Fréttir

Allar helstu fréttir frá starfi TR:

Frestur til að skrá sig í Wow air rennur út á morgun.

Vormot_Background_FB

Frestur til að skrá sig í Wow air vormót Taflfélags Reykjavíkur rennur út á morgun, sunnudaginn 10. apríl kl. 18.  Það er ekki eftir neinu að bíða fyrir þá skákmenn sem hyggjast taka þátt! Frekari upplýsingar um mótið og skráning hér

Lesa meira »

Boðsgestið í Wow air vormót TR valdir.

Vormot_Background_FB

Valið var úr fjölmörgum umsóknum í gær fyrir A og B flokk Wow air mótsins sem hefst í byrjun næstu viku.  Ákveðið var vegna fjölda umsókna að fjölga boðssætum um eitt í hvorum flokki. Í B flokk verður eftirtöldum skákmönnum boðin þátttaka: Stefán Bergsson varð fyrir þeirri ógæfu að falla óvænt niður fyrir 2000 stiga múrinn á árinu.  Enginn efast ...

Lesa meira »

Þorsteinn Magnússon sigurvegari fimmtu Bikarsyrpu TR

Bikarsyrpan_2016_mot5-21

Fimmta Bikarsyrpa Taflfélags Reykjavíkur var haldin um nýafstaðna helgi og settust ríflega 20 vösk skákungmenni við skákborðin. Mótið var æsispennandi allt fram í síðustu umferð og sáust mörg óvænt úrslit. Strax í 1.umferð hófst fjörið er Adam Omarsson (1068) lagði Arnar Milutin Heiðarsson (1403) að velli með svörtu. Þá stýrði Benedikt Þórisson (1000) hvítu mönnunum til sigurs gegn Svövu Þorsteinsdóttur ...

Lesa meira »

Skákæfingar í dag (lau 2.apríl) kl.14 og kl.16 falla niður

Mot3-19

Í dag fellur niður almenn æfing kl.14 sem og afreksæfing kl.16. Er það vegna Bikarsyrpunnar sem nú fer fram í húsnæði Taflfélagsins, sem og Áskorendaflokks á Íslandsmótinu en þar tefla flestir úr afrekshóp TR. Stúlknaæfingin verður þó haldin í dag sem fyrr klukkan 12:30. Sjáumst að viku liðinni!

Lesa meira »

WOW-air mótið hefst mánudaginn 11. apríl

Vormot_Background_FB

Hið glæsilega Wow air Vormót Taflfélags Reykjavíkur hefst í skákhöll félagsins að Faxafeni 12 mánudaginn 11. apríl  Mótið er nú haldið í þriðja sinn og hefur fest sig í sessi sem eitt af aðalmótum Taflfélags Reykjavíkur. Tefldar verða sjö umferðir eftir svissneska kerfinu og er umhugsunartíminn 90 mínútur á fyrstu 40 leikina en eftir það bætast við 15 mínútur.  30 sekúndur bætast við eftir hvern leik alla ...

Lesa meira »

Öðlingamótið hafið – óvænt úrslit í fyrstu umferð

20160330_231826

Skákmót öðlinga hófst í gærkveld en keppendur eru tæplega 30 talsins, þeirra stigahæstur Fide-meistarinn Sigurður Daði Sigfússon (2299) en næstur honum er Þorvarður Fannar Ólafsson (2195). Þá er núverandi Öðlingameistari og stórmeistarabaninn, Einar Valdimarsson (2029), á meðal þátttakenda. Úrslit fyrstu umferðar voru flest eftir bókinni og má nefna að á fyrsta borði sigraði Sigurður Daði Halldór Garðarsson (1788) örugglega eftir ...

Lesa meira »

Skákmót öðlinga hefst í kvöld

odl15-74

Skákmót öðlinga 40 ára og eldri hefst miðvikudaginn 30. mars kl. 19.30 í félagsheimili T.R. að Faxafeni 12. Tefldar verða 7 umferðir eftir svissneska-kerfinu og er umhugsunartíminn 90 mínútur á alla skákina + 30 sekúndna viðbótartími á hvern leik. Skákmót öðlinga verður nú haldið í 25. sinn. Núverandi Skákmeistari öðlinga er Einar Valdimarsson. Dagskrá: 1. umferð miðvikudag 30. mars kl. ...

Lesa meira »

Páskafrí! Æfingar falla niður í dag 26.mars

Mot3-21

Við minnum á að engar skákæfingar verða í Taflfélaginu í dag, laugardaginn 26.mars. Þess í stað er upplagt fyrir skákþyrst börn að tefla heima við mömmu og pabba til að æfa sig.

Lesa meira »

Skákmót öðlinga hefst 30. mars

odl15-74

Skákmót öðlinga 40 ára og eldri hefst miðvikudaginn 30. mars kl. 19.30 í félagsheimili T.R. að Faxafeni 12. Tefldar verða 7 umferðir eftir svissneska-kerfinu og er umhugsunartíminn 90 mínútur á alla skákina + 30 sekúndna viðbótartími á hvern leik. Skákmót öðlinga verður nú haldið í 25. sinn. Núverandi Skákmeistari öðlinga er Einar Valdimarsson. Dagskrá: 1. umferð miðvikudag 30. mars kl. ...

Lesa meira »

Páskaeggjum rigndi á fjölmennu lokamóti Páskaeggjasyrpunnar!

Mot3-19

Páskeggjasyrpu Nóa Síríus og Taflfélags Reykjavíkur lauk í dag en þá fór fram þriðja og lokamót syrpunnar.  Frábær mæting var í höllina enda mikið undir.  Ekki var einungis hörð baraátta um sigur í lokamótinu heldur var einnig og ekki síður undir sigur samanlagt í syrpunni.  Margir kassar fullir af gómsætum páskaeggjum frá Nóa biðu þess að verða opnaðir í mótslok fyrir alla hressu ...

Lesa meira »

Lokamót Páskaeggjasyrpunnar fer fram á sunnudag!

Mot1-27

Páskaeggjasyrpa Nóa Síríus og Taflfélags Reykjavíkur hefur slegið rækilega í gegn en mikill fjöldi krakka hefur tekið þátt í mótum syrpunnar.  Í ár endurtökum við leikinn og með þessu framtaki vill T.R. í samstarfi við Nóa Síríus þakka þeim gríðarlega fjölda sem sótt hefur barna- og unglingaæfingar félagsins í vetur. Þriðja og lokamót syrpunnar fer fram næstkomandi sunnudag og hefst venju samkvæmt ...

Lesa meira »

Þátttaka TR í seinni hluta Íslandsmóts skákfélaga

Mot1-12

Gauti Páll Jónsson framreiðir hér ritmál um þátttöku Taflfélags Reykjavíkur á nýafstöðnu Íslandsmóti. Taflfélag Reykjavíkur sendi liðin sín sjö til leiks á ný á Íslandsmót skákfélaga dagana 3.-5. mars. Mótið var haldið við góðar aðstæður í Rimaskóla eins og svo oft áður. A og b-liðin voru bæði í mikilli baráttu í fyrstu deild. A-liðið upp á að vinna mótið og ...

Lesa meira »

Páskeggjasyrpa Nóa Síríus og TR hófst í dag!

Mot1-27

Hin vinsæla og skemmtilega Páskaeggjasyrpa Nóa Síríus og Taflfélags Reykjavíkur hófst í dag þegar fyrsta mótið af þremur fór fram.  Líkt og undanfarin ár er keppt í tveimur aldursflokkum, 6 umferðir með 10 mínútna umhugsunartíma. Í yngri flokki, (þriðju bekkingar og yngri) voru yfir 20 krakkar mættir til leiks og voru margir ekki háir í loftinu.  En allir kunnu þeir ...

Lesa meira »

Bárður Örn Unglingameistari og Esther Lind Stúlknameistari Reykjavíkur

IMG_8023

Barna-og unglingameistaramót Reykjavíkur sem og Stúlknameistaramót Reykjavíkur fór fram í skákhöll Taflfélags Reykjavíkur sunnudaginn 21. febrúar. Mótið var opið fyrir börn á grunnskólaaldri. Þrenn verðlaun voru veitt fyrir þrjú efstu sætin í mótinu, þrenn verðlaun fyrir efstu stúlkur og svo aldursflokkaverðlaun í hvorum flokki fyrir sig (fædd 2000-2001, 2002-2003, 2004-2005, 2006-2007 og 2008 og síðar). Þau sem eru búsett í Reykjavík ...

Lesa meira »

Skákakademían sigraði í Skákkeppni vinnustaða

20160210_202854

Liðsmenn Skákakademíunnar komu, sáu og sigruðu í Skákkeppni vinnustaða sem fram fór í vikunni.  Hlutu þeir 10,5 vinning úr tólf skákum en fimm lið tóku þátt og tefldu allir við alla.  Landspítalinn var í öðru sæti með 8 vinninga og lið Verslunarskólans í því þriðja með 6 vinninga, hálfum vinningi á undan Myllunni. Lið sigurvegaranna skipuðu þeir Björn Ívar Karlsson, ...

Lesa meira »

Skákkeppni vinnustaða fer fram í kvöld

vinnust2015

Taflfélag Reykjavíkur býður öllum vinnustöðum að taka þátt í Skákkeppni vinnustaða 2016 sem fram fer í félagsheimili T.R., Skákhöllinni Faxafeni 12, miðvikudaginn 10. febrúar og hefst kl. 19.30. Mótið, sem er styrktarmót Taflfélags Reykjavíkur, er kjörið fyrir hinn almenna skákáhugamann þar sem vinnufélagar geta myndað lið og spreytt sig gegn skákmönnum annarra vinnustaða. Dagsetning: Miðvikudagur 10. febrúar kl. 19.30 Staður: ...

Lesa meira »

Róbert Hraðskákmeistari Reykjavíkur – Örn Leó sigurvegari mótsins

IMG_7907

Jafnt og spennandi Hraðskákmót Reykjavíkur fór fram síðastliðinn sunnudag þar sem Örn Leó Jóhannsson hafði að lokum sigur eftir harða baráttu við efstu menn. Hlaut Örn 9 vinninga úr skákunum ellefu, í öðru sæti var Guðmundur Gíslason með 8,5 vinning og þriðji með 8 vinninga var Róbert Lagerman.  Hinn ungi og efnilegi Dawid Kolka stóð sig mjög vel og hafnaði ...

Lesa meira »

Skákkeppni vinnustaða fer fram á miðvikudagskvöld

vinnust2015

Taflfélag Reykjavíkur býður öllum vinnustöðum að taka þátt í Skákkeppni vinnustaða 2016 sem fram fer í félagsheimili T.R., Skákhöllinni Faxafeni 12, miðvikudaginn 10. febrúar og hefst kl. 19.30. Mótið, sem er styrktarmót Taflfélags Reykjavíkur, er kjörið fyrir hinn almenna skákáhugamann þar sem vinnufélagar geta myndað lið og spreytt sig gegn skákmönnum annarra vinnustaða. Dagsetning: Miðvikudagur 10. febrúar kl. 19.30 Staður: ...

Lesa meira »

Reykjavíkurmót grunnskólasveita fer fram á mánudaginn

rvkmotgrsksv

Reykjavíkurmót grunnskólasveita fer fram mánudaginn 8. febrúar og hefst kl.17. Tefldar verða sjö umferðir með 10 mín. umhugsunartíma á skák. Allar sveitirnar keppa í einum opnum flokki, og veitt verða verðlaun fyrir þrjár efstu sveitirnar sem og þrjár efstu stúlknasveitirnar. Hver sveit skal skipuð fjórum nemendum frá hverjum skóla auk 1-4 varamanna. Hverjum skóla er heimilt að senda fleiri en eina ...

Lesa meira »