Fréttir

Allar helstu fréttir frá starfi TR:

Ted Cross genginn í T.R.

Bandaríkjamaðurinn Ted A. Cross (2108), starfsmaður bandaríska sendiráðsins í Reykjavík, hefur gengið í Taflfélag Reykjavíkur. Taflfélagið býður Cross velkominn í félagið.

Lesa meira »

Félagsfundur í T.R.

Almennur félagsfundur verður haldinn í TR fimmtudagskvöldið kl. 20. Fundarefni: 1. Evrópumót félagsliða í Tyrklandi 3. – 9. október 2. Kynning á vetrarstarfi TR 3. Önnur mál  Allir félagar velkomnir. Veitingar og létt taflmennska eftir fund   Stjórnin

Lesa meira »

Varaformaður TR gifti sig í dag

Varaformaður T.R., Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir, gekk að eiga Jóhann Hjört Ragnarsson, mógul þeirra T.G.inga, í dag. Athöfnin fór fram í Garðakirkju á Álftanesi, en veislan í sal T.R. í Faxafeni. Myndir frá veislunni munu berast síðar frá hirðljósmyndara kvennalandsliðsins, en þangað til verður að nægja mynd frá því í áramótaveislu kvennalandsliðsins og sérlega útvalinna gestaleikmanna.

Lesa meira »

Dagur og Guðmundur fara á HM unglinga

Dagur Arngrímsson og Guðmundur Kjartansson munu fara á HM unglinga U-20 ára, en það mót fer fram í Armeníu í október. Þeir missa því bæði af EM félagsliða og Íslandsmóti skákfélaga af þessum sökum. Til stóð að Guðmundur færi sem fulltrúi SÍ og Dagur síðan á eigin vegum, en eftir frábæran árangur Dags á mótum í Ungverjalandi í júlí, ákvað ...

Lesa meira »

Héðinn Steingrímsson stórmeistari

Héðinn Steingrímsson náði í morgun þriðja og síðasta áfanga sínum að stórmeistaratitli á móti í Tékklandi, en því lauk nú rétt áðan. Hann hefur áður náð yfir 2500 stigum og hefur því uppfyllt öll skilyrði þess, að hljóta stórmeistaratitil. Sjá mótstöflu: T.R. óskar Héðni til hamingju með árangurinn.

Lesa meira »

Spjallborð komið á TR síðuna

Jæja, þá er komið dulítið spjallborð á heimasíðu T.R. Það má nálgast á hnappinum efst á síðunni eðameð því að slá inn https://taflfelag.is/spjall

Lesa meira »

Góður dagur á Politiken

Það var heilt yfir litið ágætis dagur á Politiken Cup í dag og stóðu Íslendingarnir sig jafnan ágætlega. Guðmundur Kjartansson sigraði í sinni skák og varð efstur Íslendinga ásamt Braga Þorfinnssyni frá Löngumýri og Gylfa Þórhallssyni frá Akureyri með 6.5. vinninga af tíu mögulegum. Aron Ingi Óskarsson sigraði einnig í sinni skák og hlaut 4.5 vinninga. Þröstur Þórhallsson og Sverrir Norðfjörð ...

Lesa meira »

Slæmur dagur í Danmörku

Þröstur Þórhallsson, Guðmundur Kjartansson, Sverrir Norðfjörð og Aron Ingi Óskarsson töpuðu allir skákum sínum í 9. umferð Politiken Cup mótsins, en hún fór fram í dag. Af Íslendingunum er Hjörvar Steinn Grétarsson efstur með sex vinninga. Nánari úrslit og fréttir má sjá á www.skak.is

Lesa meira »

Dagur náði þriðja áfanga sínum að IM titli!!

Dagur Arngrímsson náði 3. áfanga sínum að alþjóðlegum meistaratitli á síðara alþjóðlega mótinu í Kecskemét í Ungverjalandi.   Dagur sigraði Tamas Vasvari (2146) og gerði svo jafntefli við Davíð Kjartansson (2324).  Dagur hlaut 8,5 vinning í 11 skákum en Davíð hlaut 6,5 vinning.   Ferðin hjá drengjunum gekk því afbragsvel.  Dagur fékk 2 áfanga en Davíð einn. Þetta er þriðji og lokaáfangi ...

Lesa meira »

Dagur með jafntefli í Kexinu

Dagur Arngrímsson gerði í dag jafntefli með svörtu gegn Hollendingnum Kodentsov (2299), en drengur sá var alinn upp í Moskvu og hóf skákferilinn með vini sínum nokkrum, dreng að nafni Grischuk. En þegar Kodentsov fluttist ungur til Hollands með foreldrum sínum skildu leiðir. Dagur hefur nú 5.5. vinninga af 7 mögulegum og þarf 1.5 vinning úr síðustu 2 til að ...

Lesa meira »

Rólegur dagur í Danaveldi

Þröstur Þórhallsson og Guðmundur Kjartansson gerðu innbyrðis jafntefli í 8. umferð Politiken skákmótsins, sem nú fer fram á Amlóðaslóðum í Danaveldi. Aron Ingi Óskarsson sigraði í sinni skák, en Sverrir Norðfjörð tapaði. Þröstur og Guðmundur hafa 5.5. vinninga, Aron Ingi 3.5 og Sverrir 3. Nánar verður sagt frá úrslitum dagsins og frammistöðu einstakra skákmanna, sem ekki eru þeirrar gæfu njótandi ...

Lesa meira »

Jafntefli í Kexinu

Dagur Arngrímsson gerði í dag jafntefli við ugverska FIDE-meistarann Richard Kereztes (2272). Hann hefur því 5 vinninga í 6 skákum og þarf aðeins tvo vinninga í síðustu þremur skákunum til að fá sinn þriðja og síðasta áfanga að alþjóðlegum meistaratitli. Davíð Kjartansson gerði jafntefli við við ungverska alþjóðlega meistarann Zoltan Sarosi (2372) og hefur 3.5 vinninga af sex. 

Lesa meira »

Góður dagur í Danmörku

Ja, góður dagur heilt yfir litið. Þröstur Þórhallsson vann Patrick Zelbel (2193), hinn unga, en sá drengur vann sér það til frægðar, að ná að fórna sig í patt gegn vefstjóra TR á móti í Lúxemborg nýlega. Guðmundur Kjartansson vann Danann Steen Pedersen (2165), Sverrir Norðfjörð gerði jafntefli en Aron Ingi Óskarsson tapaði gegn stigahærri andstæðingi. Á morgun mætast m.a. ...

Lesa meira »

Dagur vann í 5. umferð

Dagur gjörsigraði Gustavo Silva nokkurn í 5. umferð Kex-mótsins með svörtu. Hann hefur nú 4.5 vinninga í fimm skákum og þarf aðeins 2.5/4 til að fá sinn annan IM áfanga á nokkrum dögum. Davíð Kjartansson sigraði  Keresztes (2272) og hefur þrjá vinninga.  T.R. óskar Degi til hamingju með árangurinn hingað til og sendir baráttukveðjur út. En það er auðvitað Deginum ...

Lesa meira »

Guðmundur vann á Politiken

Guðmundur Kjartansson sigraði í 6. umferð Politiken mótsins. Sverrir Norðfjörð og Aron Ingi Óskarsson gerðu jafntefli, en Þröstur Þórhallsson tapaði. Af öðrum úrslitum má nefna, að Bragi Þorfinnsson gerði jafntefli við hinn sterka stórmeistara Khenkin. Nánari úrslit má nálgast á heimasíðu mótsins og/eða á Skák.

Lesa meira »

Dagur í góðum málum

Dagur stendur vel að vígi í Kex-mótinu í Ungverjalandi, þegar hann hefur lokið 4. skák sinni. Hann gerði jafntefli við Paredy, alþjóðlegan meistara, með hvítu og hefur nú 3.5 vinninga. Davíð Kjartansson tapaði í þriðju umferð og hefur einn vinning af þremur, en skák hans í 4. umferð var ólokið, þegar “blaðið fór í prentun”. Nánari fréttir verða sagðar þegar ...

Lesa meira »

Dagur vann í 3. umferð

Dagur vann í 3. umferð ungversku skákkonuna Sarolta Toth (2073) með svörtu. Hann hefur því fullt hús, 3/3 og er þá eðli málsins samkvæmt efstur í mótinu. Ekki er vitað um stöðu annarra, en Davíð Kjartansson er enn að tafli, en ku hafa góða stöðu gegn Johannes Melkevik (2069). Dagur fær síðasta alþjoðameistarann af þremur í 4. umferð, sem tefld ...

Lesa meira »

Aron Ingi vann í Politiken

Aron Ingi Óskarsson (1871) sigraði í sinni skák á Politiken Cup í Danmörku. Þröstur Þórhallsson, Guðmundur Kjartansson og Sverrir Norðfjörð töpuðu. Frekari úrslit og upplýsingar má finna á www.skak.is

Lesa meira »

Góður Dagur í Kexinu

Nú stendur yfir seinna skákmót Dags Arngrímssonar og Davíðs Kjartansson í Kexinu. Í fyrstu umferð vann Dagur IM Werner (2348) auðveldlega með svörtu mönnunum og í 2. umferð sigraði hann IM Sarosi (2372) í 19. leikjum, og tók skákin aðeins 1 klst. Davíð gerði í 1. umferð jafntefli við Kodentsvo (2299) og er nú að tefla við Cako (2168) í ...

Lesa meira »

Sigurganga Þrastar heldur áfram!

Stórmeistarinn Þröstur Þórhallsson (2461) er með fullt hús eftir fjórar umferðir á Politiken Cup skákmótinu, sem fram fer í Danmörku. Þröstur er í 1.-7. sæti og mætir Sargissian, sem sigraði Braga Þorfinnsson í 3. umferð, í 5. umferð og verður skákin sýnd beint á heimasíðu mótsins. Guðmundur Kjartansson sigraði í sinni skák, Sverrir Norðfjörð gerði jafntefli en Aron Ingi Óskarsson ...

Lesa meira »