Dagur Andri Friðgeirsson Ungingameistari Reykjavíkur í skákDagur Andri Friðgeirsson, 13 ára og  Hallgerður H Þorsteinsdóttir, 15 ára, urðu í efsta sæti  á dögunum á Unglingameistaramóti Reykjavíkur. Þau háðu einvígi um Unglingameistaratitil Reykjavíkur í Skákhöllinni á fimmtudagskvöld. Tefldar voru fyrst tvær skákir með fimmtán mínútna umhugsunartíma, sama tíma og í mótinu. 

 

 

 

Lauk þeirri viðureign svo að bæði náðu sigri með hvítu og voru því enn jöfn. Var þá umhugsunartíminn styttur í tíu mínútur og náði Dagur Andri að knýja fram sigur í báðum skákunum og ljúka þar með einvíginu með 3-1 sigri.

 

Dagur Andri er fæddur í janúar 1995 og er sterkasti skákmaður landsins í sínum aldursflokki.

 

 

Verðlaun voru afhent af mótsstjóranum Óttari Felix Haukssyni formanni Taflfélags Reykjavíkur.