Vignir Vatnar lagði annan alþjóðlegan meistara að velli!vvs

Vignir Vatnar Stefánsson

Það gékk mikið á í Skákhöllinni í gærkvöld er 6. umferðin í Skákþingi Reykjavíkur fór fram.  Margra augu beindust að viðureign hins unga Vignis Vatnars og alþjóðameistarans Guðmundar Kjartanssonar.  Vignir sem er einungis 12 ára er búinn að telfa eins og sá sem valdið hefur í mótinu til þessa og lagði t.a.m. alþjóðameistarann Björn Þorfinnsson að velli í 3. umferð. Líkt og þá, tefldi hann undir vökulum augum langalangafa síns á fjórða borði og virðist það ávísun á gott gengi því Vignir vann Guðmund í mjög athyglisverðri skák.  Frábær frammistaða og fimm vinningar af sex komnir í hús hjá þeim stutta sem situr í 3.-5. sæti eftir umferðina.

Barður HTR_2015_R1-3

Fleiri óvænt úrslit litu dagsins ljós og þar voru einnig ungliðar TR í sviðsljósinu.  Þannig vann Björn Hólm Birkisson (1962) Fide meistarann Oliver Aron Jóhannesson (2198) nokkuð sannfærandi, og það sama gerði Aron Þór Mai (1714) í viðureign sinni við Siguringa Sigurjónsson (1985).

Þá hefur Héðinn Briem (1546) staðið sig mjög vel í mótinu til þessa og í gærkvöldi gerði hann jafntefli við Stefán Bergsson (2023) eftir að hafa verið með nær hartunna stöðu á tímabili.

Jón_Viktor_Gunnarsson Dagur_Ragnarsson

Á fyrsta borði gerðu alþjóðameistarinn Jón Viktor Gunnarsson og Fide meistarinn Dagur Ragnarsson jafntefli í lengstu skák umferðarinnar.   Jón Viktor vann snemma peð en Dagur varðist vel.  Undir lokin missti Jón þó af frekar augljósum vinningsleik og þurfti í framhaldinu að þráleika.  Stórmeistarinn Stefán Kristjánsson vann Jón Trausta Harðarson nokkuð sannfærandi og sama gerði alþjóðameistarinn Björn Þorfinnsson í skák sinni við Jóhann Ragnarsson.  Á fimmta borði þurfti Þorvarður Fannar Ólafsson aftur á móti að hafa mikið fyrir sigri gegn kókumjólkurþambaranum unga Gauta Pál Jónssyni.

Leikar eru nú farnir að æsast og eftir 6 umferðir eru Jón Viktor og Stefán Kristjánsson efstir og jafnir með 5 1/2 vinninga.   Þeir mætast einmitt í sjöundu umferð sem fram fer á sunnudaginn kl. 14.  Þá mætast einnig Dagur Ragnarsson (5) og Vignir Vatnar Stefánsson (5) sem og Björn Þorfinsson (5) og Þorvarður Fannar Ólafsson (4 1/2).

Áhorfendur velkomnir og alltaf heitt á könnunni í Birnukaffi!

Chess-results