 stig.  Sigurvegari mótsins með 8,5 vinning er indverski stórmeistarinn B. Adhiban (2567) en hann var númer 11 í stigaröð keppenda.  Fjórir keppendur koma næstir með 8 vinninga, þeirra á meðal þýski stórmeistarinn Jan Gustafsson (2619) sem lagði Guðmund fyrr í mótinu.

  • Heimasíða mótsins
  • Chess-Results