Davíð Kjartansson sigraði á 7. Grand Prix mótinu



Davíð Kjartansson bar sigur úr býtum á sjöunda Grand Prix-mótinu, sem var haldið í kvöld. Davíð hlaut 5 vinninga af 6 mögulegum. Í öðru og þriðja sæti urðu Arnar E.Gunnarsson og Þorvarður F. Ólafsson með 4.5 vinning. Geirþrúður A.Guðmundsdóttir hlaut kvennaverðlaunin og Friðrik Þjálfi Stefánsson unglingaverðlaunin.

Verðlaunin voru, að venju, í boði Senu, Zonets, 12 Tóna, Smekkleysu og Geimsteins.

Um stöðuna í Grand Prix mótaröðinni og fyrri úrslit, sjá heimasíðu mótsins (verður uppfært við fyrsta tækifæri):

Lokastaðan í 7. Grand Prix mótinu:

  1. Davíð Kjartansson…………………5.0 v af 6.
  2. Arnar E.Gunnarsson………………4.5 v
  3. Þorvarður F.Ólafsson…………….4.5 v
  4. Geirþrúður A.Guðmundsdóttir..4.0 v
  5. Daði Ómarsson………………………3.5 v
  6. Sigurlaug R.Friðþjófsdóttir…….3.0 v
  7. Friðrik Þ.Stefánsson………………3.0 v
  8. Kristján Ö. Elíasson……………….3.0 v
  9. Stefán Bergsson……………………..2.5 v
  10. Friðþjófur M.Karlsson……………2.0 v
  11. Páll H.Sigurðsson…………………..1.0 v

Skákstjóri: Helgi Árnason.