Hraðskákmót öðlinga fer fram á morgun 8. maí kl. 19.30 í félagsheimili T.R. að Faxafeni 12.Mótið er opið fyrir alla 40 ára og eldri (f. 1972 og síðar). Tefldar verða 7 umferðir með 7 mín. umhugsunartíma. Í lok mótsins fer fram verðlaunaafhending fyrir Hraðskákmótið sem og Skákmót öðlinga sem lauk s.l. miðvikudagskvöld. Þátttökugjald er kr. 500 og er í því innifalið kaffi ...
Lesa meira »Author Archives: Þórir
Þorvarður varði Öðlingameistaratitilinn
Þorvarður Fannar Ólafsson er Öðlingameistari annað árið í röð en hann vann sigur á Vigfúsi Ó. Vigfússyni í lokaumferð Öðlingamótsins síðastliðið miðvikudagskvöld. Þorvarður hlaut 6 vinninga og tapaði ekki skák í mótinu. Árangur hans jafngildir 2379 stigum sem færir honum 18 Elo stig í gróða en Þorvarður hefur verið á mikilli siglingu að undanförnu og hækkað um tæp 130 stig ...
Lesa meira »Vignir með jafntefli í lokaumferðinni – mjög góður árangur
Heimsmeistaramóti áhugamanna – skákmanna með 2000 Elo stig og minna lauk í dag í Iasi í Rúmeníu. Hinn tíu ára Vignir Vatnar Stefánsson lauk keppni með því að gera jafntefli við efnilega indverska stúlku og lýkur því leik í 19.-40. sæti (26. sæti eftir stigaútreikning) með 6 vinninga. Þó svo að flestir sem fylgjast með skák hérlendis viti að Vignir ...
Lesa meira »Vignir á flugi – sigur í áttundu umferð
Vignir Vatnar Stefánsson sigraði rúmenskan andstæðing sinn í áttundu og næstsíðustu umferð í Heimsmeistaramóti áhugamanna en Rúmeninn er meðal stigahæstu keppenda í mótinu. Glæsilegur og mikilvægur sigur hjá Vigni sem gefur honum góða möguleika á að ljúka keppni meðal tuttugu efstu. Vignir er nú í 22.-33. sæti með 5,5 vinning en á morgun mætir hann fimmtán ára indverskri stúlku sem ...
Lesa meira »Vignir vann í sjöundu umferð
Vignir Vatnar Stefánsson lét ekki tap í sjöttu umferð Heimsmeistaramóts áhugamanna á sig fá og kom sterkur til baka í sjöundu umferð í dag þar sem hann vann sigur á keppanda frá Moldóvu. Sigurinn færir Vigni upp í 36.-51. sæti með 4,5 vinning og hefur hann stigagróða upp á 44 Elo stig sem stendur. Sannarlega góður árangur hjá Vigni þó ...
Lesa meira »Tap hjá Vigni í sjöttu umferð
Vignir Vatnar Stefánsson tapaði fyrir rúmenskum skákmanni í sjöttu umferð Heimsmeistaramóts áhugamanna sem lauk rétt í þessu. Vignir hafði unnið tvær skákir í röð en skákin í dag er hans önnur tapskák í mótinu en í báðum tilfellum stýrði hann svörtu mönnunum. Vignir Vatnar stendur samt vel að vígi og er í 52.-88. sæti með 3,5 vinning þegar eftir eru ...
Lesa meira »Öruggur sigur hjá Vigni í dag
Vignir Vatnar Stefánsson vann öruggan sigur á rúmenskum skákmanni í dag þegar fimmta umferð fór fram í Heimsmeistaramóti áhugamanna í Iasi, Rúmeníu. Sigur Vignis, sem hafði hvítt, var mjög öruggur þar sem okkar maður var kominn með gjörunnið tafl hróki yfir eftir 20 leiki. Sá rúmenski barðist þó áfram en játaði sigraðan eftir 50 leiki. Rétt er að benda á ...
Lesa meira »Vignir vann í dag – Meðal efstu í hraðskákmótinu
Vignir Vatnar Stefánsson komst aftur á sigurbraut þegar hann sigraði rúmenskan skákmann í fjórðu umferð Heimsmeistaramóts áhugamanna sem fram fór í dag. Vignir hafði svart að þessu sinni og er sigurinn mikilvægur en nú þegar mótið er næstum hálfnað hefur Vignir 2,5 vinning og er í 53.-79. sæti og góðan stigagróða í farteskinu. Fjórir keppendur eru efstir með fullt hús ...
Lesa meira »Vignir Vatnar með jafntefli í þriðju umferð
Vignir Vatnar Stefánsson gerði jafntefli við skákmann frá Brunei, Kamarunsalehin Kamis, í þriðju umferð Heimsmeistaramóts áhugamanna og hefur því 1,5 vinning þegar þriðjungi móts er lokið. Andstæðingar Vignis hafa allir verið mun stigahærri en okkar maður og úrslitin hingað til því vel ásættanleg og er Vignir með stigagróða upp á 13 stig sem stendur. Fjórða umferð hefst á morgun klukkan ...
Lesa meira »Vignir tapaði í dag
Vignir Vatnar Stefánsson tapaði í annarri umferð Heimsmeistaramóts áhugamanna sem fór fram í dag. Vignir hafði svart gegn keppanda frá Mongólíu og lenti í vandræðum í miðtaflinu sem leiddi til liðstaps og varð hann að játa sig sigraðan eftir 43 leiki. Vignir mætir án efa sterkur til leiks í þriðju umferð sem hefst á morgun kl. 12.30 en þá mætir ...
Lesa meira »HM áhugamanna: Vignir sigraði í fyrstu umferð
Vignir Vatnar Stefánsson hóf þátttöku sína í Heimsmeistaramóti skákmanna með 2000 Elo stig og minna með sigri á kólumbíska skámanninum Paipa Hernan Martinez en sá hefur 1944 stig og er því tæplega 300 stigum hærri en Vignir. Mjög gott hjá Vigni að byrja mótið með sigri en hann stýrði hvítu mönnunum að þessu sinni. Töluvert var af óvæntum úrslitum og ...
Lesa meira »Vignir Vatnar tekur þátt í Heimsmeistaramóti áhugamanna
Hinn tíu ára gamli Vignir Vatnar Stefánsson hefur farið mikinn að undanförnu og tekur nú þátt í Heimsmeistaramóti skákmanna með 2000 Elo stig eða minna. Mótið, sem hefst á morgun, fer að þessu sinni fram í fjórðu stærstu borg Rúmeníu, Iasi. Rúmlega 200 keppendur af 37 þjóðernum taka þátt og er Vignir Vatnar númer 132 í stigaröðinni. Fyrsta umferð ...
Lesa meira »Veronika hafnaði í 6. sæti í Norðurlandamótinu
Veronika Steinunn Magnúsdóttir varð sjötta í sínum flokki í Norðurlandamóti stúlkna sem fram fór í Svíþjóð um helgina. Veronika sigraði í tveimur viðureignum, gerði eitt jafntefli og tapaði tveimur og hlaut því 2,5 vinning í skákunum fimm. Dýrmæt reynsla sem Veronika fékk þarna og kemur hún vafalaust sterkari til leiks í næsta mót. Það var sænska stúlkan Rina Weinman sem ...
Lesa meira »Allt á fullu hjá Taflfélagi Reykjavíkur
Nú þegar líður að lokum skákvertíðarinnar er lokaspretturinn í fullum gangi hjá Taflfélagi Reykjavíkur og er alls ekki úr vegi að líta á það helsta sem er að gerast hjá elsta og stærsta skákfélagi landsins. Tvö lið frá TR í efstu deild Íslandsmóts skákfélaga Eftir góðan árangur í Íslandsmóti skákfélaga er ljóst að Taflfélag Reykjavíkur mun eiga tvö lið ...
Lesa meira »Þorvarður efstur í Öðlingamótinu
Fimmta umferð Öðlingamótsins fór fram í gærkvöldi þar sem sigurvegari síðasta árs, Þorvarður F. Ólafsson, sigraði Hrafn Loftsson á meðan alþjóðlegi meistarinn Sævar Bjarnason og Sigurður Daði Sigfússon gerðu jafntefli. Þorvarður er því einn efstur með 4,5 vinning en Sævar kemur næstur með 4 vinninga og mætast þeir í sjöttu og næstsíðustu umferð sem fer fram á miðvikudagskvöld.
Lesa meira »Guðmundur efstur í Ungverjalandi
Alþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson varð efstur í sínum flokki í First Saturday mótinu sem fór fram í Búdapest dagana 6. – 16. apríl. Guðmundur tefldi í AM flokki sem er næststerkasti flokkurinn og var næststigahæstur keppenda með 2443 elo stig. Tefldar voru ellefu umferðir og hlaut Guðmundur 8 vinninga, hálfum vinningi meira en Ungverjinn Florian Hujbert sem var stigahæstur í ...
Lesa meira »Þrír efstir og jafnir í Öðlingamótinu
Að loknum fjórum umferðum í Öðlingamótinu eru alþjóðlegi meistarinn Sævar Bjarnason, sigurvegari síðasta árs Þorvarður Ólafsson og Hrafn Loftsson efstir og jafnir með 3,5 vinning. Sævar sigraði Magnús Kristinsson í þriðju umferð og Vigfús Vigfússon í þeirri fjórðu á meðan Þorvarður lagði Jóhann Ragnarsson og gerði jafntefli við Sigurð Daða Sigfússon en Hrafn hafði betur gegn Ólafi Gísla Jónssyni og ...
Lesa meira »Á fimmta tug skákkrakka á páskaskákæfingum TR!
Á fimmta tug skákkrakka tóku þátt í páskaskákæfingum TR 23. mars bæði á stelpu/kvenna skákæfingunni svo og á laugardagsæfingunni. Með fáum undantekningum voru þetta allt krakkar sem eru félagsmenn í Taflfélagi Reykjavíkur, en ásókn í félagið hefur aukist mikið í vetur. Krakkarnir sem sækja skákæfingarnar í TR koma úr öllum hverfum borgarinnar og er skákþjálfunin og allt námsefni þeim að ...
Lesa meira »Fjórir með fullt hús í Öðlingamótinu
Önnur umferð í Skámóti Öðlinga fór fram á miðvikudagskvöld og var nokkuð um að stigalægri keppendur næðu að stríða hinum stigahærri. Á tveimur efstu borðunum voru úrslit þó eftir bókinni góðu þar sem Fide meistarinn Sigurður Daði Sigfússon lagði TR-inginn Eirík K. Björnsson og núverandi Öðlingameistari, Þorvarður F. Ólafsson, sigraði hinn reynda Halldór Garðarsson sem gekk á dögunum í TR ...
Lesa meira »Úrslit eftir bókinni í 1. umferð Öðlingamótsins
Skákmót Öðlinga hófst í gærkvöldi en mótið telur að þessu sinni 30 keppendur. Stigahæstur með 2324 Elo stig er Fide meistarinn Sigurður Daði Sigfússon en næstur honum með 2225 stig kemur núverandi Öðlingameistari, Þorvarður F. Ólafsson. Þá má nefna að alþjóðlegi meistarinn Sævar Bjarnason er á meðal þátttakenda en Sævar missir varla úr mót þessi misserin. Í fyrstu umferðinni vann ...
Lesa meira »