Fyrsti sigur hvíts á Boðsmótinu



Hann lét bíða eftir sér, fyrsti sigur hvíts á alþjóðlega Boðsmótinu, en eftir að Esben Lund hafði knésett Matthías Pétursson með svörtu mönnunum í annarri umferð og unnið þar með sjötta sigur svarts í röð, tókst Jóni Viktori að leggja Daða Ómarsson með hvítu í endatafli.

Hvítur stendur samt enn höllum fæti, því Ingvar Þór Jóhannesson lagði Braga Þorfinnsson með svörtu og eru því báðir með 1 vinning.

Jón Viktor er því einn efstur með fullt hús, en í 2.-4. sæti eru Guðmundur Kjartansson, Andrzej Misiuga og Domantas Klimciauskas, allir með 1,5 vinning.

Fyrstu jafnteflin komu líka í þessari umferð, en það var í bæði skiptin síðustu skákirnar til að klárast, skákirnar Andrzej Misiuga – Kestutis Kaunas og Domantas Klimciauskas – Guðmundur Kjartansson.  Í báðum tilfellum var einungis samið eftir langt og strangt endatafl.

Hægt er að sjá úrslit mótsins hér /?c=webpage&id=154

Síðan er hægt að hlaða niður skákum 2. umferðar hér: taflfelag.is/