Fréttir

Allar helstu fréttir frá starfi TR:

Skeljungsmótið – Skákþing Rvk hefst 6. janúar

Skeljungsmótið – Skákþing Reykjavíkur 2008 mun hefjast sunnudaginn 6. janúar 2008. Teflt verður, að venju, á sunnudögum kl. 14.00 og miðvikudögum og föstudögum kl. 19.30. Teflt verður í einum flokki, opnum öllum skákmönnum. Verðlaun verða: 1. sæti: 100.0002. sæti:   60.0003. sæti:   40.000 Þátttökugjöld verða (með fyrirvara): 3.000 krónur fyrir fullorðna / 1.500 kr. fyrir grunnskólabörn. Sigurvegarinn hlýtur jafnframt nafnbótina Skákmeistari ...

Lesa meira »

Rimaskóli sigraði á Jólamóti grunnskóla, eldri flokki

Sveit Rimaskóla sigraði örugglega á Jólamóti grunnskóla í Reykjavík, eldri flokki, en það fór fram í gærkvöldi,mánudaginn 10. desember. Sveitin fékk 19 vinninga af 20 mögulegum. Laugalækjarskóli lenti í öðru sæti og Húsaskóli í því þriðja. Mótið er samstarfsverkefni Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur og Taflfélags Reykjavíkur og hefur verið haldið í vel á þriðja áratug. Þátttaka var frekar dræm, en aðeins ...

Lesa meira »

Rimaskóli sigraði á Jólamóti grunnskóla (yngri flokki)

A-sveit Rimaskóla sigraði örugglega á Jólamóti grunnskóla í Reykjavík, yngri flokki, en það fór fram sl sunnudag, 9. desember. Sveitin fékk fullt hús vinninga, 24 vinninga af 24 mögulegum. B-sveit skólans lenti í öðru sæti og a-sveit Laugalækjarskóla í því þriðja. Mótið er samstarfsverkefni Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur og Taflfélags Reykjavíkur og hefur verið haldið í vel á þriðja áratug. Þátttaka ...

Lesa meira »

Henrik Danielsen sigraði á 9. Grandprix mótinu

Henrik Danielsen stórmeistari sigraði á 9. og næstíðasta móti Grand Prix mótaraðar Fjölnis og TR síðastliðið fimmtudagsmót. Henrik hlaut átta vinninga af níu mögulegum. Davíð Kjartansson, sigursælasti skákmeistari Grand Prix mótaraðarinnar, varð í öðru sæti með sjö og hálfan vinning. Davíð tókst þó að sigra Henrik, en tap fyrir Jóhanni H. Ragnarssyni og jafntefli við Vigfús Vigfússon kom í veg fyrir ...

Lesa meira »

Jóhann Örn Sigurjónsson atskákmeistari öðlinga

Jóhann Örn Sigurjónsson sigraði á atskákmóti öðlinga, sem er nýlokið.  Jóhann var jafn Hrafni Loftssyni að vinningum, en hafði betur að loknum stigaútreikningi.  Í 3.-5. sæti urðu Magnús Gunnarsson, Björn Þorsteinsson og Júlíus Friðjónsson. Lokastaðan:  1 4 Jóhann Örn Sigurjónsson 2050 ISL KR 6½ 38½  2 1 Hrafn Loftsson 2225 ISL TR 6½ 37½  3 7 Magnús Gunnarsson 1975 ISL SSON 6 38  4 2 Björn Þorsteinsson 2220 ISL TR 6 37  5 3 Júlíus Friðjónsson 2150 ISL TR 6 35½  6 10 Kristján Örn Elíasson 1870 ISL TR 5 29  7 8 Vigfús Ó Vigfússon 1935 ISL Hellir 4½ 40  8 6 Kári Sólmundarson 1990 ISL TV 4½ 39  9 13 Frímann Benediktsson 1765 ISL TR 4½ 27  10 5 Sverrir Norðfjörð 2005 ISL TR 4 40  11 9 Hörður Garðarsson 1870 ISL TR 4 30  12 12 Sigurður Helgi Jónsson 1775 ISL SR 3½ 33  13 15 Bjarni Friðriksson 1565 ISL SR 3½ 32  14 16 Ulrich Schmidhauser 1520 ISL TR 2½ 30½  15 11 Páll Sigurðsson 1870 ISL TG 2 35½  16 14 Guðmundur Björnsson 1670 ISL   2 31½  17 17 Pétur Jóhannesson 1140 ISL TR 1 31   

Lesa meira »

9. Grand Prix mótið í kvöld

Níunda Grand Prix mótið fer fram í Skákhöllinni, Faxafeni 12 og hefst kl. 19.30. Stjórn T.R. skorar á alla skák-  og skákáhugamenn að mæta á þetta stórskemmtilega mót. Davíð Kjartansson er langefstur í Grand Prix mótasyrpunni.

Lesa meira »

Davíð Kjartansson sigraði á Grand Prix-móti

Grand Prix mótaröð TR og Fjölnis í hraðskák var fram haldið í Skákhöllinni í Faxafeni á fimmtudagskvöldinu. Davíð Kjartansson tryggði sér efsta sætið með góðum sigri á Jóhanni H.Ragnarssyni í lokaumferðinni.Davíð leiðir samanlögðu stigakeppnina með nokkrum yfirburðum. Lokastaðan í stigamótinu var eftirfarandi:                                                                                     1..Davíð Kjartansson……….7.5 v 2..Jóhann H. Ragnarsson….7.0 v 3..Daði Ómarsson……………6.0 v 4..Óttar Felix Hauksson…….5.0 v 5..Matthías Pétursson……….4.5 v 6..Sigurlaug ...

Lesa meira »

Jóhann Örn og Hrafn Loftsson efstir á skákmóti öðlinga

Jóhann Örn Sigurjónsson og Hrafn Loftsson eru efstir á skákmóti öðlinga að loknum 6.umferðum hafa hlotið 4.5 vinning,en keppnin er afar jöfn og spennandi og útlit fyrir skemmtilegt lokakvöld á miðvikudaginn kemur,þegar þrjár síðustu umferðirnar verða tefldar. En úrslit í gærkvöldi urðu eftirfarandi. Round 4 on 2007/11/21 at 19:30 Bo. No.     Name Pts. Result Pts.   Name   ...

Lesa meira »

Unglingaæfing í dag

Unglingaæfing verður haldin í Taflfélaginu í dag frá 14-16. Allir undir 15 ára eru velkomnir. Umsjónarmaður unglingaæfinga er Guðni Stefán Pétursson.

Lesa meira »

Davíð Kjartansson sigraði á 7. Grand Prix mótinu

Davíð Kjartansson bar sigur úr býtum á sjöunda Grand Prix-mótinu, sem var haldið í kvöld. Davíð hlaut 5 vinninga af 6 mögulegum. Í öðru og þriðja sæti urðu Arnar E.Gunnarsson og Þorvarður F. Ólafsson með 4.5 vinning. Geirþrúður A.Guðmundsdóttir hlaut kvennaverðlaunin og Friðrik Þjálfi Stefánsson unglingaverðlaunin. Verðlaunin voru, að venju, í boði Senu, Zonets, 12 Tóna, Smekkleysu og Geimsteins. Um ...

Lesa meira »

Grand Prix mótaröðin heldur áfram í kvöld

Grand Prix mótaröðin heldur áfram í kvöld. Taflið hefst kl. 19.30 í Skákhöll Reykjavíkur að Faxafeni 12, 2. hæð. Tefldar verða 7 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma. Verðlaun verða eins og áður í boði Senu, Zonets, 12 Tóna, Smekkleysu og Geimsteins. Davíð Kjartansson er efstur í syrpunni, en næstir koma Jóhann H. Ragnarsson og Daði Ómarsson. Um fyrri úrslit og ...

Lesa meira »

Atskákmót öðlinga hafið

Atskákmót öðlinga 2007 hófst í kvöld. Sextán keppendur eru skráðir til leiks. Meðal þeirra eru meistari síðasta árs, Júlíus L. Friðjónsson, skákmeistari T.R. 2007, Hrafn Loftsson, og margfaldur meistari, Björn Þorsteinsson. Úrslit:   Round 1 on 2007/11/14 at 19:30 Bo. SNo. Name Pts Res. Pts Name SNo. 1 9 Hörður Garðarsson 0 0 – 1 0 Hrafn Loftsson 1 2 ...

Lesa meira »

Yfirlýsing frá formanni T.R.

Formaður T.R. birti eftirfarandi yfirlýsingu vegna Íslandsmóts unglingasveita á Skákhorninu og fór fram á, að sama yfirlýsing yrði einnig birt á vefsvæði Taflfélagsins. Taflfélag Reykjavíkur harmar að sveitirnar sem ráðgert var að senda skyldu ekki mæta. Ástæðan fyrir þessu var sú að á stjórnarfundi TR á fimmtudagskvöldinu (mánudagskvöldinu; innskot vefstjóri) fyrir mót fóru fram umsjónarmannskipti með unglingastarfinu. Einhver misskilningur varð hvort gamli eða ...

Lesa meira »

Atskákmót öðlinga hefst í kvöld

Atskákmót öðlinga 2007 hefst í kvöld, 14. nóv, og verður fram haldið miðvikudagana 21. og 28. nóv. Taflið hefst kl. 19:30 alla dagana. Tefldar verða 9 umferðir   Þrjár skákir á kvöldi. Umhugsunartími 25 mín. á skák.   Þátttökurétt hafa allir sem eru 40 ára og eldri. Heyrst hefur, að Gunnar Björnsson, sem nýlega varð fertugur, ætli að mæta til leiks, en ...

Lesa meira »

Hjörvar sigraði á hraðskákmóti TR – Kristján Örn hraðskákmei

Hraðskákmót TR  MP-Mótið 2007.   Hjörvar Steinn Grétarsson sigraði á Hausthraðskákmóti TR – MP mótinu Hjörvar hlaut 6.5 vinning af 7 mögulegum. Í öðru sæti varð Bragi Halldórsson með 6.vinninga og  í þriðja sæti varð Kristján Örn Elíasson með 5.vinninga, Kristján Örn er því hraðskákmeistari TR 2007, þar eð Hjörvar og Bragi eru tefla fyrir Helli.                                         En úrslit urðu ...

Lesa meira »

Hausthraðskákmótið í kvöld

Hausthraðskákmótið hefst í kvöld kl. 19.30. Jafnframt fer fram verðlaunaafhending fyrir Haustmótið. Allir velkomnir

Lesa meira »

Fáheyrðir yfirburðir Björns í MP mótinu

Björn Þorfinnsson sigraði örugglega á MP mótinu – Haustmóti T.R. 2007 með 8,5 vinninga af 9 mögulegum, gerði aðeins jafntefli við Andrzej Misiuga. Björn var þremur vinningum á undan næstu mönnum, Hrafni Loftssyni, skákmeistara T.R. 2007, og Sigurbirni J. Björnssyni, sem fékk flesta vinninga aukafélaga í T.R. Árangur Björns samsvarar 2620 eló-stigum! Úrslit í 9. umferð voru eftirfarandi: Round 9 ...

Lesa meira »

Atli Freyr sigraði örugglega í b-flokki MP mótsins

Atli Freyr Kristjánsson sigraði örugglega í b-flokki MP mótsins, Haustmóts T.R. 2007.  Þetta er annað árið í röð, að hann sigraði í b-flokki. Næstur kom Kristján Örn Elíasson. Úrslit í 9. umferð urðu eftirfarandi:   Round 9 on 2007/11/09 at 19:30 Bo. No.     Name Rtg Pts. Result Pts.   Name Rtg   No. 1 1   Kristjansson Atli ...

Lesa meira »

Atskákmót öðlinga 2007

                    Atskákmót öðlinga 2007.   Atskákmót öðlinga 2007 hefst miðvikudaginn 14. nóv n.k. og verður fram haldið miðvikudagana 21. og 28. nóv. Taflið hefst kl. 19:30 alla dagana. Tefldar verða 9 umferðir   Þrjár skákir á kvöldi. Umhugsunartími 25 mín. á skák.   Þátttökurétt hafa allir sem eru 40 ára og eldri.   Teflt verður í félagsheimili TR í Faxafeni ...

Lesa meira »

Röðun tilbúin í b-flokki MP mótsins

Frestaðri skák Þóris Benediktssonar og Frímanns Benediktssonar lauk með jafntefli. Staðan fyrir síðustu umferð í b-flokki er því ljós og Atli Freyr Kristjánsson er öruggur sigurvegari.  Rank after Round 8 Rk.     Name FED Rtg Club/City Pts.  TB1   TB2   TB3  Rp n w we w-we K rtg+/- 1   Kristjansson Atli Freyr ISL 1990 Hellir 7,0 29,0 33,0 37,0 ...

Lesa meira »