Grand Prix mótið annaðkvöldGrand Prix fimmtudagsmótin í Taflfélaginu hefjast annað kvöld, eins og áður auglýst. Taflfélag Reykjavíkur og Skákdeild Fjölnis standa að mótinu. Það verða sjö umferðir með sjö mínútna umhugsunartíma.

Verðlaun á fyrsta mótinu verða gefin af Zonet músík og Geimsteini.

Með þátttöku í fimmtudagsmótunum vinna keppendur sér inn stig, sem síðan verða talin að vori og vegleg verðlaun veitt fyrir þá, sem skarað hafa framúr.