Tveir eiga áfangamöguleika á BoðsmótinuGuðmundur Kjartansson og Esben Lund unnu báðir skákir sínar á Boðsmótinu í kvöld, Guðmundur gegn Daða Ómarssyni og Esben gegn Andrzej Misiuga.  Þeir geta því báðir náð áfanga að alþjóðlegum meistaratitli með sigri á morgun.  Af öðrum úrslitum má nefna að Jón Viktor sigraði og heldur vinningsforskoti sínu.

Round 8 on 2007/09/24 at 17:00
Bo. No.     Name Result   Name   No.
1 10   Klimciauskas Domantas 0 – 1 IM Gunnarsson Jon Viktor 9
2 1   Petursson Matthias 0 – 1 IM Thorfinnsson Bragi 8
3 2 FM Lund Esben 1 – 0   Misiuga Andrzej 7
4 3   Omarsson Dadi 0 – 1 FM Kjartansson Gudmundur 6
5 4 FM Johannesson Ingvar Thor 1 – 0 IM Kaunas Kestutis 5

Rank after Round 8

Rk.     Name FED Rtg Club/City Pts.  TB1  Rp n w we w-we K rtg+/-
1 IM Gunnarsson Jon Viktor ISL 2427   7,0 28,00 2582 9 7 5,62 1,38 10 13,8
2 FM Lund Esben DEN 2396   6,0 17,25 2384 9 6 5,70 0,30 15 4,5
  FM Kjartansson Gudmundur ISL 2306   6,0 17,25 2401 9 6 4,84 1,16 15 17,4
4 FM Johannesson Ingvar Thor ISL 2344   5,0 16,25 2303 9 5 5,13 -0,13 15 -2,0
5 IM Thorfinnsson Bragi ISL 2389   5,0 12,75 2286 9 5 5,65 -0,65 10 -6,5
6 IM Kaunas Kestutis LTU 2273   3,5 8,25 2192 9 3,5 4,24 -0,74 10 -7,4
7   Klimciauskas Domantas LTU 2162   3,5 7,00 2192 9 3,5 3,26 0,24 15 3,6
8   Misiuga Andrzej POL 2147   2,5 6,75 2136 9 2,5 2,69 -0,19 15 -2,8
9   Omarsson Dadi ISL 1951   1,5 2,50 2026 9 1,5 1,45 0,05 15 0,8
10   Petursson Matthias ISL 1919   0,0 0,00 1569 9 0 1,42 -1,42 15 -21,3

Í síðustu umferð mætir Guðmundur Ingvari Þór Jóhannessyni með hvítu, en Esben Lund hefur svart á Braga Þorfinnsson.  Umferðin hefst kl.17 og fer fram í skákhöllinni að Faxafeni 12.  Að skákum loknum fer fram verðlaunaafhending.  Áhorfendur eru velkomnir.

Round 9 on 2007/09/25 at 17:00
Bo. No.     Name Result   Name   No.
1 5 IM Kaunas Kestutis     Klimciauskas Domantas 10
2 6 FM Kjartansson Gudmundur   FM Johannesson Ingvar Thor 4
3 7   Misiuga Andrzej     Omarsson Dadi 3
4 8 IM Thorfinnsson Bragi   FM Lund Esben 2
5 9 IM Gunnarsson Jon Viktor     Petursson Matthias 1

Rétt er að benda á að allar skákir mótsins úr 1.-8. umferð eru aðgengilegar hér: taflfelag.is/

Esben Lund hefur verið manna duglegastur að fara yfir skákir mótsins.  Hann hefur t.a.m. bent á leik sem nánast bjargar taflinu í lokastöðunni í hinni stuttu tapskák Braga Þorfinnssonar gegn Guðmundi Kjartanssyni.  Sömuleiðis hefur hann bent á jafnteflisleið fyrir Ingvar Þór Jóhannesson í innbyrðisskák þeirra félaga.  Það eru því margar athyglisverðar skákir sem tefldar hafa verið.