Fréttir

Allar helstu fréttir frá starfi TR:

Reykjavíkurmót grunnskólasveita fer fram á mánudag

Reykjavíkurmót grunnskólasveita í skák 2015 fer fram mánudaginn 9. febrúar n.k. og hefst kl.17. Tefldar verða 7 umferðir með 10 mín. umhugsunartíma á skák. Allar sveitirnar keppa í einum opnum flokki, og veitt verða verðlaun fyrir þrjár efstu sveitirnar sem og þrjár efstu stúlknasveitirnar. Hver sveit skal skipuð fjórum nemendum frá hverjum skóla auk 1-4 varamanna. Hverjum skóla er heimilt að senda ...

Lesa meira »

Hraðskákmót Reykjavíkur fer fram á sunnudag

Hraðskákmót Reykjavíkur verður haldið í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12 sunnudaginn 8. febrúar kl. 14. Tefldar verða 11 umferðir með tímamörkunum 3+2 (3 mínútur auk 2 sekúndna viðbótartíma eftir hvern leik). Þátttökugjald er kr 500 fyrir 16 ára og eldri en frítt fyrir 15 ára og yngri. Skráning fer fram á skákstað. Þrenn verðlaun í boði. Eftir Hraðskákmótið fer fram verðlaunaafhending ...

Lesa meira »

Að loknu Skákþingi Reykjavíkur 2015

Einn er sá punktur í tilveru íslenskra skákmanna sem hægt er að ganga að vísum. Í janúar ár hvert er haldið eitt af stóru mótum skákvertíðarinnar; Skákþing Reykjavíkur. Skákþingið í ár var hið 84. í röðinni og að þessu sinni var mótið haldið til heiðurs Friðriki Ólafssyni, sem fagnaði áttræðisafmæli sínu einmitt í þessum sama mánuði. Friðrik hefur alið manninn ...

Lesa meira »

Sigursælar TR-stelpur!

Um helgina fóru fram tvö Íslandsmót í stúlknaflokki. Á laugardeginum var Íslandsmót grunnskólasveita í stúlknaflokki haldið í Rimaskóla og á sunnudeginum var Íslandsmót stúlkna á grunnskólaaldri haldið á sama stað. TR-stelpurnar sem mynda harðasta kjarnann á stelpuskákæfingum Taflfélags Reykjavíkur tóku þátt og stóðu sig frábærlega vel! Á Íslandsmóti grunnskólasveita í stúlknaflokki tóku 16 sveitir þátt. Mótið var tvískipt fyrir 1.-3. ...

Lesa meira »

Fjör á Frikkanum – Friðrik mætti!

Síðastliðið föstudagskvöld fór fram hin magnaða keppni Frikkinn 2015 í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur. Þetta var fimmta skemmtikvöld félagsins á þessum vetri og að þessu sinni var teflt til heiðurs hinni lifandi goðsögn, Friðriki Ólafssyni. Tefldar voru stöður úr skákum Friðriks og voru margar þeirra kunnar vel lesnum skákmönnum. Friðrik sem nýverið fagnaði áttræðisafmæli sínu hefur alla sína skáktíð verið dyggur félagsmaður í ...

Lesa meira »

Jón Viktor Skákmeistari Reykjavíkur!

Andrúmsloftið í skákhöllinni í Faxfeni var rafmagnað er keppendur settust við taflborðin klukkan 14 í dag. Hörð barátta var framundan um sigur í Skákþingi Reykjavíkur. Á kaffistofunni sátu spekingarnir og spáðu í spilin, og sýndist sitt hverjum. Flestra augu beindust að efstu tveimur borðunum. Á 1.borði hafði nýkrýndur Frikkinn, Jón Viktor Gunnarsson (2433), hvítt gegn Birni Þorfinnssyni (2373) og lögðu þeir félagar ...

Lesa meira »

Friðarpípan tendruð í 8.umferð Skákþingsins

Í gærkvöldi var tefld 8.umferð í Skákþingi Reykjavíkur. Spennan fyrir umferðina var mikil enda forystusauðirnir að mætast á efsta borði og stutt í að til tíðinda dragi í toppbaráttunni. Taugar teflenda voru þandar til hins ýtrasta og er á reyndi enduðu þrjár skákir á fjórum efstu borðunum með jafntefli. Skák stórmeistarans vörpulega Stefáns Kristjánssonar (2492) og alþjóðlega meistarans Jóns Viktors ...

Lesa meira »

Frikkinn 2015 fer fram á föstudagskvöld!

Frikkinn 2015  fer fram nú á föstudagskvöldið á fyrsta skemmtikvöldi ársins og hefst það kl. 20.00 Taflfélag Reykjavíkur bíður til veislu Friðriki Ólafssyni til heiðurs.  Tefldar verða stöður úr skákum afmælisbarns vikunnar og heiðursborgara Reykjavíkur.  Við hvetjum alla skákmenn til að heiðra Friðrik með þáttöku, og um leið gefst frábært tækifæri til að tefla stöður úr sumum af mögnuðustu skákum ...

Lesa meira »

Skákir 4. umferðar Skákþingsins aðgengilegar

Hér má nálgast skákir 1.-4. umferðar Skákþings Reykjavíkur en þær eru slegnar inn af Gauta Páli Jónssyni. Úrslit, staða og pörun Dagskrá og upplýsingar Myndir Skákirnar Skákþing Reykjavíkur 2014 Skákmeistarar Reykjavíkur Mótstöflur

Lesa meira »

Flækjur og fórnir í 7.umferð Skákþingsins

Í gær var tefld 7.umferð í Skákþingi Reykjavíkur. Líkt og í fyrri umferðum höfðu áhorfendur úr nægum efnivið að moða til skrafs og skeggræðna á kaffistofunni. Mikið var um óvænt úrslit, tveir titilhafar urðu að játa sig sigraða og ungviðið sýndi takta. Það sem einkenndi þessa umferð þó fyrst og fremst voru kyngimagnaðar taflstöður sem komu upp á fjölmörgum borðum ...

Lesa meira »

Árnaðaróskir til Friðriks Ólafssonar

Taflfélag Reykjavíkur sendir hugheilar árnaðaróskir til Friðriks Ólafssonar í tilefni af 80 ára afmælinu!  Við viljum þakka þér fyrir allt það sem þú hefur gert fyrir félagið og skákina í gegnum áratugina.  Sannkölluð fyrirmynd bæði við skákborðið og utan þess.  Heill þér Friðrik Ólafsson. Kveðja, Stjórn Taflfélags Reykjavíkur

Lesa meira »

Stórmeistarinn sýnir klærnar

Í gærkvöldi fór fram spennuþrungin 6.umferð Skákþings Reykjavíkur og má öllum vera ljóst eftir að síðasta klukkan stöðvaðist að leikar eru heldur betur farnir að æsast. Forystusauðirnir töpuðu, hvítu mennirnir reyndust happadrjúgir á sjö af efstu átta borðunum, ungviðið lék við hvurn sinn fingur og mikið var um óvænt úrslit. Stórmeistarinn, Stefán Kristjánsson (2492), sýndi mátt sinn og megin á ...

Lesa meira »

Skákir Skákþingsins

Gauti Páll Jónsson hefur slegið inn skákir 1.-3. umferðar í Skákþingi Reykjavíkur sem nú stendur yfir.  Þær má nálgast hér.  Fleiri skákir væntanlegar.

Lesa meira »

Dagur og Dagur leiða Skákþingið eftir 5.umferð

Margar spennandi viðureignir voru í 5.umferð Skákþings Reykjavíkur sem tefld var síðastliðinn sunnudag. Hart var barist á toppnum sem fyrr og urðu tveir titilhafar að játa sig sigraða. Á 1.borði mættust alþjóðlegi meistarinn Dagur Arngrímsson (2368) og FIDE meistarinn Guðmundur Gíslason (2315) í hörkuskák. Í þessari orrustu um toppsætið mættust stálin stinn og varð eitthvað undan að láta. Svo fór ...

Lesa meira »

Laugardagsæfingar T.R. komnar á fullt

Barna- og unglingaæfingar Taflfélags Reykjavíkur hófust um síðastliðna helgi en á sama tíma fór fram Íslandsmót barna tíu ára og yngri þar sem margir fastagesta æfinganna voru meðal þátttakenda.  Laugardagsæfingarnar halda áfram í dag og verður þá kynnt til leiks örlítið breytt fyrirkomulag byrjendaæfinganna sem hafa mælst mjög vel fyrir.  Með breytingunni er vonast til að betur verði komið til ...

Lesa meira »

Yfir 5.000 skákir úr mótum T.R.

Hér eru aðgengilegar í einni pgn skrá ríflega fimm þúsund skákir úr mótum Taflfélags Reykjavíkur á undanförnum árum.  Mótin sem um ræðir eru: Haustmót T.R. 2005 og 2008-2014 Skákþing Reykjavíkur 2006 og 2008-2014 Boðsmót T.R. 2006-2008 Skákmót öðlinga 2005-2006, 2009 og 2012-2014 Vetrarmót öðlinga 2011-2013 U-2000 mótið 2005 Stórmeistaramót T.R. 2013 WOW-air mótið 2014

Lesa meira »

Guðmundur Gíslason einn efstur í Skákþinginu!

Gauti Páll Jónsson skrifar   Skákþing Reykjavíkur hefur farið vel af stað með miklum sviptingum í síðustu umferðum! Í gærkvöldi lagði Guðmundur Gíslason (2315) Sævar Bjarnason (2114) og er því einn efstur með fullt hús eftir fjórar umferðir. Stórmeistarabaninn Þorvarður Fannar Ólafsson (2245) og Fjölnismaðurinn Oliver Aron Jóhannesson (2170) gerðu jafntefli á öðru borði en þeir unnu báðir titilhafa í ...

Lesa meira »

Mergjuð úrslit á Skákþinginu

Það má með sanni segja að á ýmsu hafi gengið í Faxafeninu í gær þegar 3.umferð Skákþings Reykjavíkur var tefld. Efstu borð léku á reiðiskjálfi og efnileg skákæskan stríddi sér reyndari og stigahærri skákmönnum svo eftir var tekið. Óvænt úrslit litu dagsins ljós á fimm af sex efstu borðunum. Þorvarður Fannar Ólafsson (2245) hefur gert mörgum meistaranum skráveifu í gegnum ...

Lesa meira »

Guðmundur nálgast stórmeistaratitilinn

TR-ingurinn og alþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson gerði harða atlögu að sínum þriðja og síðasta áfanga að stórmeistaratitli á Hastings mótinu sem fór fram á dögunum. Guðmundur hlaut 7 vinninga í níu umferðum og hafnaði í 2.-4. sæti en hann tapaði aðeins einni skák og vann sex. Árangur Guðmundar samsvarar 2578 Elo-stigum og hækkar hann um 17 Elo-stig og er því ...

Lesa meira »

Baráttan heldur áfram á Skákþinginu

Nokkuð var um óvænt úrslit í 2.umferð Skákþings Reykjavíkur sem fram fór síðastliðið miðvikudagskvöld. Bar þar hæst sigur hins efnilega TR-ings Arons Þórs Mai (1262) á stjórnarmanni Skáksambands Íslands, Óskari Long Einarssyni (1619). Sterkur sigur hjá Aroni sem er til alls líklegur við skákborðið um þessar mundir. Þá gerði Bjarni Sæmundsson (1895) jafntefli við annan stjórnarmann Skáksambandsins, skákdómarann geðþekka Omar ...

Lesa meira »