Fjórir efstir á Öðlingamótinu



Kristján Guðmundsson (2264), Jóhann H. Ragnarsson (2085), Magnús Gunnarsson (2128) og Björn Þorsteinsson (2198) eru efstir og jafnir með 2,5 vinning að lokinni þriðju umferð Skákmóts öðlinga sem fram fór í húsnæði Skáksambands Íslands í gærkvöldi, miðvikudagskvöld.

Rétt er að vekja athygli á myndaalbúmi Gunnars Björnssonar  frá mótinu.

Á efstu borðunum gerðu Garðbæingarnir Jóhann H. Ragnarsson og Kristján Guðmundsson jafntefli, sömuleiðis Björn Þorsteinsson og Jóhann Örn Sigurjónsson. Á þriðja borði sigraði  Magnús Gunnarsson, núverandi Öðlingameistari, Eirík Kolbein Björnsson.

Einni skák var frestað, en Vigfús Vigfússon, einn allra ötulasti þjónn skákhreyfingarinnar á Íslandi, var þá að stjórna unglingaskákmóti annars staðar í Feninu. Pörun 4. umferðar mun liggja fyrir þegar öllum skákum verður lokið.

Jóhann H. Ragnarsson heldur áfram að rífa sig upp og hefur grætt 15 stig á mótinu, það sem af er. Af öðrum keppendum má nefna að Páll Þórhallsson lögfræðingur hefur tvo vinninga, en hann “tók Hrafn á þetta” á Íslandsmóti skákfélaga í mars og hefur greinilega fengið bakteríuna að nýju, en það eru ábyggilega liðin um 25 ár síðan hann lagði af skákiðkun.

Um önnur úrslit og frammistöðu keppenda vísast til taflna hér að neðan.

Úrslit 3. umferðar:

 

Name Rtg Result  Name Rtg
Ragnarsson Johann  2020 ½ – ½  Gudmundsson Kristjan  2240
Sigurjonsson Johann O  2050 ½ – ½  Thorsteinsson Bjorn  2180
Bjornsson Eirikur K  1960 0 – 1  Gunnarsson Magnus  2045
Loftsson Hrafn  2225 1 – 0  Jonsson Sigurdur H  1830
Thorhallsson Pall  2075 1 – 0  Benediktsson Frimann  1790
Nordfjoerd Sverrir  1935 1 – 0  Karlsson Fridtjofur Max  1365
Gardarsson Hordur  1855        Vigfusson Vigfus  1885
Magnusson Bjarni  1735 ½ – ½  Eliasson Kristjan Orn  1865
Saemundsson Bjarni  1820 1 – 0  Gudmundsson Einar S  1750
Fridthjofsdottir Sigurl  Regin  1670 1 – 0  Jensson Johannes  1490
Schmidhauser Ulrich  1395 1      bye  

Staðan:

 

Rk. Name RtgI RtgN Pts.  Rp rtg+/-
1 Gudmundsson Kristjan  2264 2240 2,5  2092 -0,6
2 Ragnarsson Johann  2085 2020 2,5  2362 15,0
3 Gunnarsson Magnus  2128 2045 2,5  2279 2,3
4 Thorsteinsson Bjorn  2198 2180 2,5  2295 5,3
5 Sigurjonsson Johann O  2184 2050 2,0  2160 -0,6
  Saemundsson Bjarni  1919 1820 2,0  2030 6,9
7 Thorhallsson Pall  0 2075 2,0  0  
  Nordfjoerd Sverrir  2008 1935 2,0  1831 -2,8
9 Loftsson Hrafn  2248 2225 2,0  1948 -9,9
10 Bjornsson Eirikur K  2024 1960 1,5  2047 1,5
11 Magnusson Bjarni  1913 1735 1,5  0 -2,3
12 Eliasson Kristjan Orn  1917 1865 1,5  2027 5,6
13 Benediktsson Frimann  1950 1790 1,0  1727 0,0
  Karlsson Fridtjofur Max  0 1365 1,0  0  
15 Vigfusson Vigfus  2052 1885 1,0  0 0,0
  Gardarsson Hordur  1969 1855 1,0  0 0,0
17 Jonsson Sigurdur H  1883 1830 1,0  1962 2,4
18 Fridthjofsdottir Sigurl  Regin  1829 1670 1,0  1674 -10,1
  Schmidhauser Ulrich  0 1395 1,0  0  
20 Gudmundsson Einar S  1670 1750 0,5  0 5,0
21 Jensson Johannes  0 1490 0,0  1258