Fréttir

Allar helstu fréttir frá starfi TR:

Björn Jónsson nýr formaður Taflfélags Reykjavíkur

Björn Jónsson var einróma kjörinn formaður Taflfélags Reykjavíkur á aðalfundi félagsins sem fór fram fyrr í kvöld.  Björn hefur verið virkur í stjórn félagsins undanfarin ár og tekur nú við góðu búi af Sigurlaugu Regínu Friðþjófsdóttur sem gengt hefur formennsku frá árinu 2009.  Ásamt Birni skipa stjórn félagsins starfsárið 2013-2014:   Áslaug Kristinsdóttir Bragi Þór Thoroddsen Kjartan Maack Ólafur S. ...

Lesa meira »

Á annan tug TR-inga keppti í Íslandsmótinu

Það var fríður hópur liðsmanna Taflfélags Reykjavíkur sem tók þátt í Íslandsmótinu í skák sem fór fram á 20. hæð Turnsins í Borgartúni dagana 31. maí – 8. júní.  Góð stemning var á skákstað og voru aðstæður hinar skemmtilegustu og útsýni yfir höfuðborgina stórbrotið.  Hvort sem hinn nýi keppnisstaður eða eitthvað annað hefur sett strik í reikninginn skal ósagt látið ...

Lesa meira »

Arnar Atskákmeistari Íslands

Alþjóðlegi meistarinn Arnar Erwin Gunnarsson varð í gær Atskákmeistari Íslands í fjórða sinn eftir sigur á Fide meistaranum Davíð Kjartanssyni í úrslitaeinvígi.  Arnar hefur hlotið titilinn oftast Íslendinga ásamt stórmeistaranum Helga Ólafssyni en Arnar hefur lengi verið meðal allra sterkustu skákmanna þjóðarinnar í hrað- og atskákum en hann hefur tvisvar sinnum orðið Íslandsmeistari í hraðskák.   Tefldar voru tvær atskákir ...

Lesa meira »

Krakkarnir í TR á fullu í skólaskákinni

Nýverið fóru fram Skólaskákmót Reykjavíkur sem og Landsmótið í skólaskák og að venju létu liðsmenn Taflfélags Reykjavíkur ekki sitt eftir liggja.  Skólamótin eru mikilvæg fyrir börnin og skákmenn sem komnir eru á fullorðins ár eiga gjarnan góðar minningar frá þeim.   Skólaskákmót Reykjavíkur var haldið í Laugalækjarskóla 29. apríl og var mótahald í höndum Skáksambands Íslands ásamt Skákakademíunni.  Það er ...

Lesa meira »

Róbert Hraðskákmeistari öðlinga

Lokamót Taflfélags Reykjavíkur á yfirstandandi starfsári fór fram í gærkvöldi þegar Róbert Lagerman sigraði í Hraðskákmóti öðlinga en mótið var það sextánda í röðinni hjá félaginu.  Róbert hlaut 6 vinninga í sjö umferðum en jafnir í 2.-3. sæti með 5,5 vinning urðu Gunnar Freyr Rúnarsson og, nokkuð óvænt, Jon Olav Fivelstad.  Jóhann H. Ragnarsson, Þorvarður F. Ólafsson og Einar Valdimarsson ...

Lesa meira »

Vorhátíðarskákæfing TR

Barna-og unglingastarf TR er nú komið í sumarfrí eftir viðburðaríkan og skemmtilegan vetur. Á laugardaginn var, 4. maí, fór fram vorhátíðarskákæfing í tveimur hópum. Afrekshópurinn verður svo með sér vorhátíð þegar því starfi líkur um miðjan mánuðinn.   Um morguninn 4. maí, fór fyrst fram vorhátíðaræfing í stelpuhópnum kl. 12.30-13.45. Slegið var upp liðakeppni og boðhlaupsskák sem vakti mikla lukku! ...

Lesa meira »

Hraðskákmót öðlinga fer fram á morgun

Hraðskákmót öðlinga fer fram á morgun 8. maí kl. 19.30 í félagsheimili T.R. að Faxafeni 12.Mótið er opið fyrir alla 40 ára og eldri (f. 1972 og síðar). Tefldar verða 7 umferðir með 7 mín. umhugsunartíma. Í lok mótsins fer fram verðlaunaafhending fyrir Hraðskákmótið sem og Skákmót öðlinga sem lauk s.l. miðvikudagskvöld. Þátttökugjald er kr. 500 og er í því innifalið kaffi ...

Lesa meira »

Þorvarður varði Öðlingameistaratitilinn

Þorvarður Fannar Ólafsson er Öðlingameistari annað árið í röð en hann vann sigur á Vigfúsi Ó. Vigfússyni í lokaumferð Öðlingamótsins síðastliðið miðvikudagskvöld.  Þorvarður hlaut 6 vinninga og tapaði ekki skák í mótinu.  Árangur hans jafngildir 2379 stigum sem færir honum 18 Elo stig í gróða en Þorvarður hefur verið á mikilli siglingu að undanförnu og hækkað um tæp 130 stig ...

Lesa meira »

Vignir með jafntefli í lokaumferðinni – mjög góður árangur

Heimsmeistaramóti áhugamanna – skákmanna með 2000 Elo stig og minna lauk í dag í Iasi í Rúmeníu.  Hinn tíu ára Vignir Vatnar Stefánsson lauk keppni með því að gera jafntefli við efnilega indverska stúlku og lýkur því leik í 19.-40. sæti (26. sæti eftir stigaútreikning) með 6 vinninga.  Þó svo að flestir sem fylgjast með skák hérlendis viti að Vignir ...

Lesa meira »

Vignir á flugi – sigur í áttundu umferð

Vignir Vatnar Stefánsson sigraði rúmenskan andstæðing sinn í áttundu og næstsíðustu umferð í Heimsmeistaramóti áhugamanna en Rúmeninn er meðal stigahæstu keppenda í mótinu.  Glæsilegur og mikilvægur sigur hjá Vigni sem gefur honum góða möguleika á að ljúka keppni meðal tuttugu efstu.  Vignir er nú í 22.-33. sæti með 5,5 vinning en á morgun mætir hann fimmtán ára indverskri stúlku sem ...

Lesa meira »

Vignir vann í sjöundu umferð

Vignir Vatnar Stefánsson lét ekki tap í sjöttu umferð Heimsmeistaramóts áhugamanna á sig fá og kom sterkur til baka í sjöundu umferð í dag þar sem hann vann sigur á keppanda frá Moldóvu.  Sigurinn færir Vigni upp í 36.-51. sæti með 4,5 vinning og hefur hann stigagróða upp á 44 Elo stig sem stendur.  Sannarlega góður árangur hjá Vigni þó ...

Lesa meira »

Tap hjá Vigni í sjöttu umferð

Vignir Vatnar Stefánsson tapaði fyrir rúmenskum skákmanni í sjöttu umferð Heimsmeistaramóts áhugamanna sem lauk rétt í þessu.  Vignir hafði unnið tvær skákir í röð en skákin í dag er hans önnur tapskák í mótinu en í báðum tilfellum stýrði hann svörtu mönnunum.  Vignir Vatnar stendur samt vel að vígi og er í 52.-88. sæti með 3,5 vinning þegar eftir eru ...

Lesa meira »

Öruggur sigur hjá Vigni í dag

Vignir Vatnar Stefánsson vann öruggan sigur á rúmenskum skákmanni í dag þegar fimmta umferð fór fram í Heimsmeistaramóti áhugamanna í Iasi, Rúmeníu.  Sigur Vignis, sem hafði hvítt, var mjög öruggur þar sem okkar maður var kominn með gjörunnið tafl hróki yfir eftir 20 leiki.  Sá rúmenski barðist þó áfram en játaði sigraðan eftir 50 leiki.  Rétt er að benda á ...

Lesa meira »

Vignir vann í dag – Meðal efstu í hraðskákmótinu

Vignir Vatnar Stefánsson komst aftur á sigurbraut þegar hann sigraði rúmenskan skákmann í fjórðu umferð Heimsmeistaramóts áhugamanna sem fram fór í dag.  Vignir hafði svart að þessu sinni og er sigurinn mikilvægur en nú þegar mótið er næstum hálfnað hefur Vignir 2,5 vinning og er í 53.-79. sæti og góðan stigagróða í farteskinu.  Fjórir keppendur eru efstir með fullt hús ...

Lesa meira »

Vignir Vatnar með jafntefli í þriðju umferð

Vignir Vatnar Stefánsson gerði jafntefli við skákmann frá Brunei, Kamarunsalehin Kamis, í þriðju umferð Heimsmeistaramóts áhugamanna og hefur því 1,5 vinning þegar þriðjungi móts er lokið.  Andstæðingar Vignis hafa allir verið mun stigahærri en okkar maður og úrslitin hingað til því vel ásættanleg og er Vignir með stigagróða upp á 13 stig sem stendur.  Fjórða umferð hefst á morgun klukkan ...

Lesa meira »

Vignir tapaði í dag

Vignir Vatnar Stefánsson tapaði í annarri umferð Heimsmeistaramóts áhugamanna sem fór fram í dag.  Vignir hafði svart gegn keppanda frá Mongólíu og lenti í vandræðum í miðtaflinu sem leiddi til liðstaps og varð hann að játa sig sigraðan eftir 43 leiki.  Vignir mætir án efa sterkur til leiks í þriðju umferð sem hefst á morgun kl. 12.30 en þá mætir ...

Lesa meira »

HM áhugamanna: Vignir sigraði í fyrstu umferð

Vignir Vatnar Stefánsson hóf þátttöku sína í Heimsmeistaramóti skákmanna með 2000 Elo stig og minna með sigri á kólumbíska skámanninum Paipa Hernan Martinez en sá hefur 1944 stig og er því tæplega 300 stigum hærri en Vignir.  Mjög gott hjá Vigni að byrja mótið með sigri en hann stýrði hvítu mönnunum að þessu sinni.  Töluvert var af óvæntum úrslitum og ...

Lesa meira »

Vignir Vatnar tekur þátt í Heimsmeistaramóti áhugamanna

Hinn tíu ára gamli Vignir Vatnar Stefánsson hefur farið mikinn að undanförnu og tekur nú þátt í Heimsmeistaramóti skákmanna með 2000 Elo stig eða minna.  Mótið, sem hefst á morgun, fer að þessu sinni fram í fjórðu stærstu borg Rúmeníu, Iasi.  Rúmlega 200 keppendur af 37 þjóðernum taka þátt og er Vignir Vatnar númer 132 í stigaröðinni.   Fyrsta umferð ...

Lesa meira »

Veronika hafnaði í 6. sæti í Norðurlandamótinu

Veronika Steinunn Magnúsdóttir varð sjötta í sínum flokki í Norðurlandamóti stúlkna sem fram fór í Svíþjóð um helgina.  Veronika sigraði í tveimur viðureignum, gerði eitt jafntefli og tapaði tveimur og hlaut því 2,5 vinning í skákunum fimm.  Dýrmæt reynsla sem Veronika fékk þarna og kemur hún vafalaust sterkari til leiks í næsta mót.  Það var sænska stúlkan Rina Weinman sem ...

Lesa meira »