Author Archives: Björn Jónsson

Vormót TR blásið af.

Vormot_Background_FB

Sökum mjög lélegrar skráningar í Wow air vormót TR hefur verið ákveðið að fella niður mótið.   Það hlítur að vera umhugsunarefni fyrir skákhreyfinguna þegar okkar sterkari skákmenn sem þó hafa kallað eftir fjölbreyttara mótahaldi, sjá sér ekki fært að taka þátt í móti sem var sérstaklega hugsað fyrir þá. TR vill þakka þeim sem skráðu sig til leiks og okkur ...

Lesa meira »

Frestur til að skrá sig í Wow air rennur út á morgun.

Vormot_Background_FB

Frestur til að skrá sig í Wow air vormót Taflfélags Reykjavíkur rennur út á morgun, sunnudaginn 10. apríl kl. 18.  Það er ekki eftir neinu að bíða fyrir þá skákmenn sem hyggjast taka þátt! Frekari upplýsingar um mótið og skráning hér

Lesa meira »

Boðsgestið í Wow air vormót TR valdir.

Vormot_Background_FB

Valið var úr fjölmörgum umsóknum í gær fyrir A og B flokk Wow air mótsins sem hefst í byrjun næstu viku.  Ákveðið var vegna fjölda umsókna að fjölga boðssætum um eitt í hvorum flokki. Í B flokk verður eftirtöldum skákmönnum boðin þátttaka: Stefán Bergsson varð fyrir þeirri ógæfu að falla óvænt niður fyrir 2000 stiga múrinn á árinu.  Enginn efast ...

Lesa meira »

Páskaeggjum rigndi á fjölmennu lokamóti Páskaeggjasyrpunnar!

Mot3-19

Páskeggjasyrpu Nóa Síríus og Taflfélags Reykjavíkur lauk í dag en þá fór fram þriðja og lokamót syrpunnar.  Frábær mæting var í höllina enda mikið undir.  Ekki var einungis hörð baraátta um sigur í lokamótinu heldur var einnig og ekki síður undir sigur samanlagt í syrpunni.  Margir kassar fullir af gómsætum páskaeggjum frá Nóa biðu þess að verða opnaðir í mótslok fyrir alla hressu ...

Lesa meira »

Lokamót Páskaeggjasyrpunnar fer fram á sunnudag!

Mot1-27

Páskaeggjasyrpa Nóa Síríus og Taflfélags Reykjavíkur hefur slegið rækilega í gegn en mikill fjöldi krakka hefur tekið þátt í mótum syrpunnar.  Í ár endurtökum við leikinn og með þessu framtaki vill T.R. í samstarfi við Nóa Síríus þakka þeim gríðarlega fjölda sem sótt hefur barna- og unglingaæfingar félagsins í vetur. Þriðja og lokamót syrpunnar fer fram næstkomandi sunnudag og hefst venju samkvæmt ...

Lesa meira »

Páskeggjasyrpa Nóa Síríus og TR hófst í dag!

Mot1-27

Hin vinsæla og skemmtilega Páskaeggjasyrpa Nóa Síríus og Taflfélags Reykjavíkur hófst í dag þegar fyrsta mótið af þremur fór fram.  Líkt og undanfarin ár er keppt í tveimur aldursflokkum, 6 umferðir með 10 mínútna umhugsunartíma. Í yngri flokki, (þriðju bekkingar og yngri) voru yfir 20 krakkar mættir til leiks og voru margir ekki háir í loftinu.  En allir kunnu þeir ...

Lesa meira »

Vignir Vatnar lagði annan alþjóðlegan meistara að velli!

IMG_7840

Það gékk mikið á í Skákhöllinni í gærkvöld er 6. umferðin í Skákþingi Reykjavíkur fór fram.  Margra augu beindust að viðureign hins unga Vignis Vatnars og alþjóðameistarans Guðmundar Kjartanssonar.  Vignir sem er einungis 12 ára er búinn að telfa eins og sá sem valdið hefur í mótinu til þessa og lagði t.a.m. alþjóðameistarann Björn Þorfinnsson að velli í 3. umferð. ...

Lesa meira »

Vignir Vatnar sigraði á Jólahraðskákmóti TR!

Jolamot_TR_2015_head

Það var rífandi stemming í Skákhöllinni þegar 35 stríðalin jólabörn mættu til leiks á Jólahraðskákmót Taflfélags Reykjavíkur í gærkvöldi. Tefldar voru 2×7 umferðir með 5 mínútur á klukkunni. Sigurvegari síðasta árs Oliver Aron Jóhannesson var mættur til að verja titilinn en einnig margar aðrar þekktar klukkubarningsvélar eins og Ólafur B. Þórsson, Gunnar F. Rúnarsson og Billiardsbars-bræðurnir Jóhann Ingvason og Kristján ...

Lesa meira »

Annað mótið í Bikarsyrpu TR hófst í dag

U2000_2015_R1-21

Annað mótið í Bikarsyrpu Taflfélags Reykjavíkur hófst í dag þegar tefld var fyrsta umferðin af fimm.  19 keppendur taka þátt að þessu sinni, en nokkra fastagesti vantar að þessu sinni.  Einn þeirra,  Aron Þór Mai sem hefur verið afar sigursæll á mótaröðinni er nú ekki gjaldgengur lengur á mótið þar sem hann hækkaði um heil 124 stig á síðasta stigalista Fide og ...

Lesa meira »

Ágætur dagur hjá TR-ingum á HM í dag

panoramic_view

Í dag fór fram önnur umferð á Heimsmeistaramóti barna og unglinga í Porto Carras í Grikklandi.  Misvel gékk hjá íslensku keppendunum eins og gengur.  Heilt yfir var þó árangurinn ágætur og krakkarnir úr TR með 50% vinninga út úr viðureignum dagsins. Vignir Vatnar Stefánsson sigraði David Pan (1848) og er með fullt hús.  Hann teflir á fyrsta borði á morgun ...

Lesa meira »

Íslandsmót taflfélaga í Fischer Random á föstudagskvöld!

Chess Champion Bobby Fischer

Annað skemmtikvöld starfsársins hjá TR fer fram næstkomandi föstudagskvöld.  Þá mun fara fram Íslandsmót taflfélaga í Fischer random hraðskák.  Þetta verður í annað sinn sem mótið fer fram en í fyrra sigraði A sveit Taflfélags Reykjavíkur. Öll taflfélög eru hvött til að taka þátt og er frjálst að senda eins margar sveitir til leiks og þau kjósa. Samkvæmt venju verður gert ...

Lesa meira »

Aron Þór unglingameistari Taflfélags Reykjavíkur

B_og_ungl_meistaramot_TR_2015-23

Barna- og unglingameistaramót TR og stúlknameistaramót TR fór fram mitt í sannkölluðu vetrarfríi, en fyrsti snjórinn vitjaði Reykjavíkur í nótt. Þrátt fyrir skólafrí, þátttöku 17 íslenskra ungmenna á HM í Grikklandi og stíft mótahald undanfarið var þátttaka ágæt í mótinu, en 15 tóku þátt í Barna- og unglingameistaramótinu en 8 í stúlknameistaramótinu. Tefldar voru 15 mín. skákir og gaman var ...

Lesa meira »

HM barna og unglinga hefst í dag

panoramic_view

Í dag hefst í Porto Carras í Grikklandi heimsmeistaramót barna og unglinga.  Sjö ungmenni frá Taflfélagi Reykjavíkur taka þátt í mótinu og á félagið fulltrúa í öllum aldursflokkum nema þeim yngsta, 8 ára og yngri. Í elsta aldursflokki stúlkna (U18) tekur þátt landsliðsstúlkan Veronika Steinunn Magnúsdóttir (1773).  Áttatíu stúlkur taka þátt í flokknum og stigahæst er Adela Velikic frá Serbíu með ...

Lesa meira »

Æskan og Ellin 2015 Kynslóðabilið brúað!

AeskanOgEllin_2015-39

Í dag fór fram í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur hið mikla kynslóðabrúarskákmót, Æskan og Ellin, sem fór nú fram í tólfta sinn. Mótið er samstarfsverkefni Riddarans, skákklúbbs eldri borgara, Taflfélags Reykjavíkur og OLÍS sem jafnframt er stærsti bakhjarl mótsins. Að auki veita mótahaldinu góðan stuðning POINT á Íslandi, Urður bókaútgáfa Jóns Þ. Þórs og Litla Kaffistofan í forsvari Stefáns Þormars. Verðlaunasjóður var glæsilegur; peningaverðlaun, ...

Lesa meira »

Glæsilegur árangur TR-inga á Íslandsmóti ungmenna

IMG_7459

Um seinustu helgi fór fram Íslandsmót ungmenna í Rimaskóla. Fyrirkomulag keppninnar var með örlítið öðru sniði en áður og var keppt um 10 íslandsmeistaratitla í fimm aldursflokkum.  Á laugardegi voru tefldar 5 umferðir og komust þau sem hlutu 3 vinninga eða meira í úrslit á sunnudeginum. Börn og unglingar úr Taflfélagi Reykjavíkur létu sig ekki vanta frekar en fyrri daginn og ...

Lesa meira »

Oliver Aron sigraði á Hraðskákmóti Taflfélags Reykjavíkur

Hradskakmot_TR_2015-48

Í dag fór fram Hraðskákmót Taflfélags Reykjavíkur í skákhöll félagsins.  Setja átti mótið klukkan tvö en beðið var til hálfþrjú eftir nokkrum keppendum sem voru að taka þátt í Íslandsmóti ungmenna í Rimaskóla um morguninn og komu svo brunandi í Fenið. Stigahæstir keppenda voru FM hnakkarnir úr Grafarvoginum Dagur Ragnarsson (2272) og Oliver Aron Jóhannesson (2198) en þeim næstir á ...

Lesa meira »

Taflfélag Reykjavíkur vann allt á Íslandsmóti unglingasveita!

Isl_unglingasveita_2015-101

Um síðustu helgi fór fram Íslandsmót unglingasveita í Garðaskóla í Garðabæ. Taflfélag Reykjavíkur mætti þangað þungvopnað með níu sveitir sem er einni sveit fleira en í fyrra. Alls tóku nítjan sveitir þátt í mótinu og átti félagið því nær helming sveita á mótinu. Það ber breidd og öflugu barna og unglingastarfi félagsins fagurt vitni. Sérstaklega ánægjulegt var að nú tóku ...

Lesa meira »

Róbert Luu sigraði á fyrsta móti Bikarsyrpunnar!

Bikarsyrpan_mot1_2015-2016_r5-4

Fyrsta mótinu af sex í Bikarsyrpu Taflfélags Reykjavíkur lauk í dag en þá fóru fram lokaumferðirnar tvær. Stigahæstu keppendurnir þeir Aron Þór Mai (1502) og Róbert Luu (1490) tóku snemma forystu og mættust svo báðir með fullt hús í fjórðu umferðinni sem fram fór í morgun.  Þeirri skák lauk með jafntefli og því ljóst að úrslitin myndu ráðast í lokaumferðinni ...

Lesa meira »

Fyrsta skemmtikvöld vetrarins á föstudag!

Feature_Image_KingoftheHill

  Fyrsta skemmtikvöldið af tíu í þéttri vetrardagskrá Taflfélagsins fer fram næstkomandi föstudagskvöld og byrjar fjörið klukkan 20.00  Það verður ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur í byrjun heldur er Íslandsmeistaratitillinn í King of the hill undir! King of the hill er bráðskemmtilegt tilbrigði við hefðbundna skák: Allar skákreglur Fide gilda. Sérstaklega að leikur er löglegur þá ...

Lesa meira »

Guðmundur Kjartansson með lokaáfangann að stórmeistaratitli!

Skemmtikvöld_28_4_2014_FischerRandom-46

Guðmundur Kjartansson úr TR náði í dag lokaáfanga sínum að stórmeistaratitli á alþjóðlegu móti í Litháen með sigri í áttundu og næstsíðustu umferð.  Gummi er búinn að standa sig gríðarlega vel á mótinu og er langefstur með 6 1/2 vinning, heilum vinning á undan næstu mönnum. Guðmundur hefur sýnt ótrúlega elju og ástundun  við skákborðið á undanförnum árum og enginn ...

Lesa meira »