Dagur vann í 3. umferðDagur vann í 3. umferð ungversku skákkonuna Sarolta Toth (2073) með svörtu. Hann hefur því fullt hús, 3/3 og er þá eðli málsins samkvæmt efstur í mótinu. Ekki er vitað um stöðu annarra, en Davíð Kjartansson er enn að tafli, en ku hafa góða stöðu gegn Johannes Melkevik (2069).

Dagur fær síðasta alþjoðameistarann af þremur í 4. umferð, sem tefld verður í dag; Peredy ku hann heita. Sá hefur svipuð stig og Dagur, en er víst sterkari en stigin segja til um. En vonandi fer þetta allt vel.

Baráttukveðjur í Kexið.