Hannes Hlífar Íslandsmeistari í 10. sinn!Hannes Hlífar Stefánsson, Taflfélagi Reykjavíkur, varð í gær Íslandsmeistari í skák í tíunda sinn á ellefu árum.  Aðeins árið 2000 sigraði Hannes ekki en þá var hann ekki meðal þátttakenda í Íslandsmótinu.

Sigurinn í ár var öruggur hjá Hannesi og var hann 1,5 vinningi á undan næsta manni, stórmeistaranum Henrik Danielsen.