Þröstur og Guðmundur með fullt húsÞröstur og Guðmundur hafa fullt hús eftir tvær umferðir á Politiken skákmótinu, sem fram fer í Kaupmannahöfn. Sverrir Norðfjörð tapaði í 2. umferð en Aron Ingi Óskarsson sigraði. Þeir tveir síðastnefndu hafa báðir 1 vinning úr 2 skákum.

Í dag eru tvær umferðir á mótinu og stendur nú þriðja umferð yfir, þar sem Guðmundur er í beinni útsendingu gegn Nick de Firmian.