Góður dagur í Danmörku



Ja, góður dagur heilt yfir litið. Þröstur Þórhallsson vann Patrick Zelbel (2193), hinn unga, en sá drengur vann sér það til frægðar, að ná að fórna sig í patt gegn vefstjóra TR á móti í Lúxemborg nýlega. Guðmundur Kjartansson vann Danann Steen Pedersen (2165), Sverrir Norðfjörð gerði jafntefli en Aron Ingi Óskarsson tapaði gegn stigahærri andstæðingi.

Á morgun mætast m.a. Þröstur og Guðmundur, en báðir hafa þeir fimm vinninga í átta skákum.

Af öðrum úrslitum má nefna, að Bragi Þorfinnsson sigraði Hellismanninn og stórmeistarann Johnny Hector frá Svíþjóð og fær annan Svía, Evgení Agrest, á morgun.

Einnig má nefna, að Vigfús Óðinn Vigfússon gerði jafntefli og heldur áfram að tefla vel, en hann býr greinilega enn að því góða uppeldi, sem hann hlaut í T.R. forðum. En fyrir þá, sem ekki vita, má nefna, að Vigfús hefur unnið grettistak í unglingastarfi Hellis hin síðustu ár og er meðal allra duglegustu og traustustu manna innan skákhreyfingarinnar.

Einnig má vel nefna góðan árangur stúlknanna SIgríðar B. Helgadóttur (Árnasonar formanns) og Elsu Maríu Þorfinnsdóttur, og margra annarra, en um nánari úrslit og árangur vísast á www.skak.is.