Author Archives: Þórir

Góður dagur á Politiken

Það var heilt yfir litið ágætis dagur á Politiken Cup í dag og stóðu Íslendingarnir sig jafnan ágætlega. Guðmundur Kjartansson sigraði í sinni skák og varð efstur Íslendinga ásamt Braga Þorfinnssyni frá Löngumýri og Gylfa Þórhallssyni frá Akureyri með 6.5. vinninga af tíu mögulegum. Aron Ingi Óskarsson sigraði einnig í sinni skák og hlaut 4.5 vinninga. Þröstur Þórhallsson og Sverrir Norðfjörð ...

Lesa meira »

Slæmur dagur í Danmörku

Þröstur Þórhallsson, Guðmundur Kjartansson, Sverrir Norðfjörð og Aron Ingi Óskarsson töpuðu allir skákum sínum í 9. umferð Politiken Cup mótsins, en hún fór fram í dag. Af Íslendingunum er Hjörvar Steinn Grétarsson efstur með sex vinninga. Nánari úrslit og fréttir má sjá á www.skak.is

Lesa meira »

Dagur náði þriðja áfanga sínum að IM titli!!

Dagur Arngrímsson náði 3. áfanga sínum að alþjóðlegum meistaratitli á síðara alþjóðlega mótinu í Kecskemét í Ungverjalandi.   Dagur sigraði Tamas Vasvari (2146) og gerði svo jafntefli við Davíð Kjartansson (2324).  Dagur hlaut 8,5 vinning í 11 skákum en Davíð hlaut 6,5 vinning.   Ferðin hjá drengjunum gekk því afbragsvel.  Dagur fékk 2 áfanga en Davíð einn. Þetta er þriðji og lokaáfangi ...

Lesa meira »

Dagur með jafntefli í Kexinu

Dagur Arngrímsson gerði í dag jafntefli með svörtu gegn Hollendingnum Kodentsov (2299), en drengur sá var alinn upp í Moskvu og hóf skákferilinn með vini sínum nokkrum, dreng að nafni Grischuk. En þegar Kodentsov fluttist ungur til Hollands með foreldrum sínum skildu leiðir. Dagur hefur nú 5.5. vinninga af 7 mögulegum og þarf 1.5 vinning úr síðustu 2 til að ...

Lesa meira »

Rólegur dagur í Danaveldi

Þröstur Þórhallsson og Guðmundur Kjartansson gerðu innbyrðis jafntefli í 8. umferð Politiken skákmótsins, sem nú fer fram á Amlóðaslóðum í Danaveldi. Aron Ingi Óskarsson sigraði í sinni skák, en Sverrir Norðfjörð tapaði. Þröstur og Guðmundur hafa 5.5. vinninga, Aron Ingi 3.5 og Sverrir 3. Nánar verður sagt frá úrslitum dagsins og frammistöðu einstakra skákmanna, sem ekki eru þeirrar gæfu njótandi ...

Lesa meira »

Jafntefli í Kexinu

Dagur Arngrímsson gerði í dag jafntefli við ugverska FIDE-meistarann Richard Kereztes (2272). Hann hefur því 5 vinninga í 6 skákum og þarf aðeins tvo vinninga í síðustu þremur skákunum til að fá sinn þriðja og síðasta áfanga að alþjóðlegum meistaratitli. Davíð Kjartansson gerði jafntefli við við ungverska alþjóðlega meistarann Zoltan Sarosi (2372) og hefur 3.5 vinninga af sex. 

Lesa meira »

Góður dagur í Danmörku

Ja, góður dagur heilt yfir litið. Þröstur Þórhallsson vann Patrick Zelbel (2193), hinn unga, en sá drengur vann sér það til frægðar, að ná að fórna sig í patt gegn vefstjóra TR á móti í Lúxemborg nýlega. Guðmundur Kjartansson vann Danann Steen Pedersen (2165), Sverrir Norðfjörð gerði jafntefli en Aron Ingi Óskarsson tapaði gegn stigahærri andstæðingi. Á morgun mætast m.a. ...

Lesa meira »

Dagur vann í 5. umferð

Dagur gjörsigraði Gustavo Silva nokkurn í 5. umferð Kex-mótsins með svörtu. Hann hefur nú 4.5 vinninga í fimm skákum og þarf aðeins 2.5/4 til að fá sinn annan IM áfanga á nokkrum dögum. Davíð Kjartansson sigraði  Keresztes (2272) og hefur þrjá vinninga.  T.R. óskar Degi til hamingju með árangurinn hingað til og sendir baráttukveðjur út. En það er auðvitað Deginum ...

Lesa meira »

Guðmundur vann á Politiken

Guðmundur Kjartansson sigraði í 6. umferð Politiken mótsins. Sverrir Norðfjörð og Aron Ingi Óskarsson gerðu jafntefli, en Þröstur Þórhallsson tapaði. Af öðrum úrslitum má nefna, að Bragi Þorfinnsson gerði jafntefli við hinn sterka stórmeistara Khenkin. Nánari úrslit má nálgast á heimasíðu mótsins og/eða á Skák.

Lesa meira »

Dagur í góðum málum

Dagur stendur vel að vígi í Kex-mótinu í Ungverjalandi, þegar hann hefur lokið 4. skák sinni. Hann gerði jafntefli við Paredy, alþjóðlegan meistara, með hvítu og hefur nú 3.5 vinninga. Davíð Kjartansson tapaði í þriðju umferð og hefur einn vinning af þremur, en skák hans í 4. umferð var ólokið, þegar “blaðið fór í prentun”. Nánari fréttir verða sagðar þegar ...

Lesa meira »

Dagur vann í 3. umferð

Dagur vann í 3. umferð ungversku skákkonuna Sarolta Toth (2073) með svörtu. Hann hefur því fullt hús, 3/3 og er þá eðli málsins samkvæmt efstur í mótinu. Ekki er vitað um stöðu annarra, en Davíð Kjartansson er enn að tafli, en ku hafa góða stöðu gegn Johannes Melkevik (2069). Dagur fær síðasta alþjoðameistarann af þremur í 4. umferð, sem tefld ...

Lesa meira »

Aron Ingi vann í Politiken

Aron Ingi Óskarsson (1871) sigraði í sinni skák á Politiken Cup í Danmörku. Þröstur Þórhallsson, Guðmundur Kjartansson og Sverrir Norðfjörð töpuðu. Frekari úrslit og upplýsingar má finna á www.skak.is

Lesa meira »

Góður Dagur í Kexinu

Nú stendur yfir seinna skákmót Dags Arngrímssonar og Davíðs Kjartansson í Kexinu. Í fyrstu umferð vann Dagur IM Werner (2348) auðveldlega með svörtu mönnunum og í 2. umferð sigraði hann IM Sarosi (2372) í 19. leikjum, og tók skákin aðeins 1 klst. Davíð gerði í 1. umferð jafntefli við Kodentsvo (2299) og er nú að tefla við Cako (2168) í ...

Lesa meira »

Sigurganga Þrastar heldur áfram!

Stórmeistarinn Þröstur Þórhallsson (2461) er með fullt hús eftir fjórar umferðir á Politiken Cup skákmótinu, sem fram fer í Danmörku. Þröstur er í 1.-7. sæti og mætir Sargissian, sem sigraði Braga Þorfinnsson í 3. umferð, í 5. umferð og verður skákin sýnd beint á heimasíðu mótsins. Guðmundur Kjartansson sigraði í sinni skák, Sverrir Norðfjörð gerði jafntefli en Aron Ingi Óskarsson ...

Lesa meira »

Þröstur með fullt hús

Þegar þetta er ritað hefur Þröstur Þórhallsson (2461), stórmeistari í T.R., unnið allar þrjár skákir sínar í Politiken mótinu, sem fram fer í Danmörku. Í dag sigraði hann Jesper Schultz-Pedersen frá Danmörku (2204). Guðmundur Kjartansson (2306) tapaði fyrir bandaríska stórmeistaranum Nick de Firmian, en skákum Sverris Norðfjörðs og Arons Inga Óskarssonar er ólokið, þegar síðast fréttist. Nánar verður greint frá gangi ...

Lesa meira »

Þröstur og Guðmundur með fullt hús

Þröstur og Guðmundur hafa fullt hús eftir tvær umferðir á Politiken skákmótinu, sem fram fer í Kaupmannahöfn. Sverrir Norðfjörð tapaði í 2. umferð en Aron Ingi Óskarsson sigraði. Þeir tveir síðastnefndu hafa báðir 1 vinning úr 2 skákum. Í dag eru tvær umferðir á mótinu og stendur nú þriðja umferð yfir, þar sem Guðmundur er í beinni útsendingu gegn Nick ...

Lesa meira »

Guðmundur Kjartansson í beinni á Politiken open

Guðmundur Kjartansson er í beinni útsendingu á Politiken Cup í 3. umferð skákmótsins, sem fram fer á Amlóðaslóðum í nágrenni Kaupmannahafnar. Guðmundur er með svart gegn Íslandsvininum Nick de Firmian, sem er Bandaríkjamaður en hefur lengi dvalist í landi Margrétar Þórhildar. Upp er kominn Spánskur leikur, Chigorin afbrigðið. Nú er vonandi, að okkar maður berjist nú í botn og uppskeri ...

Lesa meira »

Dagur náði áfanga að alþjóðlegum meistaratitli

Dagur Arngrímsson (2316) náði áfanga að alþjóðlegum meistaratitli á skákmóti, sem var að ljúka í Kesckemét í Ungverjalandi, eða Kexinu, eins og mótið er jafnan kallað hér á landi. Davíð Kjartansson (2324) náði einnig áfanga og sigraði í mótinu. Þeir félagar tefldu saman í 2 síðustu skákunum og unnu sitt hvora skákina, Dagur þá fyrri, en Davíð þá seinni. Úrslit ...

Lesa meira »

Í Babýlon við Eyrarsund

Mikill fjöldi íslenskra skákmanna situr nú að tafli í hinni fornu höfuðborg Mörlandans, Babýlon við Eyrarsund, eins og skáldið Jón Thoroddsen nefndi þá merku borg forðum. Þar í borg fer nú fram hið árlega Politiken Cup, sem er sterkara nú en oft áður, og þar að auki tekur Lenka Ptacnikova þátt í Norðurlandamóti kvenna, en þar á hún titil að ...

Lesa meira »

Guðni Stefán sigraði í Búdapest

Guðni Stefán Pétursson (2107), stjórnarmaður í Taflfélagi Reykjavíkur, gerði jafntefli í 11. og síðustu umferð FM-flokks First Saturdays-mótsins, sem fram fór í dag í Búdapest.  Guðni sigraði í flokknum en hann hlaut 7,5 vinning í 10 skákum og hækkar um hvorki meira né minna en 38 stig fyrir frammistöðuna, sem samsvaraði 2303 skákstigum.  Þetta er annað mótið í röð, þar sem ...

Lesa meira »