Arnar Gunnarsson sigraði og fékk fyrstu Grand Prix könnuna 

 

Það var fámennt en góðmennt Grand Prix skákmót TR og Fjölnis fimmtudagskvöldið 3. apríl. Í fyrsta sinn fékk sigurvegarinn Grand Prix könnu til merkis um sigur. Það fór vel á því að sigursælasti Grand Prix skákmaðurinn eftir áramót, Arnar Gunnarsson, skyldi vinna öruggan sigur og fá merkta Grand Prix könnu fyrstur allra. Könnurnar verða framvegis afhentar sigurvegurum Grand Prix mótanna og eru þær í líki taflmanna. Kanna Arnars er í líki riddara. Hann sigraði alla andstæðinga sína. Í öðru sæti var nafni sigurvegarans Arnar Þorsteinsson og Kristján Örn Elíasson varð þriðji. Þeir hlutu allir tónlistar diska að launum. Mótið var að venju bráðskemmtilegt en þátttakan þyrfti sannarlega að vera meiri. Skákstjóri að þessu sinni var Helgi Árnason. Mótin halda áfram næstu fimmtudaga.