Boðsgestið í Wow air vormót TR valdir.



Valið var úr fjölmörgum umsóknum í gær fyrir A og B flokk Wow air mótsins sem hefst í byrjun næstu viku.  Ákveðið var vegna fjölda umsókna að fjölga boðssætum um eitt í hvorum flokki.

Í B flokk verður eftirtöldum skákmönnum boðin þátttaka:

Wildcards_B1_2016

Stefán Bergsson varð fyrir þeirri ógæfu að falla óvænt niður fyrir 2000 stiga múrinn á árinu.  Enginn efast samt um hæfileika piltsins og hann fær nú tækifæri til að vinna til baka eitthvað af þeim stigum sem hann hefur verið svo duglegur að gefa til annarra skákmanna undanfarið.

Wildcards_B3_2016

Björn Hólm Birkisson er einn af okkar allra efnilegustu og virkustu skákmönnum.  Hann á fullt erindi í flokkinn og gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna ef allt gengur vel.

Wildcards_B2_2016

Dawid Kolka er líkt og Björn einn af fulltúum ungu kynslóðarinnar sem við bindum vonir við að taki við kefli titla elítunnar sem nú eldist hratt.  Hann á fullt erindi í flokkinn.

Wildcards_B4_2016

Aron Þór Mai hefur sýnt athyglisverðar framfarir á skákárinu og hefur verið afar duglegur við æfingar og taflmennsku.  Hann fær nú kjörið tækifæri til að sanna sig í B flokknum.

Wildcards_B5_2016

Alexander Oliver Mai fær aukaboðssæti í flokknum.  Framfarir Alexanders hafa verið undraverðar í ár og því töldum við rétt að henda honum í djúpu laugina.  Eflaust getur róðurinn orðið erfiður fyrir pilt en enginn skildi vanmeta hann við borðið og Alexander mun verða reynslunni ríkari.

Í A flokk var 3 skákmönnum úthlutuð sæti.  Þeir eru:

Wildcards_A1_2016

Björgvin Víglundsson er sönnun þess að aldur er afstæður í skákinni.  Athyglisverð frammistaða í áskorendaflokki á dögunum auk mikils dugnaðar við að miðla af  þekkingu sinni til yngri skákmanna á árinu tryggir honum sæti í flokknum.

Wildcards_A2_2016

Mikael Jóhann Karlsson er einn af ungu skákmönnunum okkar sem við bíðum eftir að fari að taka stökk upp á við.  Við töldum sæti í A flokk gæti hjálpað til við það.

Wildcards_A3_2016

Bárður Örn Birkisson velgdi gömlu goðsögninni Beliavsky hressilega undir uggum á nýafstöðnu Reykjavíkurskákmóti svo eftir var tekið.  Hann hræðist engann og er tilbúinn að láta finna fyrir sér í A flokki mótsins.

Taflfélag Reykjavíkur bíður þessa skákmenn hjartanlega velkomna til leiks og minnir aðra skákmenn um leið á að drífa sig í að skrá sig.  Á morgun er síðasti dagur til að gera það áður en þátttökugjöld hækka.

Stjórnin