Fimmtudagsmót TR hefjast í kvöld kl. 19.30Í kvöld hefjast fimmtudagsæfingar TR á nýjan leik eftir sumarfrí.  Teflt er í Skákhöll TR, Faxafeni 12.

Tefldar verða 7 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma og fær sigurvegari mótsins glæsilegan verðlaunapening að launum.  Þátttökugjald er kr. 500 en ókeypis er fyrir börn 15 ára og yngri.  Boðið verður upp á léttar veitingar endurgjaldslaust.  Húsið opnar kl. 19.10.

Stjórn TR hvetur alla skákáhugamenn til að fjölmenna og eiga skemmtilega kvöldstund yfir skákborðinu.