Fréttir

Allar helstu fréttir frá starfi TR:

Atli Freyr sigraði í b-flokki MP mótsins

Atli Freyr Kristjánsson, hinn efnilegi skákmaður úr Helli, sigraði örugglega í b-flokki MP mótsins, annað árið í röð. Úrslit í 8. umferð voru eftirfarandi: 1 9   Oskarsson Aron Ingi 1755 4½ 0 – 1 6   Kristjansson Atli Freyr 1990 1 2 4   Brynjarsson Helgi 1830 4½ ½ – ½ 5   Eliasson Kristjan Orn 1825 5 3 ...

Lesa meira »

Björn öruggur sigurvegari MP mótsins

Björn Þorfinnsson sigraði örugglega á MP mótinu – Haustmóti T.R., en 8. umferð lauk í gær. Björn tryggði sér sigur með sigri á Stefáni Bergssyni. Önnur úrslit voru eftirfarandi: Round 8 on 2007/11/06 at 19:30 Bo. No.     Name Result   Name   No. 1 10   Baldursson Hrannar 1 – 0   Bjornsson Sverrir Orn 9 2 1 ...

Lesa meira »

Röðun í 8. umferð b-flokks MP mótsins

Nokkrar frestaðar skákir voru tefldar í gærkvöldi í b-flokki MP mótsins, HTR 2007. Þær höfðu þó ekki beina þýðingu fyrir toppbaráttuna, en þar er Atli Freyr Kristjánsson efstur sem fyrr, en nokkrir skákmenn fylgja í humátt á eftir. Þegar frestuðum skákum er lokið í b-flokki MP mótsins er staðan eftirfarandi: 1   Kristjansson Atli Freyr ISL 1990 Hellir 6,0 22,0 ...

Lesa meira »

Öllum skákum lokið í a-flokki

Síðustu frestuðu skákunum í a-flokki MP mótsins er nú lokið. Björn Þorfinnsson sigraði Sverri Örn Björnsson, og Davíð Kjartansson vann Guðna Stefán Pétursson. Staðan er því eftirfarandi: Rank after Round 7 Rk.     Name FED Rtg Club/City Pts.  TB1  Rp n w we w-we K rtg+/- 1 FM Thorfinnsson Bjorn ISL 2323 Hellir 6,5 19,75 2597 9 6,5 4,82 ...

Lesa meira »

Jólaskapið komið í a-flokk MP mótsins

Já, það verða gleði- og friðarjól í skákinni, ef marka má 7. umferð MP mótsins, en öllum skákum 7. umferðar lauk með jafntefli. Skákmenn voru þó friðsamir aðeins skv. úrslitunum, en hart var barist í hverri skák. Round 7 on 2007/11/04 at 14:00 Bo. No.     Name Result   Name   No. 1 4   Ragnarsson Johann ½ – ...

Lesa meira »

Davíð vann Sverri Örn í frestaðri skák

Í dag, laugardag, fór fram frestuð skák úr a-flokki Haustmótsins. Davíð Kjartansson sigraði Sverri Örn Björnsson með hvítu. Davíð hefur því 2,5 vinninga og á einni skák ólokið, gegn Guðna Stefáni Péturssyni, en  Sverrir hefur 2 vinninga og á sömuleiðis einni skák ólokið, gegn Birni Þorfinnssyni. 7. umferð fer fram á morgun, sunnudag, og fer fram í Skákhöll Reykjavíkur, Faxafeni ...

Lesa meira »

Hrafninn flýgur!

Í fjarveru forystuhúnsins, Björns Þorfinnssonar, sem fékk frestað í 6. umferð, var hart barist í a-flokki MP mótsins – Haustmóts TR. Sigurbjörn J. Björnsson sigraði sína fyrstu skák í mótinu og Misiuga lagði Davíð Kjartansson, að mér skilst með því, að festa Davíð í mátneti. Hrannar Baldursson og Guðni Stefán Pétursson gerðu jafntefli í furðulegri skák Hrafn Loftsson lektor, sem ...

Lesa meira »

Atli Freyr heldur forystunni

Atli Freyr Kristjánsson heldur forystunni í b-flokki MP mótsins – Haustmóts TR eftir sigur á Svanbergi Má Pálssyni. Þegar vefstjóri mætti á svæðið um 20 mínútum eftir að umferð hófst hafði Atli þegar knúið fram sigur og keppendur voru farnir af vettvangi. Þetta virðist fylgja forystusauðunum, en efsti maður í a-flokki hefur unnið tvær örskákir á mjög skömmum tíma. Aðeins ...

Lesa meira »

Geirþrúður og Stefanía á NM stúlkna

Íslendingar sendu 7 fulltrúa til þátttöku í þremur flokkum á Norðurlandamóti stúlkna, sem nýverið er lokið, en þetta mót er nú haldið í fyrsta sinn. Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir og Stefanía Bergljót Stefánsdóttir um T.R. voru fulltrúar Íslands í yngsta flokki, C-flokki. Stelpurnar stóðu sig almennt með stakri prýði og fékk Hallgerður Helga silfrið í sínum flokki, en aðeins Inna Agrest, ...

Lesa meira »

Jóhann sigraði á Grand Prix mótinu

Jóhann H. Ragnarsson, tengdavaraformaður T.R., sigraði á Grand Prix móti T.R. og Fjölnis, en 5. mótið í röðinni fór fram í gærkvöldi, fimmtudagskvöld. Hann tapaði fyrir Vigfúsi Óðni Vigfússyni í 1. umferð, en sigraði aðrar skákir. Elsa María Kristínardóttir fékk kvennaverðlaun og Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir unglingaverðlaun, þ.e. fyrir keppendur á grunnskólaaldri. Verðlaunahafar voru að þessu sinni leystir út með tónlistarverðlaunum ...

Lesa meira »

Grand Prix mót í kvöld

Hið sívinsæla Grand Prix mót Taflfélags Reykjavíkur og Skákdeildar Fjölnis verður haldið í kvöld, fimmtudagskvöld kl. 19.30. Mótsstaður er Skákhöll Reykjavíkur, Faxafeni 12. Að þessu móti loknu verður farið að taka saman stöðu keppenda í Grand Prix mótaröðinni, en eins og menn vita verða vegleg verðlaun fyrir heildarstig í keppninni, ferð á Politiken Cup mótið í Danmörku næsta sumar. Það ...

Lesa meira »

Björn Þorfinnsson efstur í a-flokki MP mótsins

Björn Þorfinnsson er efstur í a-flokki MP mótsins – Haustmóts TR 2007 eftir fallegan sigur á Guðna Stefáni Péturssyni í 5. umferð, sem fram fór í gær, fimmtudagskvöld. Björn tefldi glæsilega í gær, blés til sóknar að venju með glannalegum hætti en uppskar skemmtilega sóknarstöðu og klikkti út  með glæsilegri hróksfórn, sem tætti í sundur kóngsstöðu Guðna (VIÐBÓT: nú hefur ...

Lesa meira »

Atli Freyr óstöðvandi í b-flokki MP mótsins

Atli Freyr Kristjánsson hefur tekið örugga forystu í b-flokki MP mótsins – Haustmóts T.R. 2007 eftir sigur á Þóri Benediktssyni í 5. umferð, sem fram fór í gærkvöldi. Atli sigraði í b-flokki á síðasta ári og átti því öruggt sæti í a-flokki þetta árið, en láðist að skrá sig fyrr en skráningarfrestur var útrunninn. Sorglegt fyrir strákinn að missa af ...

Lesa meira »

Atli Freyr efstur í b-flokki

Atli Freyr Kristjánsson er efstur í b-flokki eftir sigur á Ólafi Gísla Jónssyni í 4. umferð MP mótsins, sem fram fór í dag. Af öðrum úrslitum má nefna, að Þórir Benediktsson vann Kristján Örn Elíasson. Úrslit urðu annars þessi:   Round 4 on 2007/10/28 at 14:00 Bo. No.     Name Rtg Pts. Result Pts.   Name Rtg   No. ...

Lesa meira »

Björn óstöðvandi

Björn Þorfinnsson er óstöðvandi í MP mótinu. Í dag fór fram fjórða umferð og þá sigraði hann Hrannar Baldursson með svörtu í aðeins 10 leikjum, þegar Hrannar lék skyndilega af sér manni upp úr þurru. Björn hefur, eins og er, 2 vinninga forskot, en þó ber að hafa í huga, að einni skák er ólokið. Skák Davíðs Kjartanssonar og Guðna ...

Lesa meira »

EM landsliða hefst á morgun

Evrópumót landsliða hefst á morgun, sunnudag, á Krít. Íslendingar senda sveit til keppni í opnum flokki (karlaflokki), en konurnar sitja heima að þessu sinni. T.R.ingar eru í meiri hluta liðsmanna landsliðsins. Íslenska liðið skipa: SM Hannes Hlífar Stefánsson 2574 SM Héðinn Steingrímsson 2533 SM Henrik Danielsen 2491 AM Stefán Kristjánsson 2458 SM Þröstur Þórhallsson 2448 Meðalstig íslensku sveitarinnar eru 2514 ...

Lesa meira »

Hannes teflir á Glitnir blitz

Hannes Hlífar Stefánsson, stórmeistari úr T.R., teflir í dag, laugardag 27. október, á Glitnir blitz, sem fram fer í Noregi. Þetta er sterkt hraðskákmót, þar sem m.a. Grischuk og Magnús Carlsen taka þátt, auk margra sterkra skákmanna. Hægt verður að fylgjast með mótinu á netinu í dag. Nánari upplýsingar má finna á www.skak.is

Lesa meira »

Geirþrúður vann á NM

Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir, hin efnilega skákkona úr T.R., sigraði í 1. umferð á NM stúlkna, sem fram fer í Danmörku. Stefanía Bergljót Stefánsdóttir tapaði hins vegar gegn stigaháum andstæðingi, en stóð sig vel. T.R. óskar stelpunum sínum góðs gengis í Danmörku. Sjá nánar á Skák

Lesa meira »

Ólafur Gísli efstur í b-flokki

  Ólafur Gísli Jónsson er efstur í b-flokki MP mótsins þegar þrjár umferðir hafa verið tefldar. Hann sigraði í gær Þóri Benediktsson, meðan Atli Freyr Kristjánsson og Kristján Örn Elíasson gerðu jafntefli, en þeir voru jafnir Ólafi og Þóri með 2 vinninga fyrir umferðina. Úrslit 3. umferðar urðu eftirfarandi: Round 3 on 2007/10/26 at 19:30 Bo. No.     Name ...

Lesa meira »

Björn langefstur á MP mótinu

Björn Þorfinnsson er efstur á MP mótinu með fullt hús vinninga, þegar þrjár umferðir hafa verið tefldar. Hann sigraði í gær, föstudagskvöld, Davíð Kjartansson, stigahæsta mann mótsins. Öðrum skákum lauk með jafntefli. Úrslit í a-flokki urðu eftirfarandi: Round 3 on 2007/10/26 at 19:30 Bo. No.     Name Result   Name   No. 1 2   Bergsson Stefan ½ – ...

Lesa meira »