Fréttir

Allar helstu fréttir frá starfi TR:

Reykjavíkurmótið hafið

  1. umferð á Reykjavíkurskákmótinu var fyrir margra hluta athygliverð. Hæst bar glæsilegur og sannfærandi sigur Björns Þorfinnssonar á stigahæsta keppanda mótsins, Wang Yue. Einnig voru margir Íslendingar að ná góðum úrslitum gegn erlendum keppendum. Af T.R.ingum bar hæst viðureign Hannesar Hlífars og Guðmundar Kjartanssonar. Skák þeirra endaði með jafntefli, eftir harða baráttu, þar sem Guðmundur var um tíma að ...

Lesa meira »

Dagur Arngrímsson alþjóðlegur meistari?

Samkvæmt útreikningum reiknimeistara hefur Dagur Arngrímsson náð 2399,65 stigum. Ef FIDE námundar rétt er Dagur kominn með 2400 eló stig og ætti því að vera útnefndur alþjóðlegur meistari á næsta þingi FIDE. TR óskar Degi til hamingju með góðan árangur undanfarið og með titilinn, ef við gefum okkur að rétt sé reiknað.

Lesa meira »

Til hamingju TRingar

með Íslandsmeistaratitilinn. Undirritaður vill þakka sérstaklega Sigurlaugu Regínu Friðþjófsdóttur fyrir frábært starf við undirbúning Íslandsmót skákfélaga 2007-2008 og öfluga framgöngu á meðan á mótinu stóð.  Einnig vill undirritaður þakka Óttari Felix og Kristjáni Erni fyrir þeirra framlag. Og öllum sem mættu á staðinn og tóku þátt í mótinu fyrir hönd T.R. Með TR kveðju Vefstjóri

Lesa meira »

TR Íslandsmeistarar 2008

www.skak.is Taflfélag Reykjavíkur Íslandsmeistari skákfélaga Taflfélag Reykjavíkur varð rétt í þessu Íslandsmeistari skákfélaga eftir æsispennandi viðureign við fráfarandi Íslandsmeistara.  Hellismenn þurftu að vinna 5-3 og um tíma virtist það geta gerst.  TR-ingar sýndu þó mikla seiglu á lokametrunum og unnu viðureignina 4,5-3,5 og hampa því Íslandsmeistaratitlinum.  Bolvíkingar sigruðu í 2. deild. 1. deild: Úrslit 7. umferðar: TR – Hellir-a 4,5-3,5 ...

Lesa meira »

Góður dagur hjá T.R.

Mikið gekk á. Við TRingar a-sveit lentum í vandræðum í efstu deildinni. Við misstum tvo menn út, tvo stórmeistara reyndar; þá Friðrik Ólafsson og Þröst Þórhallsson.Í stað þeirra komum við Dagur Arngrímsson, tilvonandi alþjóðlegur meistari. Ekki leit þetta vel út. Ég fékk reyndar fína stöðu og vann peð, og síðan skákina nokkuð auðveldlega. En stöðurnar á öðrum borðum voru ekki ...

Lesa meira »

Íslandsmót skákfélaga: seinni hlutinn hefst í kvöld

Úrslitin munu ráðast á Íslandsmóti skákfélaga á laugardag, en síðari hluti keppninnar fer fram í Rimaskóla um helgina.  Taflfélag Reykjavíkur hefur góða forystu í fyrstu deild, hefur 3,5 vinnings forskot á Íslandsmeistara Taflfélagsins Hellis og Skákdeild Hauka.  Fjölnismenn eru þar skammt undan og hafa þessi fjögur lið raunhæfan möguleika á sigri.   Í lokaumferð mótsins mætast TR og Hellir og gæti ...

Lesa meira »

Grand Prix mót í kvöld

Grand Prix mót fer fram í kvöld eins og vanalega í Skákhöllinni Faxafeni 12. Mótið hefst kl. 19.30 og tefldar verða 7 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma. Ókrýndur sigurvegari síðasta móts var hraðskákmeistari T.R., Kristján Örn Elíasson. Næstir komu Óttar Felix Hauksson og Dagur Andri Friðgeirsson.

Lesa meira »

Grand Prix mót í kvöld

Grand Prix mót fer fram í kvöld eins og vanalega í Skákhöllinni Faxafeni 12. Mótið hefst kl. 19.30 og tefldar verða 7 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma.  

Lesa meira »

Guðmundur varð Norðurlandameistari

Guðmundur Kjartansson úr T.R. varð í dag Norðurlandameistari í skólaskák í efsta flokki, en hann varð jafn alþjóðameistaranum Helga Ziska að vinningum, en vann á stigum, enda hafði hann unnið Helga í innbyrðis skák. TRingar áttu tvo aðra fulltrúa. Daði Ómarsson varð í þriðja sæti í sínum flokki, en Friðrik Þjálfi Stefánsson varð í skiptu þriðja sæti í sínum flokki. ...

Lesa meira »

Arnar sigraði á Grand Prix mótinu

Önnur umferð Grand Prix mótsins í Skákhöllinni í Faxafeni fór fram í gærkvöldi. Þátttakendur voru tíu á aldrinum 10 til 73 ára! Tefldar voru 9 umferðir með 7. mínútna umhugsunartíma. Úrslit urðu sem hér segir:   1. Arnar Gunnarsson, 9 v af 9 2. Jóhann H. Ragnarsson, 71/2 v. 3. Jorge Fonseca, 61/2 v. 4-5. Elsa María Kristínardóttir, 51/2 v. 4-5. ...

Lesa meira »

Grand Prix mót á fimmtudagskvöldið

Grand Prix mótaröð TR og Skákdeildar Fjölnis verður framhaldið annað kvöld, fimmtudagskvöld, og hefst taflið klukkan 19.30. Allir velkomnir. Þátttökugjald er kr. 500 fyrir fullorðna, en frítt er fyrir grunnskólabörn.

Lesa meira »

Lárus í T.R.

Lárus Ari Knútsson (2113) hefur tilkynnt félagaskipti úr Haukum í Taflfélag Reykjavíkur. Lárus er uppalinn í Taflfélaginu, en hefur gert garðinn frægan utan félagsins á síðustu árum. Hann snýr nú heim á fornar slóðir.  Taflfélagið býður Lalla velkominn heim!  

Lesa meira »

Yfirlýsing frá formanni T.R.

Taflfélag Reykjavíkur fagnar sérstaklega endurkomu Benedikts Jónassonar í félagið.  Það er  ekki aðeins að Benedikt sé afbragðs skákmaður sem getur velgt hvaða stórmeistara sem er undir uggum og er verulegur styrkur hverju félagi, heldur ekki síður hversu félagslega mikill akkur það er að hafa Benedikt Jónasson innan sinna vébanda. Benni er bæði ráðgóður og réttsýnn að ógleymdrí hjálpseminni og handlagninni ...

Lesa meira »

Arnar sigraði á 1. Grand Prix mótinu 2008

Ný Grand- Prix mótaröð byrjuð- Arnar E. Gunnarsson tekur forystuna.   Þrátt fyrir snjóþyngsli og þunga færð í Reykjavík var tugur vaskra skákmanna mættur í Skákhöllina Faxafeni, þegar önnur Grand Prix mótaröð TR og Fjölnis hófst þar fimmtudagskvöldið 7. febrúar. Tefldar voru 9 umferðir og var umhugsunartíminn 7 mínútur á mann fyrir hverja skák. Það var hart barist og þegar ...

Lesa meira »

Grand Prix á fimmtudagskvöldið

Fimmtudagskvöldið 7. febrúar kl. 19.30 hefst Grand Prix enn á ný. Fyrirkomulagið verður að mestu leyti með sama hætti og í haust nema hvað verðlaun verða enn betri. M.a. verða 2 farmiðar í boði á Politiken Cup, bíómiðar og fleira. Nú er um að gera að mæta. Mótið verður nánar auglýst á www.taflfelag.is og www.skak.is

Lesa meira »

Benedikt Jónasson í T.R.

Benni er kominn heim!  Vefstjóra barst tilkynning þess efnis nú rétt fyrir stundu. Vefstjóri þarf nú að taka smá hlé meðan hann nær sér niður. Nánar síðar.

Lesa meira »

TR-ingar að tafli

Félagsmenn í Taflfélagi Reykjavíkur sitja nú að tafli á mörgum vígstöðvum. Stefán Kristjánsson, alþjóðlegur meistari, og Dagur Arngrímsson, FIDE-meistari, stóðu sig afar vel á móti í Marianske Lazne í Tékklandi. Báðir sigruðu í sínum flokkum, Stefán í SM-flokki, en Dagur í AM-flokki. Stefán tefldi í SM-b og varð efstur ásamt Þjóðverjanum Yakov Meister. Hann vann fjórar skákir, þar af tveir ...

Lesa meira »

Grand Prix mótin hefjast aftur í febrúar

Af óviðráðanlegum ástæðum hefjast Grand Prix mótin ekki aftur fyrr en fyrsta fimmtudag í febrúar, þ.e. eftir viku. Skorað er á menn að fjölmenna á þessu mót, sem hafa þótt afar vel lukkuð.

Lesa meira »