Allar helstu fréttir frá starfi TR:
SÞR 7.umferð: Guðmundur Kjartansson og Björn Þorfinnsson efstir og mætast í næstu umferð
Guðmundur Kjartansson vann peð snemma tafls gegn Degi Ragnarssyni en gaf drottningu fyrir hrók og mann og færi með valdað frípeð. Dagur þurfti síðan að gefa heilan hrók fyrir frípeðið og þar með var Dagur að kveldi kominn. Hinn alþjóðameistarinn við toppinn, blaðamaðurinn og fyrrum forsetinn Björn Þorfinnsson vann Örn Leó Jóhannsson og deilir nú efsta sætinu með Guðmundi. ...
Lesa meira »