Vignir á flugi – sigur í áttundu umferðVignir Vatnar Stefánsson sigraði rúmenskan andstæðing sinn í áttundu og næstsíðustu umferð í Heimsmeistaramóti áhugamanna en Rúmeninn er meðal stigahæstu keppenda í mótinu.  Glæsilegur og mikilvægur sigur hjá Vigni sem gefur honum góða möguleika á að ljúka keppni meðal tuttugu efstu.  Vignir er nú í 22.-33. sæti með 5,5 vinning en á morgun mætir hann fimmtán ára indverskri stúlku sem hefur hækkað mikið á stigum að undanförnu.  Vignir hefur hvítt og sigur væri algjörlega frábær en hvernig sem fer er ljóst að hann hækkar mikið á stigum.

 

Baráttan á toppnum er orðin gríðarlega spennandi en fjórir keppendur eru nú efstir og jafnir með 7 vinninga og tveir fylgja með 6,5 vinning.  Lokaumferðin hefst á morgun kl. 12.30 að vanda.

  • Skákir Vignis
  • Chess-Results
  • Heimasíða mótsins