Spennandi barátta á Þriðjudagsmóti – um 2. sætið…



Ekki varð stórkostleg barátta um efsta sætið á Þriðjudagsmóti vikunnar hjá TR. Vignir Vatnar Stefánsson gaf engin grið og vann mótið með traustri taflmennsku í öllum umferðum. Spennan varð aftur á móti því meiri um 2. sætið en á því áttu einir fimm skákmenn möguleika fyrir síðustu umferð. Magnús Már Pálsson var efstur þeirra en átti eftir að tefla við ofannefndan Vigni og niðurstaðan varð að Magnús Sigurðsson náði sætinu en jafn honum að vinningum en aðeins lægri á stigum varð Bjarni Þór Magnússon. Stigahástökkvari mótsins varð hins vegar áðurnefndur Magnús Már sem hentist upp um 35 stig þrátt fyrir tapið gegn Vigni í síðustu umferð.
Önnur úrslit og lokastöðu má annars sjá hér.
Næsta þriðjudagsmót verður 16. mars. Taflið hefst að venju 19:30 og tímamörk eru 15 mínútur og 5 sekúndna viðbótartími.