Fréttir

Allar helstu fréttir frá starfi TR:

Afmælismót Einars Ben: Helgi sigraði – Skáksögufélag stofnað

Helgi Ólafsson sigraði á Afmælismóti Einars Benediktssonar sem haldið var á veitingahúsinu Einari Ben við Ingólfstorg, laugardaginn 1. nóvember. Helgi hlaut 6 vinninga af 7 mögulegum. Í 2.-3. sæti urðu Jóhann Hjartarson og Hjörvar Steinn Grétarsson, en alls voru keppendur 39. Í mótslok var Söguskákfélagið stofnað, en því er ætlað að stuðla að rannsóknum og skráningu á íslenskri skáksögu, sem spannar heilt árþúsund.   Afmælismót Einars Benediktssonar var ...

Lesa meira »

Afmælismót Einars Ben-Margir sterkustu skákmenn landsins með

Afmælismót Einars Ben Afmælisskákmót Einars Benediktssonar verður haldið á veitingastaðnum Einari Ben, laugardaginn 1. nóvember klukkan 14. Meðal keppenda verða margir af bestu skákmönnum Íslands. Tefldar verða sjö umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma. Að mótinu standa Taflfélag Reykjavíkur og Skákfélagið Hrókurinn.   Þjóðskáldið Einar Benediktsson fæddist 31. október 1864 og lést árið 1940. Hann var ástríðufullur skákmaður og meðal stofnenda Taflfélags ...

Lesa meira »

Vetrarmót öðlinga hafið

Í gærkvöldi hófst Vetrarmót öðlinga, en þetta er í fjórða sinn sem mótið er haldið.  Tefldar verða 7 umferðir með 90 mínútna umhugsunartíma +30 sekúndur á leik. Alls taka 25 öðlingar þátt í mótinu að þessu sinni og stigahæstur þeirra er Þorvarður Fannar Ólafsson.  Mörg kunnugleg andlit úr fyrri öðlingamótum má sjá á listanum eins og Magnús Pálma Örnólfsson, Siguringa ...

Lesa meira »

Skemmtikvöldi TR frestað um viku

Vegna 150 ára afmælismóts Einars Ben sem fram fer á laugardag er skemmtikvöldi Taflfélagsins sem fyrirhugað var á föstudagskvöld frestað um viku. Það mun fara fram föstudagskvöldið 7. nóvember kl. 20

Lesa meira »

Góð eldskírn Gauta Páls í Georgíu

Hinn ungi og efnilegi Gauti Páll Jónsson tók þátt í Evrópumóti ungmenna sem fór fram í Batumi í Georgíu dagana 19.-28. október.  Var þetta í fyrsta sinn sem Gauti teflir á erlendri grundu en hann tefldi í flokki 16 ára og yngri og var númer 82 í stigaröð 89 keppenda. Á miklu flugi að undanförnu hefur hinn sókndjarfi og tungulipri ...

Lesa meira »

Æskan og Ellin – Skák er fyrir alla

Síðastliðinn laugardag fór fram í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur hið mikla kynslóðabrúarskákmót, Æskan og Ellin, sem var nú haldið í ellefta sinn. Mótið er samstarfsverkefni Riddarans, skákklúbbs eldri borgara, Taflfélags Reykjavíkur og OLÍS sem jafnframt er stærsti bakhjarl mótsins. Að auki veita mótahaldinu góðan stuðning POINT á Íslandi, Urður bókaútgáfa Jóns Þ. Þórs og Litla Kaffistofan í forsvari Stefáns Þormars. Varðlaunasjóður var glæsilegur; ...

Lesa meira »

Vetrarmót öðlinga hefst á miðvikudag

Vetrarmót öðlinga 40 ára og eldri hefst miðvikudaginn 29. október kl. 19.30 í félagsheimili T.R. að Faxafeni 12. Tefldar verða sjö umferðir og er umhugsunartíminn 90 mínútur á alla skákina + 30 sekúndna viðbótartími á hvern leik.Mótið, sem hefur fengið góðar viðtökur, er nú haldið í fjórða sinn en fyrirkomulag þess hentar vel þeim sem ekki hafa tök á að ...

Lesa meira »

Vignir Vatnar unglingameistari

Barna- og unglingameistaramóti TR var í ár skipt í tvo flokka, opinn flokk og stúlknaflokk, og mættu samtals 38 keppendur til leiks, flestir úr Taflfélagi Reykjavíkur, eða 31 talsins. Í opnum flokki varð Vatnar Stefánsson öruggur sigurvegari með fullt hús vinninga eða 7 og er því Barna- og unglingameistari Taflfélags Reykjavíkur 2014. Er þetta þriðja árið í röð sem hann ...

Lesa meira »

Æskan og Ellin: Bragi sigraði…aftur

Bragi Halldórsson stóð uppi sem sigurvegari á Stórmótinu Æskan og Ellin sem fór fram í gær.  Þetta er annað árið í röð sem Bragi sigrar og í þriðja sinn á fjórum árum svo hann finnur sig svo sannarlega vel á þessu flotta móti.  Bragi hlaut 7,5 vinning og varð jafn Guðfinni R. Kjartanssyni að vinningum en ofar á stigum.  Jafnir ...

Lesa meira »

Gauti Páll í stuði á EM ungmenna

Annar sigurinn í röð kom í hús hjá Gauta Páli Jónssyni þegar hann knésetti hinn norska Eskil Ekeland Gronn (2015) í sjöttu umferð EM ungmenna.  Gauti hefur nú 2,5 vinning og er í 60.-68. sæti en tveir keppendur leiða með 5,5 vinning.  Frídagur er á morgun en sjöunda umferð hefst á sunnudag kl. 13 og hefur Gauti þá svart gegn ...

Lesa meira »

ÆSKAN OG ELLIN XI. – OLÍSMÓTIÐ Í SKÁK

Æskan og Ellin – Skráning í fullum gangi! Glæsileg  peningaverðlaun – flugfarmiðar – eldsneytisúttektir – bækur – máltíðir Skákmótið  “Æskan og Ellin”, verður haldið í ellefta sinn laugardaginn 25.  október nk.  í Skákhöllinni í Faxafeni og heft kl. 13  – 9 umferðir /7min.   RIDDARINN, skákklúbbur eldri borgara, Taflfélagi Reykjavíkur  og OLÍS – Olíuverslun Íslands hafa gert með sér  stuðnings- ...

Lesa meira »

Barna-og unglingameistaramót TR/Stúlknameistaramót TR

Barna- og unglingameistaramót sem og Stúlknameistaramót Taflfélags Reykjavíkur fer fram sunnudaginn 26. október í félagsheimili T.R. Faxafeni 12. Taflið hefst kl.14. Tefldar verða 7 umferðir eftir Monrad-kerfi með umhugsunartímanum 15 mín. á skák. Teflt verður í tveimur flokkum: opnum flokki og stúlknaflokki. Verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sætin í opna flokknum og þar fyrir utan hlýtur efsti T.R.-ingurinn titilinn ...

Lesa meira »

EM ungmenna: Gauti Páll sigraði í 5. umferð

Gauti Páll Jónsson vann í gær sinn fyrsta sigur á erlendri grund þegar hann hafði betur gegn Finnanum Juhani Halonen (1773) í fimmtu umferð Evrópumóts ungmenna sem fram fer í Batumi í Georgíu. Virkilega flott hjá Gauta eftir að hafa lotið í gras í þriðju og fjórðu umferð. Gauti hefur 1,5 vinning í 73.-79. sæti en þrír skákmenn leiða með 4,5 vinning. Sjötta ...

Lesa meira »

Davíð sigurvegari Haustmótsins – Þorvarður félagsmeistari

Haustmót Taflfélags Reykjavíkur fagnaði áttræðis-afmælinu þegar flautað var til leiks þann 14. september síðastliðinn en mótið fór fyrst fram árið 1934 þegar Steingrímur Guðmundsson vann fyrsta meistartitil félagsins.  Nú, áttatíu árum síðar, börðust tæplega 60 keppendur við skákborðin í Skákhöll félagsins í Faxafeninu.  Keppt var í þremur lokuðum flokkum auk opins flokks.   A-flokkur var þétt skipaður ungum og aðeins ...

Lesa meira »

Róbert Lagerman efstur á vel sóttu Hraðskákmóti TR

Hraðskákmót Taflfélags Reykjavíkur fór fram í gær í húsakynnum félagsins að Faxafeni 12. Líkt og í fyrra voru keppendur alls 40 og var fyrirfram búist við harðri keppni um efstu sætin. Tefldar voru sjö umferðir, tvöföld umferð, og voru 5 mínútur á klukkunum fyrir hvern keppanda.  Svo fór að úrslitin í mótinu réðust ekki fyrr en í síðustu umferð. Fyrir ...

Lesa meira »

Gauti með jafntefli í dag á EM ungmenna

Gauti Páll Jónsson (1739) gerði í dag jafntefli við úkraínska skákmanninn Danylo Musiienko (2011) í annarri umferð EM ungmenna.  Góð úrslit hjá Gauta sem teflir nú í fyrsta sinn á erlendri grundu en hann keppir í flokki 16 ára og yngri.  Í þriðju umferð á morgun hefur hann svart gegn slóvakíska skákmanninum Samuel Sepesi (2019) en viðureignin hefst kl. 11. ...

Lesa meira »

Æskan og ellin um næstu helgi!

Skákmótið ÆSKAN OG ELLIN, þar sem kynslóðirnar mætast, verður haldið í ellefta sinn laugardaginn 25.  október  í Skákhöllinni í Faxafeni.   RIDDARINN, skákklúbbur eldri borgara, Taflfélagi Reykjavíkur  og OLÍS –gerðu í fyrra  með sér  stuðnings- og samstarfssamning um framkvæmd mótsins, til að auka veg þess og tryggja  það í sessi til framtíðar.  ÆSIR,  hinn skákklúbbur eldri borgara á höfuðborgarsvæðinu leggur ...

Lesa meira »

Tap hjá Gauta í 1. umferð EM ungmenna

Gauti Páll Jónsson beið í gær lægri hlut fyrir Hvít-Rússanum Egor Filipets (2141) í fyrstu umferð EM ungmenna sem fram fer í Batumi í Georgíu dagana 19.-28. október. Önnur umferð hefst í dag kl. 11 og þá hefur okkar maður hvítt gegn stráki frá Úkraínu, Danylo Musiienko (2011). Oliver Aron Jóhannesson vann í gær, Símon Þórhallsson gerði jafntefli en Dagur Ragnarsson ...

Lesa meira »

Hraðskákmót TR fer fram næsta sunnudag

Hraðskákmót Taflfélags Reykjavíkur verður haldið í húsnæði félagsins að Faxafeni 12 sunnudaginn 19. október kl. 14:00. Tefldar verða 2×7 umferðir eftir Swiss kerfi og er umhugsunartími 5 mínútur á skák. Mótið er jafnan vel sótt, en yfir fjörutíu þátttakendur voru með í fyrra. Þátttökugjald kr 500 fyrir 16 ára og eldri, en frítt fyrir 15 ára og yngri. Verðlaun fyrir þrjú efstu sætin. Að ...

Lesa meira »

Gauti Páll á EM ungmenna

Á morgun sunnudag hefst í Batumi, Georgíu, 24. Evrópumeistaramót ungmenna 8-18 ára en þetta er í annað sinn sem mótið er haldið í þeirri sögufrægu  borg.  Ísland sendir að þessu sinni fjóra fulltrúa til leiks og er TR-ingurinn Gauti Páll Jónsson þeirra á meðal en hann tekur nú þátt í sínu fyrsta skákmóti á erlendri grundu og keppir í flokki ...

Lesa meira »