TR sigraði SA örugglegaTaflfélag Reykjavíkur sigraði Skákfélag Akureyrar örugglega í undanúrslitum Hraðskákkeppni taflfélaga síðastliðið fimmtudagskvöld.  Leikar fóru 53-19 TR í vil og stóð Stefán Kristjánsson sig best af TR-ingum og sigraði allar sínar 12 skákir, því næst kom Þröstur Þórhallsson með 11 vinninga af 12.  Árangur TR-inga var annars sem hér segir:

  • Stefán Kristjánsson 12 v. af 12
  • Þröstur Þórhallsson 11 v. af 12
  • Arnar E. Gunnarsson 9½ v. af 12
  • Guðmundur Kjartansson 7½ v. af 12
  • Bergsteinn Einarsson 7 v. af 12
  • Snorri G. Bergsson 5 v. af 8
  • Julíus Friðjónsson 2 v. af 4

Í hinni undanúrslitaviðureigninni lögðu Bolvíkingar Helli í spennuþrunginni viðureign sem endaði að lokum 37-35 Bolvíkingum í vil.