Author Archives: Þórir

Stemming á öðru skemmtikvöldi T.R.

Það var mikil stemming á öðru skemmtikvöldi Taflfélags Reykjavíkur sem fram fór á föstudagskvöldið.  Níu sterk lið voru mætt til leiks í “Heili og hönd” þar sem tefldar voru Fischer Random stöður.  Reglulega var gert hlé á taflmennskunni til að hlaða batteríin og heimsækja nágranna okkar á Billiardbarnum. Taflmennskan var oft á tíðum mjög skrautleg líkt og á Íslandsmeistaramótinu í ...

Lesa meira »

Fischer Random heili og hönd: Upphafsstöður 1.-4. umferðar

Í kvöld fer fram annað skemmtikvöld Taflfélags Reykjavíkur en hið fyrsta fór fram í mars mánuði við góðar undirtektir.  Þá var haldið fyrsta Íslandsmótið í Fischer Random sem alþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartannsson sigraði örugglega í.  Í kvöld verður áframhald á Fischer Random taflmennsku en að þessu sinni með fyrirkomulaginu Heili og hönd.  Upphafsstöður fyrstu fjögurra umferðanna liggja nú fyrir, eilítið ...

Lesa meira »

Ögmundur efstur á Öðlingamótinu

Ögmundur Kristinsson er efstur með 4,5 vinning á Skákmóti öðlinga eftir sigur á Sigurlaugu R. Friðþjófsdóttur í fimmtu umferð sem fram fór í gærkvöldi.  Alþjóðlegi meistarinn Sævar Bjarnason og Vigfús Vigfússon koma næstir með 4 vinninga en Sævar gerði jafntefli við núverandi Öðlingameistara, Þorvarð F. Ólafsson, á meðan að Vigfús hafði betur gegn Ólafi Gísla Jónssyni.  Sigurlaug og Þorvarður eru ...

Lesa meira »

Skemmtikvöld TR á föstudag: Heili og hönd í Fisher Random

Nú er komið að öðru skemmtikvöldi Taflfélags Reykjavíkur sem haldið er í samstarfi við Billiardbarinn. Eftir stórskemmtilegt fyrsta skemmtikvöld félagsins þar sem Guðmundur Kjartansson tryggði sér fyrsta Íslandsmeistaratitillinn í Fischer Random þá verður nú keppt í Heili og hönd í Fischer Random! Umferðafjöldi (swiss eða round robin) fer eftir þátttöku og tefldar verðar skákir með 5 mínútna umhugsunartíma. Tvö hlé ...

Lesa meira »

Hjörvar Steinn efstur á Wow air mótinu

Stórmeistarinn Hjörvar Steinn Grétarsson sigraði Dag Ragnarsson í þriðju umferð Wow air mótsins-Vormóts Taflfélags Reykjavíkur sem fram fór í gær.  Hjörvar er efstur með fullt hús vinninga en næstir með 2,5 vinning eru stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson sem lagði kollega sinn, Stefán Kristjánsson, og Fide meistarinn Ingvar Þór Jóhannesson sem knésetti Fide meistarann Guðmund Gíslason.  Fjórir skákmenn fylgja á eftir ...

Lesa meira »

Fjölmennri Páskaeggjasyrpu lokið

Það var glatt á hjalla í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur í dag þegar lokamót Páskaeggjasyrpu félagsins og Nóa Síríus fór fram.  Líkt og í fyrri mótunum tveimur tók á áttunda tug krakka þátt í mótinu en flestir af efnilegustu skákkrökkum þjóðarinnar voru á meðal þátttakenda í syrpunni sem samanstóð af þremur mótum sem haldin voru síðustu þrjá sunnudagana fyrir páska. Í ...

Lesa meira »

Lokamótið í Páskaeggjasyrpu Nóa Síríus og TR

Nú styttist í þriðja og síðasta mótið í Páskaeggjasyrpu Taflfélags Reykjavíkur og Nóa Síríus en tæplega 80 krakkar tóku þátt í hvoru af fyrstu tveimur mótunum.  Mótið fer fram á sunnudag og hefst kl. 14 og eru allir þeir sem skráðu sig upphaflega hvattir til að mæta aftur.  Þeir sem ekki skráðu sig en vilja taka þátt geta skráð sig ...

Lesa meira »

Sigurlaug á flugi í Öðlingamótinu

Þegar fjórum umferðum af sjö er lokið á Skákmóti öðlinga eru Sigurlaug R. Friðþjófsdóttir, Ögmundur Kristinsson og alþjóðlegi meistarinn Sævar Bjarnason efst og jöfn með 3,5 vinning hver.  Í fjórðu umferð, sem fór fram í gærkvöldi, gerðu Sævar og Ögmundur jafntefli í innbyrðis viðureign en Sigurlaug vann Sigurð Kristjánsson og heldur þar með áfram góðu gengi eftir sigurinn á núverandi ...

Lesa meira »

Mikið fjör í 2. umferð Wow air mótsins

Það vantaði ekki dramatíkina þegar önnur umferð Wow air mótsins fór fram í gærkvöldi í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur.  Á efsta borði tefldi Fide meistarinn, Ingvar Þór Jóhannesson, feykilega vel gegn stórmeistaranum og margföldum Íslandsmeistara, Hannesi Hlífari Stefánssyni, sem mátti þakka fyrir að ná jafntefli en Ingvar var með unna stöðu lengi vel peði yfir í hróksendatafli. Þá sigraði Dagur Ragnarsson ...

Lesa meira »

Gauti og Óskar sigruðu á öðru Páskaeggjamótinu

Annað mótið í Páskaeggjasyrpu Taflfélags Reykjavíkur og Nóa Síríus fór fram í dag og líkt og í fyrsta mótinu tók á áttunda tug krakka þátt, 45 í yngri (2005-2008) flokki og 29 í eldri (1998-2004) flokki.  Í yngri flokknum sigraði Óskar Víkingur Davíðsson glæsilega með fullu húsi vinninga eða 6 vinninga af 6 mögulegum en jafnir í 2.-4. sæti með ...

Lesa meira »

Annað mótið í Páskaeggjasyrpu Nóa Síríus og TR

Nú styttist í annað mótið af þremur í Páskaeggjasyrpu Taflfélags Reykjavíkur og Nóa Síríus en tæplega 80 krakkar tóku þátt í fyrsta mótinu.  Mótið fer fram á sunnudag og hefst kl. 14 og eru allir þeir sem skráðu sig í mótið hvattir til að mæta aftur.  Þeir sem ekki skráðu sig en vilja taka þátt geta skráð sig á staðnum ...

Lesa meira »

Þrír leiða á Skákmóti öðlinga

Ekki var mikið um óvænt úrslit þegar þriðja umferð Skákmóts öðlinga fór fram í gærkvöldi.  Á efsta borði sigraði alþjóðlegi meistarinn, Sævar Bjarnason, Siguringa Sigurjónsson.  Sævar er efstur með fullt hús vinninga ásamt Ögmundi Kristinssyni sem lagði Sigurjón Haraldsson og Sigurði Kristjánssyni sem vann Árna H. Kristjánsson.  Næst með 2,5 vinning koma Sigurlaug R. Friðþjófsdóttir og Vignir Bjarnson. Í fjórðu ...

Lesa meira »

Wow air stórmótið hófst í gær

Wow air mótið – Vormót Taflfélags Reykjavíkur hófst í gærkvöldi í skákhöll félagsins að Faxafeni 12.  Mótið er nú haldið í fyrsta sinn og keppt er í tveimur stigaflokkum, A flokki fyrir skákmenn yfir 2200 elo skákstig og B flokki fyrir skákmenn á bilinu 2000-2199 elo.  Það má með sanni segja að mótinu hafi verið tekið opnum örmum því margir ...

Lesa meira »

Glæsilegur hópur krakka á fyrsta móti Páskaeggjasyrpunnar

Það var mikið fjör í gær þegar fyrsta mótið í Páskaeggjasyrpu Nóa Síríus og Taflfélags Reykjavíkur var haldið í húsakynnum félagsins að Faxafeni 12.  Á áttunda tug barna mætti til leiks en tefldar voru sex umferðir í tveimur flokkum með tíu mínútna umhugsunartíma á keppanda.  Mótahald gekk afburðar vel og var aðdáunarvert hve fagmannlega krakkarnir, sem voru á öllum aldri, ...

Lesa meira »

Nói Síríus Páskaeggjasyrpan hefst í dag

Löng hefð er fyrir því að halda páskaeggjamót og æfingar hjá taflfélögunum í borginni í aðdraganda páska.  Í ár ætla Taflfélag Reykjavíkur og Nói Síríus að gera sérstaklega vel við yngstu skákiðkendurna og bjóða öllum krökkum á grunnskólaaldri að taka þátt í Páskaeggjasyrpunni 2014! Með þessu framtaki vill T.R. í samstarfi við Nóa Síríus þakka þeim gríðarlega fjölda sem sótt ...

Lesa meira »

WOW air mótið: Skráningu lýkur á miðnætti

Glænýtt og stórglæsilegt skákmót bætist nú við í mjög svo metnaðarfulla mótadagskrá Taflfélags Reykjavíkur því þann 31. mars næstkomandi hefst Wow air Vormót Taflfélags Reykjavíkur í skákhöll félagsins að Faxafeni 12. Meðal keppenda verður stórmeistarinn og margfaldur Íslandsmeistari, Hannes Hlífar Stefánsson (2541).   Tefldar verða sjö umferðir eftir svissneska kerfinu og er umhugsunartíminn 90 mínútur á fyrstu 40 leikina en ...

Lesa meira »

Guðmundur Kjartansson Íslandsmeistari í Fischer Random

Alþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson sigraði örugglega á fyrsta Íslandsmótinu í Fischer Random sem haldið var í gær á Skemmtikvöldi Taflfélags Reykjavíkur.  Guðmundur hlaut 11,5 vinning, þremur vinningum meira en alþjóðlegu meistararnir Jón Viktor Gunnarsson og Björn Þorfinnsson, en tefldar voru 12 umferðir.  Jafnir í 4.-6. sæti með 7,5 vinning voru Fide meistarinn Einar Hjalti Jensson, Rúnar Berg og alþjóðlegi meistarinn ...

Lesa meira »

Nói Síríus Páskaeggjasyrpan hefst á morgun

Löng hefð er fyrir því að halda páskaeggjamót og æfingar hjá taflfélögunum í borginni í aðdraganda páska.  Í ár ætla Taflfélag Reykjavíkur og Nói Síríus að gera sérstaklega vel við yngstu skákiðkendurna og bjóða öllum krökkum á grunnskólaaldri að taka þátt í Páskaeggjasyrpunni 2014! Með þessu framtaki vill T.R. í samstarfi við Nóa Síríus þakka þeim gríðarlega fjölda sem sótt ...

Lesa meira »