Fréttir

Allar helstu fréttir frá starfi TR:

Reykjavíkurmót grunnskólasveita fer fram á mánudaginn

rvkmotgrsksv

Reykjavíkurmót grunnskólasveita fer fram mánudaginn 8. febrúar og hefst kl.17. Tefldar verða sjö umferðir með 10 mín. umhugsunartíma á skák. Allar sveitirnar keppa í einum opnum flokki, og veitt verða verðlaun fyrir þrjár efstu sveitirnar sem og þrjár efstu stúlknasveitirnar. Hver sveit skal skipuð fjórum nemendum frá hverjum skóla auk 1-4 varamanna. Hverjum skóla er heimilt að senda fleiri en eina ...

Lesa meira »

Hraðskákmót Reykjavíkur fer fram á sunnudaginn

Hradskakmot_Reyk_2015-34

Hraðskákmót Reykjavíkur verður haldið í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12 sunnudaginn 7. febrúar kl. 14. Tefldar verða 11 umferðir með tímamörkunum 3+2 (3 mínútur auk 2 sekúndna viðbótartíma eftir hvern leik). Mótið verður reiknað til hraðskákstiga. Þátttökugjald er kr 500 fyrir 18 ára og eldri en frítt fyrir 17 ára og yngri. Skráning fer fram á skákstað. Þrenn verðlaun í ...

Lesa meira »

Jón Viktor Skákmeistari Reykjavíkur 2016

IMG_7794 (1)

Í sjöunda sinn tryggði alþjóðlegi meistarinn Jón Viktor Gunnarsson (2455) sér titilinn Skákmeistari Reykjavíkur þegar staðið var upp frá borðum að lokinni níundu og síðustu umferð Skákþings Reykjavíkur sem fram fór í dag.  Í lokaumferðinni sigraði Jón Viktor kollega sinn Björn Þorfinnsson (2418) en fyrir umferðina voru þeir efstir ásamt stórmeistaranum Stefáni Kristjánssyni (2471) og alþjóðlega meistaranum Guðmundi Kjartanssyni (2456).  ...

Lesa meira »

Fjórða mót Bikarsyrpu TR fer fram helgina 12.-14. febrúar

Verðlaunahafar. Jón Þór, Róbert og Alexander Oliver

Bikarsyrpa Taflfélags Reykjavíkur heldur áfram þegar fjórða mót syrpunnar fer fram helgina 12.-14. febrúar og hefst fyrsta umferð föstudaginn 12. febrúar kl. 17.30. Mótum syrpunnar hefur verið fjölgað og telur hún alls sex kappskákmót sem eru ætluð börnum á grunnskólaaldri (fædd 2000 og síðar) sem ekki hafa náð 1600 skákstigum. Þar með gefst þeim tækifæri til að næla sér í alþjóðleg ...

Lesa meira »

Háspenna á Skákþinginu – Fjórir efstir fyrir lokaumferðina

IMG_7805

Það er engin lognmolla á Skákþingi Reykjavíkur og mikil átök framundan þegar ein umferð lifir af móti. Staðan er nú þannig fyrir lokaumferðina að fjórir keppendur eru efstir og jafnir með 6,5 vinning úr þeim átta umferðum sem er lokið en þeir eru stórmeistarinn Stefán Kristjánsson (2471), alþjóðlegu meistararnir Björn Þorfinnsson (2418) og Jón Viktor Gunnarsson (2455), sem og Fide-meistarinn ...

Lesa meira »

Hinir fjórir fræknu efstir á Skákþinginu

IMG_7840

Þeir voru baráttuglaðir skákmennirnir sem mættu til leiks í 7.umferð Skákþings Reykjavíkur. Hart var tekist á á nær öllum borðum og réðust úrslit oft ekki fyrr en eftir djúpar flækjur og fallegar fléttur. Á efsta borði glímdi Jón Viktor Gunnarsson við Stefán Kristjánsson. Þeir buðu áhorfendum upp á djúpa stöðubaráttu framan af sem síðar leystist upp í hróksendatafl. Jón Viktor ...

Lesa meira »

Breytt fyrirkomulag á Laugardagsæfingum TR

vorhatid2015-49

Frá og með 23. janúar til og með 27. febrúar verður stigakeppni á laugardagsæfingum Taflfélags Reykjavíkur sem og barna- og unglingamótum félagsins. Allir krakkar á grunnskólaaldri (fædd 2000 og síðar) sem ekki hafa náð 1600 Elo-stigum hafa þátttökurétt á skákæfingunum og fjórða móti Bikarsyrpunnar. Þá hafa allir krakkar á grunnskólaaldri þátttökurétt á Barna- og Unglingameistaramóti Reykjavíkur. Einungis krakkar sem eru ...

Lesa meira »

Vignir Vatnar lagði annan alþjóðlegan meistara að velli!

IMG_7840

Það gékk mikið á í Skákhöllinni í gærkvöld er 6. umferðin í Skákþingi Reykjavíkur fór fram.  Margra augu beindust að viðureign hins unga Vignis Vatnars og alþjóðameistarans Guðmundar Kjartanssonar.  Vignir sem er einungis 12 ára er búinn að telfa eins og sá sem valdið hefur í mótinu til þessa og lagði t.a.m. alþjóðameistarann Björn Þorfinnsson að velli í 3. umferð. ...

Lesa meira »

Jón Viktor efstur á Skákþingi Reykjavíkur

IMG_7859

Í fimmtu umferð skákþingsins voru flest úrslit ekki óvænt samkvæmt pappírunum sem getur í raun talist óvænt í miðju móti. Á fyrstu níu borðunum unnu þeir stigahærri þá stigalægri. Má þá nefna að á fyrsta borði vann alþjóðlegi meistarinn Jón Viktor Gunnarsson (2455) Jóhann H. Ragnarsson (2008) en fyrir umferðina voru þeir einir með fjóra vinninga. Á öðru borði vann ...

Lesa meira »