TR vann öruggan sigur á FjölniÍslandsmeistarar Taflfélags Reykjavíkur unnu öruggan sigur á Skákdeild Fjölnis í 2. umferð (8 liða úrslitum) Hraðskákkeppni taflfélaga, sem fram fór 25. ágúst síðastliðinn. Lokatölur urðu 49 vinningar gegn 23 vinningum gestanna.   Bergsteinn Einarsson fékk flesta vinninga heimamanna en Ingvar Ásbjörnsson var bestur gestanna. 

Einstaklingsúrslit:

Taflfélag Reykjavíkur:

 • Arnar E. Gunnarsson 4 v. af 4
 • Bergsteinn Einarsson 9½ v. af 11
 • Snorri Bergsson 9 v. af 12
 • Kristján Örn Elíasson 4½ v. af 6
 • Daði Ómarsson 8 v. af 12
 • Björn Þorsteinsson 7 v. af 12
 • Júlíus Friðjónsson 5½ af 11
 • Óttar Felix Hauksson 1½ v. af 4

Skákdeild Fjölnis:

 • Davíð Kjartansson 2 v. af 2
 • Ingvar Ásbjörnsson 7 v. af 12
 • Dagur Andri Friðgeirsson 6 v. af 12
 • Erlingur Þorsteinsson 5½ v. af 12
 • Vignir Bjarnason 2 v. af 12
 • Sigríður Björg Helgadóttir ½ v. af 11
 • Hörður Aron Hauksson 0 v. af 11