Fréttir

Allar helstu fréttir frá starfi TR:

Björn Þorfinnsson efstur í a-flokki MP mótsins

Björn Þorfinnsson er efstur í a-flokki MP mótsins – Haustmóts TR 2007 eftir fallegan sigur á Guðna Stefáni Péturssyni í 5. umferð, sem fram fór í gær, fimmtudagskvöld. Björn tefldi glæsilega í gær, blés til sóknar að venju með glannalegum hætti en uppskar skemmtilega sóknarstöðu og klikkti út  með glæsilegri hróksfórn, sem tætti í sundur kóngsstöðu Guðna (VIÐBÓT: nú hefur ...

Lesa meira »

Atli Freyr óstöðvandi í b-flokki MP mótsins

Atli Freyr Kristjánsson hefur tekið örugga forystu í b-flokki MP mótsins – Haustmóts T.R. 2007 eftir sigur á Þóri Benediktssyni í 5. umferð, sem fram fór í gærkvöldi. Atli sigraði í b-flokki á síðasta ári og átti því öruggt sæti í a-flokki þetta árið, en láðist að skrá sig fyrr en skráningarfrestur var útrunninn. Sorglegt fyrir strákinn að missa af ...

Lesa meira »

Atli Freyr efstur í b-flokki

Atli Freyr Kristjánsson er efstur í b-flokki eftir sigur á Ólafi Gísla Jónssyni í 4. umferð MP mótsins, sem fram fór í dag. Af öðrum úrslitum má nefna, að Þórir Benediktsson vann Kristján Örn Elíasson. Úrslit urðu annars þessi:   Round 4 on 2007/10/28 at 14:00 Bo. No.     Name Rtg Pts. Result Pts.   Name Rtg   No. ...

Lesa meira »

Björn óstöðvandi

Björn Þorfinnsson er óstöðvandi í MP mótinu. Í dag fór fram fjórða umferð og þá sigraði hann Hrannar Baldursson með svörtu í aðeins 10 leikjum, þegar Hrannar lék skyndilega af sér manni upp úr þurru. Björn hefur, eins og er, 2 vinninga forskot, en þó ber að hafa í huga, að einni skák er ólokið. Skák Davíðs Kjartanssonar og Guðna ...

Lesa meira »

EM landsliða hefst á morgun

Evrópumót landsliða hefst á morgun, sunnudag, á Krít. Íslendingar senda sveit til keppni í opnum flokki (karlaflokki), en konurnar sitja heima að þessu sinni. T.R.ingar eru í meiri hluta liðsmanna landsliðsins. Íslenska liðið skipa: SM Hannes Hlífar Stefánsson 2574 SM Héðinn Steingrímsson 2533 SM Henrik Danielsen 2491 AM Stefán Kristjánsson 2458 SM Þröstur Þórhallsson 2448 Meðalstig íslensku sveitarinnar eru 2514 ...

Lesa meira »

Hannes teflir á Glitnir blitz

Hannes Hlífar Stefánsson, stórmeistari úr T.R., teflir í dag, laugardag 27. október, á Glitnir blitz, sem fram fer í Noregi. Þetta er sterkt hraðskákmót, þar sem m.a. Grischuk og Magnús Carlsen taka þátt, auk margra sterkra skákmanna. Hægt verður að fylgjast með mótinu á netinu í dag. Nánari upplýsingar má finna á www.skak.is

Lesa meira »

Geirþrúður vann á NM

Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir, hin efnilega skákkona úr T.R., sigraði í 1. umferð á NM stúlkna, sem fram fer í Danmörku. Stefanía Bergljót Stefánsdóttir tapaði hins vegar gegn stigaháum andstæðingi, en stóð sig vel. T.R. óskar stelpunum sínum góðs gengis í Danmörku. Sjá nánar á Skák

Lesa meira »

Ólafur Gísli efstur í b-flokki

  Ólafur Gísli Jónsson er efstur í b-flokki MP mótsins þegar þrjár umferðir hafa verið tefldar. Hann sigraði í gær Þóri Benediktsson, meðan Atli Freyr Kristjánsson og Kristján Örn Elíasson gerðu jafntefli, en þeir voru jafnir Ólafi og Þóri með 2 vinninga fyrir umferðina. Úrslit 3. umferðar urðu eftirfarandi: Round 3 on 2007/10/26 at 19:30 Bo. No.     Name ...

Lesa meira »

Björn langefstur á MP mótinu

Björn Þorfinnsson er efstur á MP mótinu með fullt hús vinninga, þegar þrjár umferðir hafa verið tefldar. Hann sigraði í gær, föstudagskvöld, Davíð Kjartansson, stigahæsta mann mótsins. Öðrum skákum lauk með jafntefli. Úrslit í a-flokki urðu eftirfarandi: Round 3 on 2007/10/26 at 19:30 Bo. No.     Name Result   Name   No. 1 2   Bergsson Stefan ½ – ...

Lesa meira »

Daði Ómarsson sigraði á 4. Grand Prix mótinu

Hinn ungi og efnilegi Daði Ómarsson sigraði á 4. Grand Prix mótinu, sem fram fór í gærkvöldi, fimmtudagskvöld, í Skákhöllinni Faxafeni 12. Næstir komu Davíð Kjartansson og Helgi Brynjarsson. Keppendur voru færri en venjulega, en mótið var þó bæði sterkt og skemmtilegt. Skákstjórn annaðist Ólafur S. Ásgrímsson, en einnig var Snorri G. Bergsson eitthvað að þvælast þarna, en gerði lítið gagn ...

Lesa meira »

Pörun í 3. umferð b-flokks MP mótsins

Ólafur G. Jónsson sigraði Pétur Jóhannesson í frestaðri skák úr 2. umferð og er efstur með 2 vinninga að lokum 2 umferðum ásamt þremur öðrum skákmönnum. Röðun í 3. umferð er eftirfarandi: Round 3 on 2007/10/26 at 19:30 Bo. No.     Name Rtg Pts. Result Pts.   Name Rtg   No. 1 1   Kristjansson Atli Freyr 1990 2 ...

Lesa meira »

Grand Prix mót í kvöld

Grand Prix mótaröð Taflfélags Reykjavíkur og Skákdeildar Fjölnis mun halda áfram í kvöld, fimmtudagskvöld. Mótið hefst kl. 19.30 og fer fram í Skákhöllinni, Faxafeni 12.

Lesa meira »

Þrír skákmenn efstir í b-flokki HTR

Þrír skákmenn eru efstir og jafnir með 2 vinninga að loknum 2. umferðum í b-flokki Haustmóts T.R. Það eru þeir: Þórir Benediktsson, Kristján Örn Elíasson og Atli Freyr Kristjánsson. Úrslit í 2. umferð voru eftirfarandi:   Round 2 on 2007/10/24 at 19:30 Bo. No.     Name Rtg Pts. Result Pts.   Name Rtg   No. 1 8   Thorsteinsson ...

Lesa meira »

Afmælisbarnið efst á Haustmótinu

Það er ákveðinn jafnteflisfnykur í loftinu í a-flokki Haustmótsins þetta skiptið. Í fyrstu umferð fengust aðeins ein hrein úrslit, en að þessu tvöfaldaðist sú tala. Engu að síður hafa 7 skákir af 10 endað með jafntefli. Björn Þorfinnsson sigraði Sigurbjörn J. Björnsson í stórleik 2. umferðar og Davíð Kjartansson sigraði Hrannar Baldursson. Björn á afmæli í dag, 25. október og ...

Lesa meira »

1. umferð á MP mótinu

1. umferð Haustmótsins fór fram í dag í Skákhöllinni í Faxafeni 12. Teflt er í tveimur flokkum, lokuðum a-flokki og opnum b-flokki. Alls tekur 31 skákmaður þátt í mótinu. Í a-flokki náðust aðeins ein hrein úrslit, en Björn Þorfinnsson vann skjótan sigur á Jóhanni H. Ragnarssyni, sem lék illilega af sér í byrjuninni. Öðrum skákum lauk með jafntefli. Úrslit í ...

Lesa meira »

MP mótið byrjar í dag

MP mótið – Haustmót T.R. 2007 hefst í dag, sunnudag, kl. 14.00 í Faxafeni 12. Að þessu sinni verða aðeins tveir flokkar, lokaður a-flokkur og opinn b-flokkur. Í a-flokki er búið að draga um töfluröð og tefla eftirfarandi skákmenn saman í 1. umferð: Round 1 on 2007/10/21 at 14:00 Bo. No.     Name Result   Name   No. 1 ...

Lesa meira »

Haustmót T.R.

Haustmót Taflfélags Reykjavíkur 2007 – MP mótið 2007 Sunnudaginn 21. október kl. 14:00 hefst Haustmót Taflfélags Reykjavíkur – MP mótið 2007. Mótið er eitt af aðalmótum vetrarins í reykvísku skáklífi og er jafnframt meistaramót TR. Það er áratuga gömul hefð fyrir hinu vinsæla Haustmóti TR og er það flokkaskipt. Það er öllum opið og eru skákmenn hvattir til þátttöku í ...

Lesa meira »

MP mótið – Haustmót T.R. 2007 hefst á sunnudaginn

MP mótið – Haustmót T.R. 2007 hefst nk. sunnudag í Skákhöllinni í Faxafeni. Mótið er, eins og nafnið gefur til kynna, styrkt af MP fjárfestingabanka. Verðlaun í a-flokki verða: 100.000, 60.000, 40.000. Teflt verður á sunnudögum, miðvikudögum og föstudögum, eins og venjulega, í lokuðum flokkum, nema hvað neðsti flokkurinn verður opinn. Mótið fer semsagt fram með hefðbundnu sniði. Áhugasamir eru ...

Lesa meira »

T.R. efst í Íslandsmóti skákfélaga

A-sveit Taflfélags Reykjavíkur hefur 3,5 vinnings forskot á Helli og Hauka eftir fyrri hluta Íslandsmóts skákfélaga, en mótið fór fram í Rimaskóla um helgina. Staðan: TR 25 v. Hellir-a 21½ v. (8 stig) Haukar 21½ v. (6 stig) Fjölnir 20 v. Hellir-b 12½ v. SA-b 11½ v. SA-a 10 v. TV 6 v Fyrir a-sveit T.R. tefldu: 1. Hannes Hlífar ...

Lesa meira »