Vignir Vatnar og Alexander Oliver í úrslit Barna-blitz!TR-ingarnir Vignir Vatnar Stefánsson og Alexander Oliver Mai tryggðu sér í gær sæti í úrslitum Barna-blitz sem fram fer í Hörpu laugardaginn 15. mars.

 

Keppt var um tvö sæti á laugardagsæfingu Taflfélagsins og voru tefldar 6 umferðir með tímamörkunum 4 +2 líkt og notuð verða í úrslitakeppninni.

Vignir Vatnar varð efstur en hann leyfði einungis eitt jafntefli og kom í mark með 5 1/2 vinning.  Alexander fór einnig taplaus í gegnum mótið, vann fjórar skákir og gerði tvö jafntefli gegn Vigni Vatnar og Halldóri Atla Kristjánssyni sem endaði í 3.-4. sæti ásamt Birki Ísak Jóhannessyni.

Fjórir krakkar úr afrekshóp Taflfélags Reykjavíkur hafa tryggt sér sæti í úrslitunum en alls er búið að keppa um sex sæti.  Ásamt þeim Vigni Vatnar og Alexander Oliver hafa Mikhailo Kravchuk og Róbert Luu þegar tryggt sér þátttökurétt.  Sannarlega glæsilegur árangur!  Tvö sæti eru enn í boði og keppt verður um þau á æfingu hjá Skákfélaginu Huginn á morgun kl. 17.15

Nánar um Reykjavík Open Barna-blitz 2015 hér